Spáin er búin að vera mjög breytileg og í augnablikinu lítur ekki vel út með helgina, sunnudagurinn gæti sloppið og er það planið akkúrat núna að horfa til hans þar sem mánudagurinn á að vera blautur. Ef ekkert gengur um þessa helgi stefnum við á næstu helgi.
Ef menn eru í stuði þá má hringja saman í hitting og sjá til hvort hægt sé að gera eitthvað þó ekkert verði af mótshaldi.
Skjótt skiptast veður eins og einhver sagði! Sunnudagurinn virðist ætla að verða blautur, tökum stöðuna í fyrramálið annars stefnir þetta á mánudaginn miðað við nýjustu tölur.