Stjórnarmál Þyts

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Stjórnarmál Þyts

Póstur eftir Gaui »

Dálítið óhugguleg myndin sem kemur upp í hugann af nýliðanum að busla í djúpu lauginni og einhver gamall skröggur að ýta oná bakið á honum :/

Fyrirgefðu Ágúst - ég veit þú meintir þetta ekki svona, ég bara varð að snúa útúr. :D

Ég ætla að gera meira og bjóða fram aðstoð mína ef einhver af nýliðunum vill fá annað sjónarhorn á hlutina. Ég var einu sinni formaður Þyts og er núna í stjórn hér fyrir Norðan. Við höfum einmitt verið að ræða að það þyrfti að vera meira samstarf á milli klúbbanna um ýmislegt, sérstaklega hluti sem ættu alls ekki að vera mismunandi eftir landshlutum. Eða eins og Saddam sagði: Verum í bandi strákar! :P
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Stjórnarmál Þyts

Póstur eftir Agust »

Sælir
Á vefsíðu Þyts stendur þessi frétt:



Aðalfundur verður haldinn í marsmánuði.

Undanfarnar vikur hefur meðal félagsmanna verið leitað að mönnum sem tilbúnir eru að taka að sér stjónrnarstörf. Nú eru góðar líkur á að það hafi borið árangur.

Í framhaldi af þessu verður boðað til aðalfundar í marsmánuði, nánari fréttir um stund og stað fljótlega.


Nú er mars einn lengsti mánuður ársins. Veit einhver hvenær í mars áætlað er að halda aðalfundinn?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara