Ein eða Tví?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Ein eða Tví?

Póstur eftir Siggi Dags »

Fyrir utan skrúfur o.s.fr....

Hverjir eru kostir og gallar ein eða tvíþekju?

T.D. Ultimate versus ? Yak ?

Spyr einn sem ekki veit?

??? :| ???
Kveðja
Siggi
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Ein eða Tví?

Póstur eftir Ingþór »

tvíþekja er með hærra rollrate, en meira liftikrafts drag, flýgur því hægar... generelt séð
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Ein eða Tví?

Póstur eftir Siggi Dags »

[quote=Ingþór]tvíþekja er með hærra rollrate, en meira liftikrafts drag, flýgur því hægar... generelt séð[/quote]
þetta er Langtiburtuíska fyrir mér eða "LATINA"

rollrate =? = rúlluhraði ?


liftikrafts drag =? Gæti hugsanlega ýmindað mér hvað þetta væri.

Upplyftingaríhengi?

Hmmm
Þetta er greinilega ekki svo einfalt, þessi aerodinamík!
Kveðja
Siggi
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ein eða Tví?

Póstur eftir Gaui »

Sigurður

Upphafleg ástæða tvíþekja var einfaldlega byggingafræðilegs eðlis: það var ekki hægt að smíða nógu léttan væng sem hélt sér uppi miðað við mótorana sem fyrir hendi voru. Tveir vængir með stög á milli halda sér uppi sjálfir.

Það hefur löngum verið talið að tveir vængir lyfti meira en einn, og að vissu leiti er það rétt, en munurinn er svo óverulegur að það skiptir oft ekki máli. En, með því að láta efri vænginn ekki vera beint fyrir ofan þann neðri (er venjulega framar), þá fæst stærri vængflötur (í ofanvarpi) en ef )aðeins væri einn vængur og með "eðlilegu" þversniði (aerofoil).

Aðal kosturinn við tvo vængi er að það er oftast hægt að fljúga mun hægar en með einn.

Ókosturinn er drag. Allir hlutar flugvélar mynda drag og enginn eins mikið og vængurinn. Þannig segir það sig sjálft að flugvél með tvo vængi myndar meira drag en flugvél með einn. Þetta er alveg í lagi á meðan mótorinn er í gangi. Um leið og hann segir upp, þá er flug eiginlega bara fæðilegt og flugvélin kemur oft niður mjög hratt. Það er ástæða þess að maður sér aldrei svifflugu með tvo vængi.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Ein eða Tví?

Póstur eftir Siggi Dags »

Takk fyrir þetta Gaui.
Nú er ég aðeins fróðari :)
Kveðja
Siggi
Svara