Melgerðismelar - 30.desember 2006

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3853
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Melgerðismelar - 30.desember 2006

Póstur eftir Gaui »

Við skruppum löngu leiðina á Melana núna í dag og flugum. Ég tók nokkrar myndir, en alls ekki af öllum, svo að ef hinir sem tóku myndir eiga einhverjar, þá væri gaman að sjá fleiri.

Guðmundur Haraldsson var þarna með Katana 40 módelið sitt og flaug því ansi skemmtilega.

Mynd

Einnig hafði hann með s´r uppáhalds stórskalamódelið sitt, Cessna 180

Mynd

Diddi kom með Stangarann og flaug honum. Hér er hann aðs etja í gang:

Mynd

Þröstur hafði með sér Twin Star með tveim mótorum og skemmti okkur hinum með söngnum í tvein mótorum að sinka sig saman: Alveg yndislegt.

Mynd

Brødrene Haraldsson voru svo hrifnir af söngnum í mótoronum a þeir keyptu Twin Star á staðnum. Maður gæti haldið af þessari mynd að þeir væru byrjaðir á gamlárskvöldsvökvanum:

Mynd

Knútur flaug stórri Extru (held ég) og svo var hann auðvitað með þyrlu með sér:

Mynd

Aðrir sem flugu var ég með CAP 10B og Kjartan með Aerostar. Að lokum vildi Diddi sjá hvort hann gæpti flogið með hjálp dúks sem Gummi var með utanum módelið sitt. Hann fór uppá borðið og stökk framaf, en því miður var flugferðin frekar í styttri kantinum.

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Melgerðismelar - 30.desember 2006

Póstur eftir Sverrir »

Glæsimenni þar á ferð :D

Sýnist að Diddi þurfi að verða sér út um helíumstera ef hann á að eiga von á að komast á flug :P

Óska bræðrunum til hamingju með Tvíburastjörnuna, skemmtileg vél og til margra hluta nytsamleg.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Melgerðismelar - 30.desember 2006

Póstur eftir kip »

[quote=Sverrir]Glæsimenni þar á ferð :D

Sýnist að Diddi þurfi að verða sér út um helíumstera ef hann á að eiga von á að komast á flug :P[/quote]
Sögumaður þessarar sögu var greinilega kominn í litla sæta Fergelbach flugwerke wiskýpelann sinn þegar hann skrifaði þetta, það var akkurat hann sem barðist fyrir því að þetta stunt færi fram :D

Kv, Diddi
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Helgi Helgason
Póstar: 80
Skráður: 8. Jún. 2006 21:37:13

Re: Melgerðismelar - 30.desember 2006

Póstur eftir Helgi Helgason »

Svona svona Diddi ekki skemma fyrir Gaua. Hann hefur gaman af því að hagræða sannleikanum aðeins(bara smá)
Svara