Sameiginleg smíðaaðstaða?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Sameiginleg smíðaaðstaða?

Póstur eftir Offi »

Ég geri ráð fyrir að flestir þeir sem hér smíða hafi einhverja aðstöðu. Bílskúr, geymsla, hobbíherbergi eða einhvern krók. Aðrir verða að láta borðstofuborð duga eða eldhúskrókinn. Ég er í síðarnefnda hópnum. Stofuborðið er reyndar ágætt, sem slíkt, ef maður er bara að púsla og líma.

Ég get samt ekki að því gert að leiða hugann að því að gera smíðarnar að “félagslegri” viðburði. Ég held að það sé afar gagnlegt að hittast eitt kvöld í viku, en hafa jafnframt aðgang að aðstöðunni á öðrum tímum (svo maður geti nú haldið dampi þegar andinn kemur yfir).

Sameiginleg aðstaða hefur marga kosti:
• Þetta verður félagslegur viðburður
• Menn skiptast á skoðunum og spjalla um sportið og skiptast á sögum
• Reyndari smiðir miðla af ótæmandi visku sinni
• Menn geta samnýtt verkfæri og jafnvel efni (t.d. þegar einhver gleymir að kaupa lím)
• Menn geta dáðst að afrekum annarra á sviði smíðanna

Óreyndari smiðir njóta góðs af visku hinna reyndari, sem á móti gangast endalaust upp í endalausri aðdáun hinna fyrnefndu! ;) Allir græða samt á endanum.

Ég sæi alveg fyrir mér að Þytur sem félag myndi sækjast eftir svona aðstöðu, í boði einhvers góðhjartaðs bæjarapparats á höfuðborgarsvæðinu. Til greina kæmu lagnakjallarar og ýmis konar ónotuð rými í stærri byggingum á vegum sveitarfélaganna, s.s. skóla, íþróttamannvirkja o.fl. Það eru fordæmi fyrir þessu, s.s skotfimi og fleira. Því ekki flugmódelsmíði? Það mætti líka leita til einkaaðila með samskonar húsnæði í huga. Ég get ekki ímyndað mér annað en að það sé hægt að finna svona húsnæði, ef menn leggja hausinn í bleyti og vinna að því saman.

Hitt er að menn myndi einhvers konar smíðagrúppu og verði sér úti um húsnæði saman. Þetta er lakari kostur, því hann myndi væntanlega kalla á leigu.

Nú er ég bara að hugsa upphátt, en hvað finnst mönnum. Myndi vera einhver stemning fyrir því að kanna möguleikann á svona löguðu? Hugmyndir? Tillögur? Ég ætla að sjálfsögðu ekki að fara að göslast eitthvað í þessum málum í nafni Þyts og jafnvel óþökk, en mér finnst hugmyndin góð! Hvað um ykkur?
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Sameiginleg smíðaaðstaða?

Póstur eftir kip »

Þú þarft að flytja norður og taka Sverri með þér!
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Sameiginleg smíðaaðstaða?

Póstur eftir Ingþór »

hehe.... Kipur hefur ýmist til síns máls leggjað....

en þessi hugmynd hefur komið upp áður og menn hafa myndað smíðahópa og leigt sér aðstöðu

eitt vandamál við þetta er tildæmis að sumir vilja ekki lána verkfærin sín því það eru alltaf sumir sem kunna ekki að fá lánað, þessvegna velja menn smíðahóp því þangað er hægt að velja inn fólk.

en ég er viss um að ef Þytur myndi bjóða upp á svona þá væru allavega nokkrir til í að prufa, en eins og alþjóð veit þá er ákveðin krísa uppi í Þyt og framkvæmdarfælni er mjög viðeigandi orð.
Og get ég ekki ímyndað mér að þú gerir þetta í óþökk félagsins ef þú ferð á stjá. svo er bara að leggja skuldbindingarnar undir fund/stjórn þegar þær koma upp
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Sameiginleg smíðaaðstaða?

Póstur eftir Sverrir »

Góðar hugmyndir og vel þess virði að skoða þær nánar, hvort sem það innifelur flutning minn eður ei ;)

Reyndar hefur þetta verið reynt áður en rann þá út í sandinn, sjá > http://thytur.is/old/dagl2001.htm < næst efsta frétt og svo 3 fréttir nánast neðst á sömu síðu.
Þar er einnig að finna slóð á samantekt um málið ásamt útreikningum, http://thytur.is/old/felagsheimili.htm, sem Guðmundur G. Kristinsson fyrrum formaður Þyts gerði.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Sameiginleg smíðaaðstaða?

Póstur eftir Þórir T »

Af því að minnst var á möguleg svæði og þar á meðal lagnakjallara, þá er það mín reynsla að það eru fyrstu rýmin í opinberum byggingum sem flæða í svona tíðafari eins og gengur yfir núna.... þannig að ég myndi í ykkar sporum reyna allt annað áður...

mbk
Tóti
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Sameiginleg smíðaaðstaða?

Póstur eftir Offi »

Já, þetta er nú bara hugmynd. En ég veit svo sem um félagssamtök sem hafa verið í lagnakjallara um áratuga skeið og aldrei vöknað í fæturna. Ég er hins vegar að láta mér detta í hug að Þytur gæti haft samband við stærri flugfélögin og fengið þau til að styrkja sig eða láta í té húsnæði. T.d. Icelandair, Atlanta, Flugfélag Íslands...!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Svara