Smá hugleiðing á smíðaföstunni..... eh.. ég meina Jólaföstunni.
"Kicker" er samnefni sem er talsvert notað um efni sem flýta herslu á sýrulímum.
Við Hjörtur Geir höfum notað það mikið til að setja saman og gera við frauðplastflygildin.
Það eru til sýrulím og herðar (kickerar) sem frauðplastið þolir í hæfilegu magni. Stendur yfirleitt "Foam compatible" á umbúðunum.
Ef maður notar mikið lím þá getur hitamyndunin þó orðið of mikil og brætt frauðið.
Það er hægt að búa til umhverfisvænan kicker með því að leysa matarsóda (bíkarbónat) upp í vatni og úða því á sýrulím til að herða það en það virkar ekki nærri eins vel og aðkeypta sullið.
Kicker á ekki að nota á þunn sýrulím enda þarf þess ekki. Þetta er bara fyrir þykkari sortirnar. Einnig mun kickerinn gera límið stökkara svo ef maður þarf ekki kicker þa á maður ekki að nota hann.
Kicker á maður líka að nota eins lítið af og mögulegt er. Það er yfirleitt nóg að gefa bara pínulítinn úða í áttina að líminu og koma þannig af stað keðjuverkun í því.
"Kickerinn" er ýmist í þrýstum úðabrúsa (eins og hárlakk) eða flösku með úðadælu. Þetta eru rokgjörn efni og ég held það sé með það eins og margt af þessu glundri okkar að maður þarf að loftræsta vel.
"Zap og Kicker" er svo fljótlegt að fyrir únglíng eins og Hjört þá er þetta í algeru uppáhaldi og hann vill helst nota það á hvað sem er. Ég er í stökustu vandræðum með að fá hann til að skilja að það geti verið betra að líma sumt með hægþornandi aðferðum. Að bíða yfir nótt eftir að eitthvað þorni er ekki auðvelt fyrir nútímaúnglínga.
Og nú kem ég að aðal ástæðunni fyrir þessu rausi.
Kickerinn er eins og fyrr segir rokgjarnt efni og ég komst að því af biturri reynslu að það er eins gott að geyma hann langt frá límbirgðunum. Ef þetta er haft í sömu hirslu og sýrulímið og gufurnar af kickernum fá að leika um sýrulímið þá þarf fljótlega að endurnýja það.
Sem sagt muna að geyma þessi efni vel aðskilin. Og ekki vinna með kicker nálægt límbirgðaskúffunni.
Þegar ég vinn með sýrulím þá hef ég helst opinn glugga og stilli upp viftu til hliðar við efnið sem blæs gufunum frá mér. Það er mjög óhollt að anda að sér gufunum sem myndast, þær geta valdið langvinnum skemmdum á slímhúðum í nefi og öndunarvegi.
Odorless tegundirnar held ég að séu alveg eins varasamar, jafnvel hættulegri því menn eru ekki eins á varðbergi fyrir þeim.
Prófið að taka balsabút og halda upp að ljósinu, dreypa svo þunnu sýrulími á hann og eftir augnablik sér maður lítinn gufustrók.
Og komið ykkur nú að smíðaborðinu og hættið að hanga á netinu
Zap & Kicker
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Zap & Kicker
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken