Kambar - 12.september 2020 - Íslandsmeistaramótið í F3F

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Kambar - 12.september 2020 - Íslandsmeistaramótið í F3F

Póstur eftir Sverrir »

Veðurspáin var ekki góð fyrir viku síðan en eftir því sem nær dróg hefur hún verið að batna með hverju deginum. Böðvar, Erlingur, Guðjón, Jón V. P., Lúðvík og Sverrir voru mættir út í brekku kl. 8 en þá var vindurinn að blása að norðan í kringum 6 m/s og svo alveg upp fyrir 10 m/s í hviðunum. Eftir létta skoðunarferð inn á Bretaheiði var farið í að setja upp keppnisbrautina. Það var svo upp úr 10 sem vindurinn var komin í austnorðaustur en var talsvert rokkandi, bæði í stefnu og styrk eins og má sjá í grafinu sem fylgir hér að neðan.

Þar sem einungis 6 keppendur og engir aðstoðarmenn, þeir voru allir í grillinu á Hamranesi, voru mættir þá var ákveðið að fljúga 3 umferðir í einu og stefna á að klára 9 umferðir í heildina og kláruðum við rétt fyrir kl. 14. Skemmst er frá því að segja að það gekk mjög vel og engin óhöpp urðu, hvorki á flugmódelum né flugmönnum.

Rásröðin var sem hér segir:
  1. Guðjón
  2. Erlingur
  3. Lúðvík
  4. Böðvar
  5. Sverrir
  6. Jón
Hörð barátta var milli Erlings og Sverris um fyrsta sætið á meðan að Guðjón og Böðvar börðust um þriðja sætið og Jón og Lúlli um fimmta sætið. Fóru leikar svo að Erlingur vann fimm umferðir, Sverrir þrjár og Böðvar eina en það segir ekki alla söguna því það eru stigin sem skipta máli en 1000 stig fást fyrir að vinna hverja umferð og næstu menn fá svo stig sem eru reiknuð hlutfallslega út frá því hve langt frá tíma fyrsta manns þeir eru. Ef flognar eru færri en 15 umferðir er lökustu umferðinni hent en ef flognar eru 15 umferðir eða fleiri er tveim lökustu umferðunum hent.

Eins og sést í töflunni hér að neðan þá var tíminn hjá Sverri þegar Erlingur vinnur mikið nær honum en tíminn hjá Erlingi þegar Sverrir vinnur. Það skilaði því fleiri stigum í pottinn hjá Sverri en útslagði gerðu sjöunda og áttunda umferð en þá munaði um 6 sekúndum á þeim köppum. Þegar tölurnar voru teknar saman í lokin var Sverrir með tæpum 88 stigum meira heldur en Erlingur sem skilaði honum sigri á mótinu. Til hamingju Sverrir!

Besta tíma mótsins átti Sverrir en hann flaug á 45,09 í sjöundu umferð.

Að lokum langar svifflugsmótanefndinni að þakka þeim fjölmörgu sem lögðu plóg á hönd á árinu, keppendum og aðstoðarmönnum. Það er líka gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem tekst að halda Íslandsmeistaramót í hangi og hástarti á sama árinu og elstu menn áttu í vandræðum með að rifja upp hvenær það gerðist síðast.

Úrslit urðu sem hér segir, takið eftir meðalvindhraða hverrar umferðar, áhugasamir geta skoðað nánari greiningu á vef F3XVault:
úrslit.png
úrslit.png (43.97 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1933.jpg
IMG_1933.jpg (137.09 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1934.jpg
IMG_1934.jpg (161.3 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1938.jpg
IMG_1938.jpg (112.3 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1939.jpg
IMG_1939.jpg (136.46 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1940.jpg
IMG_1940.jpg (171.6 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1943.jpg
IMG_1943.jpg (114.63 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1944.jpg
IMG_1944.jpg (128.49 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1945.jpg
IMG_1945.jpg (160.52 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1946.jpg
IMG_1946.jpg (118.87 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1947.jpg
IMG_1947.jpg (106.8 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1949.jpg
IMG_1949.jpg (139.22 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1953.jpg
IMG_1953.jpg (129.39 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1955.jpg
IMG_1955.jpg (90.15 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1958.jpg
IMG_1958.jpg (149.5 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1961.jpg
IMG_1961.jpg (135.12 KiB) Skoðað 3103 sinnum

IMG_1963.jpg
IMG_1963.jpg (146.46 KiB) Skoðað 3103 sinnum

vindur.png
vindur.png (117.28 KiB) Skoðað 3103 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5603
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Kambar - 12.september 2020 - Íslandsmeistaramótið í F3F

Póstur eftir maggikri »

Flott hjá ykkur. Var svo farið á Kam-bar á eftir mótið og skálað! :D
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Kambar - 12.september 2020 - Íslandsmeistaramótið í F3F

Póstur eftir Sverrir »

Nei það fór lítið fyrir því, hver veit hvað gerist síðar meir. :lol:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Kambar - 12.september 2020 - Íslandsmeistaramótið í F3F

Póstur eftir Árni H »

Vel gert!
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Kambar - 12.september 2020 - Íslandsmeistaramótið í F3F

Póstur eftir Sverrir »

Nokkrar myndir frá Ella.
Viðhengi
_DSC0835.jpg
_DSC0835.jpg (303.7 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0837.jpg
_DSC0837.jpg (283.77 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0845.jpg
_DSC0845.jpg (145.23 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0846.jpg
_DSC0846.jpg (165.08 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0847.jpg
_DSC0847.jpg (238.21 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0848.jpg
_DSC0848.jpg (143.63 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0851.jpg
_DSC0851.jpg (194.32 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0852.jpg
_DSC0852.jpg (263.75 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0853.jpg
_DSC0853.jpg (209.8 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0855.jpg
_DSC0855.jpg (211.02 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0856.jpg
_DSC0856.jpg (97.31 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0861.jpg
_DSC0861.jpg (213.62 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0866.jpg
_DSC0866.jpg (66.37 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0867.jpg
_DSC0867.jpg (210.94 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0871.jpg
_DSC0871.jpg (39.4 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0880.jpg
_DSC0880.jpg (97.44 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0884.jpg
_DSC0884.jpg (108.34 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0886.jpg
_DSC0886.jpg (79.71 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0892.jpg
_DSC0892.jpg (111.94 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0893.jpg
_DSC0893.jpg (184.36 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0897.jpg
_DSC0897.jpg (109.44 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0900.jpg
_DSC0900.jpg (104.25 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0902.jpg
_DSC0902.jpg (187.9 KiB) Skoðað 2961 sinni
_DSC0903.jpg
_DSC0903.jpg (175.68 KiB) Skoðað 2961 sinni
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Kambar - 12.september 2020 - Íslandsmeistaramótið í F3F

Póstur eftir Gaui »

Eg á svona "flugskýli" sem ég nota aldrei ef einhver vill kaupa.

gaui
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Kambar - 12.september 2020 - Íslandsmeistaramótið í F3F

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti
Svara