Regl­ur um dróna hert­ar á næsta ári

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Regl­ur um dróna hert­ar á næsta ári

Póstur eftir Agust »

Gildir þetta einnig um vængjuðu flugmódelin?

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020 ... aesta_ari/


Inn­lent | Morg­un­blaðið | 17.12.2020 | 5:30 | Upp­fært 6:00

Regl­ur um dróna hert­ar á næsta ári

Nýj­ar regl­ur um flug dróna eiga að taka gildi hér á fyrri hluta næsta árs. Um er að ræða evr­ópska reglu­gerð sem tek­ur gildi í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins um ára­mót­in. Nokk­urn tíma mun taka að inn­leiða reglu­gerðina hér á landi, sam­kvæmt skrif­legu svari Þór­hild­ar El­ín­ar­dótt­ur, sam­skipta­stjóra Sam­göngu­stofu.

Helstu breyt­ing­arn­ar miða að því að auka ör­yggi og yf­ir­sýn yfir drón­a­starf­semi, hvort sem er í leik eða starfi. Í stór­um drátt­um verður reglu­verk­inu skipt í þrjá meg­in­flokka: Tóm­stunda­flug (op­inn flokk­ur), at­vinnuflug og rekst­ur stórra dróna. Inn­an hvers meg­in­flokks verða nokkr­ir und­ir­flokk­ar sem drón­arn­ir falla í eft­ir stærð og notk­un.

Ekki verða gerðar sér­stak­ar kröf­ur vegna notk­un­ar dróna sem eru und­ir 250 grömm­um að þyngd og eru skil­greind­ir sem leik­föng. Not­end­ur dróna sem eru 250 grömm eða þyngri þurfa að taka nám­skeið og hæfn­is­próf á vefsíðu Sam­göngu­stofu til að mega stjórna þeim.

Útgefið vott­orð mun til­greina í hvaða flokki þeir mega fljúga. Kröf­ur til flug­manna dróna munu því aukast eft­ir því sem drón­inn verður þyngri og eins hvort hon­um er flogið í þétt­býli eða dreif­býli.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11440
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Regl­ur um dróna hert­ar á næsta ári

Póstur eftir Sverrir »

Já, sýnist þetta vera að stefna í svipaða línu og hjá mörgum öðrum Evrópulöndum sem eru komin lengra í innleiðingarmálum.
Ég hef ekki rekið augun í nýlega umfjöllun þannig að ég geri ráð fyrir að þetta eigi enn við.

Nýjasta frá Ebba frænda: https://www.easa.europa.eu/document-lib ... ulation-eu

Uppfært:
Breska CAA var að senda mér póst og tilkynna um fyrirhugaðar breytingar hjá þeim frá og með 31. desember nk.
Þar vísa þeir líka á þessa upplýsingasíðu, https://www.caa.co.uk/Consumers/Unmanne ... nd-drones/
Icelandic Volcano Yeti
Svara