móttakara loftnet

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: móttakara loftnet

Póstur eftir einarak »

er ekki nóg að taka loftnetið út í stélinu og láta það lafa þar, eða þarf það að liggja fyrir utan vélina frá móttakara og aftur úr? (það er svo ljótt) :|
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: móttakara loftnet

Póstur eftir Haraldur »

Það fer eftir því úr hverju flugvéllinn er smíðuð.
Ef hún er úr karbon fíber þá verður loftnetið að vera fyrir utan.
Ef hún er úr timbri þá má loftnetið vera fyrir innan. Best er að hafa það næst botninum á flugvélinni.
Ég hef stundum límt loftnetið neðan á vélina, sést ekki þegar hún er komin á loft.

Það má ekki krulla saman loftnetinu, það þarf helst að vera í fullri lengd.

Þegar þú ert búinn að koma þessu öllu fyrir þá þarftu að athuga drægnina áður en þú ferð á loft í fyrsta skipti. Þá sérðu strax hvort þetta er að virka.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: móttakara loftnet

Póstur eftir einarak »

ok, takk

nú veit ég orðið næstum allt :D
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: móttakara loftnet

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Nokkrar reglur sem ég hef lært...

Loftnetið þarf sem sagt að vera heilt og í upprunalegri lengd, hefur með bylgjulengdina að gera. Sumir segja að hægt sé að helminga lengdina en drægnin minnki eitthvað við það svo það borgar sig bara ef maður er með litlar (innanhúss) vélar sem fara ekki langt frá manni.

Eins og Haraldur bendir á þá "skerma" leiðandi efni eins og kolfiber og málmar svo loftnetið verður að vera fyrir utan það. Jafnvel rammi eða grind úr leiðandi efni getur skermað af loftnetið eða truflað. En, eins og Haraldur segir þá er það ekki áhyggjuefni í venjulegum tré- eða plastvélum.

Mér finnst íðil-flott að setja plaströr í botninn á skrokknum og leiða loftnetið gegnum það. Þá má láta rörið koma út um afturendan og láta loftnets-endann hanga út fyrir ef þarf. Svoleiðis hef ég gengið frá í nokkrum vélum. Þá þræðir maður bara loftnetið inn í rörið og lætur liggja þar.
Að lokum hef ég heyrt að maður eigi ekki að láta loftnetið vera þráðbeint heldur bogið eða í einhverjum vinkli því annars gæti maður misst sambandið þegar það bendir beint á sendinn. Hvort það sé rétt veit ég ekki. Hvað segir há-yfirgrúskarinn???
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: móttakara loftnet

Póstur eftir Agust »

Ég hef prófað að líma grannt plaströr með Fix-All neðan á skrokkinn og þræða loftnetið þar í. Rörið fékk ég í Tómó. Ég límdi það semsagt beint á filmuna og tollir það vel. Það ber ekkert á því þar. Velja má lit á röri við hæfi eða mála það áður. Þetta gerði ég vegna þess að erfitt var að koma rörinu fyrir inni í skrokknum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara