Snjór, snjór, snjór

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Snjór, snjór, snjór

Póstur eftir Sverrir »

Hér sést ég þungt hugsi yfir öllum þessum snjó.
Mynd

Ef það væru fjöll á Suðurnesjunum þá væri þetta besta skíðasvæði landsins, svona í þau fáu skipti sem snjór sést.
Snjóhengjan er langt komin í 150 cm ef hún er ekki komin yfir þá. Ég hætti mér ekki út í nákvæmari mælingar að svo stöddu ;)
Mynd


En nú fer vonandi að styttast í það að við förum að fá vetrarstillur en þá kemur oft það besta flugveður sem hægt er að fá.
Lítil hreyfing á loftinu og það verður svo þykkt að það er hægt að skera það.

Eru menn tilbúnir með skíði eða á að leggjast í dvala í mestu vetrarhörkunum?
Eitthvað er til af efni um vetrarflug ásamt myndum svo nú er bara að líta á það ef menn ætla út í kuldann í vetur.

Nokkrir góðir vetrarpunktar frá Ágústi
Myndir frá Seltjörn
Skíðamyndir frá 11.janúar í fyrra
Rætt um vetrarflug hér á spjallinu
Grein sem Guðjón skrifaði fyrir LMA og má finna á vef þeirra norðanmanna, flugmodel.is, undir Greinar


Breytt: Rétt rúmlega ;)
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara