Scheibe SF-28 Tandem Falke
- Ágúst Borgþórsson
- Póstar: 929
- Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48
Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke
Já, ég hef mjög gaman að því að fylgjast með ykkur þarna fyrir norðan. En Gaui, er þetta sem þú ert með í smíðum á Grísará ziroli Texan??
Kv.
Gústi
Gústi
Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke
Já, Ziroli Texan. Er að verða búinn -- smáatriði eftir og svo mála.


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke
Ég er enn að dúllast í stélinu, enda stekk ég í þetta tvisvar í viku, nokkra klukkutíma í senn.
Hér fer stýrisarmurinn inn á milli hæðarstýranna. Hann er beygður úr 3mm suðuvír og svo silfurkveikti ég kopar arm á. Límið sem ég nota hér er Loctite Hysol 9462, lím sem festir hvað sem er og hnýgur ekki þegar maður ber það á. Krossviðurinn sem sést fremst er síðan notaður til að klæða á rifin og miðjuna til að þetta sjáist ekki. Það eru fjórar Robart Heavy Duty lamir á stýrunum. Þær eru grafnar dálítið vel inn í frambrúnina á stýrunum, svo það er eins gott að hafa balsakubb innan við, sem getur haldið lömunum á sínum stað. Og hér er svo stélið allt, hæðarstýrin komin á og hægt að fara að klæða. Það eina sem ég er í vafa um núna er hvort trimm flipinn skuli vera fastur eða hreyfast með stýrinu. Ég þarf að ná mér í þríhliða teikningar af þessari flugvél til að skoða það -- það er ekki nefnt á teikningunum Ég er byrjaður að raða skrokknum saman. Ég set miðjulínu á hvert rif og stilli því upp á strik sem ég set á smíðaborðið. Þegar öll rifin eru komin þarf ég að pússa skorur á þeim í rétta stærð til að taka við langböndunum og þá get ég sett fætur undir rifin og límt þau á smíðaborðið
Hér fer stýrisarmurinn inn á milli hæðarstýranna. Hann er beygður úr 3mm suðuvír og svo silfurkveikti ég kopar arm á. Límið sem ég nota hér er Loctite Hysol 9462, lím sem festir hvað sem er og hnýgur ekki þegar maður ber það á. Krossviðurinn sem sést fremst er síðan notaður til að klæða á rifin og miðjuna til að þetta sjáist ekki. Það eru fjórar Robart Heavy Duty lamir á stýrunum. Þær eru grafnar dálítið vel inn í frambrúnina á stýrunum, svo það er eins gott að hafa balsakubb innan við, sem getur haldið lömunum á sínum stað. Og hér er svo stélið allt, hæðarstýrin komin á og hægt að fara að klæða. Það eina sem ég er í vafa um núna er hvort trimm flipinn skuli vera fastur eða hreyfast með stýrinu. Ég þarf að ná mér í þríhliða teikningar af þessari flugvél til að skoða það -- það er ekki nefnt á teikningunum Ég er byrjaður að raða skrokknum saman. Ég set miðjulínu á hvert rif og stilli því upp á strik sem ég set á smíðaborðið. Þegar öll rifin eru komin þarf ég að pússa skorur á þeim í rétta stærð til að taka við langböndunum og þá get ég sett fætur undir rifin og límt þau á smíðaborðið

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke
Slæm verður og vondar heilsur koma í veg fyrir miklar framkvæmdir, svo að Fálkinn hefur lítið farið fram undanfarið. Hér eru þó nokkrar myndir af framkvæmdum.
Stélhjólið er komið á skrokkrifið og tilbúið til notkunar. Rifið er síðan fest á sinn stað í röðinni. Það eru nokkur langböndin í þessu skrokk og hér eru þau efri komin á sína staði. Nefið er frá gengið. Það er hálfrif hangandi í langböndum þar og svo þarf ég að fylla á milli bandanna og staðsetja tankinn, en það er seinni tíma vandamál. Neðstu langböndin komin á skrokkinn. Þau eru úr furur og eru 6x6mm, svo það var ekki mögulegt að sveigja þau á milli rifjanna fremst. Hönnuðurinn mælir með því að maður hitar viðinn með gufu og beygjir hann í form á meðan hann er heitur, en ég er ekki með svoleiðis græjur, svo ég bara sagaði langböndin í ræmur þar sem þau þurftu að bogna. Það er létt verk að beygja 3mm þegar 6mm vilja ekki hreyfast. Og svo eru skábönd sett á milli allra skrokkrifja, í báðum hliðum, efst og neðst. Það verður heilmikið verk að setja þau öll í, en þá ætti skrokkurinn að vera orðinn skemmtilega stífur og stirður og þver, eins og segir í laginu.
Stélhjólið er komið á skrokkrifið og tilbúið til notkunar. Rifið er síðan fest á sinn stað í röðinni. Það eru nokkur langböndin í þessu skrokk og hér eru þau efri komin á sína staði. Nefið er frá gengið. Það er hálfrif hangandi í langböndum þar og svo þarf ég að fylla á milli bandanna og staðsetja tankinn, en það er seinni tíma vandamál. Neðstu langböndin komin á skrokkinn. Þau eru úr furur og eru 6x6mm, svo það var ekki mögulegt að sveigja þau á milli rifjanna fremst. Hönnuðurinn mælir með því að maður hitar viðinn með gufu og beygjir hann í form á meðan hann er heitur, en ég er ekki með svoleiðis græjur, svo ég bara sagaði langböndin í ræmur þar sem þau þurftu að bogna. Það er létt verk að beygja 3mm þegar 6mm vilja ekki hreyfast. Og svo eru skábönd sett á milli allra skrokkrifja, í báðum hliðum, efst og neðst. Það verður heilmikið verk að setja þau öll í, en þá ætti skrokkurinn að vera orðinn skemmtilega stífur og stirður og þver, eins og segir í laginu.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke
Það er orðið dálítið síðan ég setti inn færslu um Fálkann, en það hefur ekkert sérlega mikið gerst þrátt fyrir það. Jólin eiga það til að vera frekar
fyrirferðamikil, líka hjá þeim sem eru ekkert að gera veður út af þeim. En, hér eru nokkrar myndir af því sem hefur þó áunnist:
Vængsætin á skrokknum voru sett upp á flipana á skrokkrifjunum, en ekki límd föst alveg strax. Ég á enn eftir að gera göt fyrir vængrörið og stýripinnana. Það þurfti að setja áfyllur þar sem þverbönd og langbönd mætast og síðan fylla á milli banda fremst á skrokknum. Þetta er þó ekki búið því ég þarf að fylla meira eftir að ég losa skrokkinn af stultunum. Eins á eftir að koma gólf í flugklefann sem heldur við hjólið og gerir þann búnað sterkari. Þetta er líka gert hinum megin. Hér er gólf fyrir farangur fyrir aftan aftursætið. Og hér er ég búinn að stilla í (en ekki líma) læsingu fyrir glerið yfir flugmannsklefanum. Þetta er svakalega flott læsing sem JVP lét mig hafa. Og hér kemur læsingin að framan. Ég þurfti að skera dálítið úr rifinu til að læsingin geti gengið til. Þá er hægt að líma niður 0,4mm krossvið yfir mælaborðið. Það fer líka 0,4mm krossviður yfir hrygginn á vélinni. Ég set hann á í sjö bútum frekar en að reyna að setja eitt stykki. Ég pússa krossviðinn niður til að koma í veg fyrir áberandi samskeyti og svo ætla ég að setja fylliefni líka. Hér eru fjórir fyrstu hlutarnir komnir á. Þetta tekur langan tíma vegna þess að hver bútur verður að vera nokkuð þurr áður en næsti fyrir framan er settur á. Það kláraðist líka hjá mér límbandið, svo ég neyddist til að nota bara klemmur til að halda þeim.
fyrirferðamikil, líka hjá þeim sem eru ekkert að gera veður út af þeim. En, hér eru nokkrar myndir af því sem hefur þó áunnist:
Vængsætin á skrokknum voru sett upp á flipana á skrokkrifjunum, en ekki límd föst alveg strax. Ég á enn eftir að gera göt fyrir vængrörið og stýripinnana. Það þurfti að setja áfyllur þar sem þverbönd og langbönd mætast og síðan fylla á milli banda fremst á skrokknum. Þetta er þó ekki búið því ég þarf að fylla meira eftir að ég losa skrokkinn af stultunum. Eins á eftir að koma gólf í flugklefann sem heldur við hjólið og gerir þann búnað sterkari. Þetta er líka gert hinum megin. Hér er gólf fyrir farangur fyrir aftan aftursætið. Og hér er ég búinn að stilla í (en ekki líma) læsingu fyrir glerið yfir flugmannsklefanum. Þetta er svakalega flott læsing sem JVP lét mig hafa. Og hér kemur læsingin að framan. Ég þurfti að skera dálítið úr rifinu til að læsingin geti gengið til. Þá er hægt að líma niður 0,4mm krossvið yfir mælaborðið. Það fer líka 0,4mm krossviður yfir hrygginn á vélinni. Ég set hann á í sjö bútum frekar en að reyna að setja eitt stykki. Ég pússa krossviðinn niður til að koma í veg fyrir áberandi samskeyti og svo ætla ég að setja fylliefni líka. Hér eru fjórir fyrstu hlutarnir komnir á. Þetta tekur langan tíma vegna þess að hver bútur verður að vera nokkuð þurr áður en næsti fyrir framan er settur á. Það kláraðist líka hjá mér límbandið, svo ég neyddist til að nota bara klemmur til að halda þeim.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke
Nokkur smáatriði sem ég náði að ganga frá á helginni:
Ég setti læsingarnar fyrir glerið á sína staði. Límið sem ég notaði var Loctite 9462 Hysol, enda límir það hvað sem er við hvað sem er án þess að leka til eða renna. Hérna er aftari læsingin. Límið þrýstist í gegnum götin eins og hnoð. Og fremri læsingin. Ég þurfti að skera smávegis frá til að geta staðsett læsinguna og líka skera smá af læsingunni sjálfri vegna þess að þilið þarna hallar svo mikið. Ég set svo meiri balsa og líklega smá krossvið til að fela þetta. Þessi plata, sem er tvöföld og nær niður fyrir langböndin, kemur til með að halda stélfletinum á. Það kemur gaddaró þarna undir og bolti í gegnum stélflötinn festir hann niður. Eftir heilmiklar mælingar er stélflöturinn kominn á sinn stað og stélkamburinn líka. Það er 3mm teinn sem gengur niður úr kambinum í kopar rör sem ég lími á aftasta rifið. Hér er rörið að límast á rifið. Ég notaði Hysol hérna líka, því að þetta má ekki losna. Seinna set ég krossvið sitt hvoru megin við tunguna sem kemur niður úr kambinum og þar verður pinni sem heldur kambinum á. Þetta hljómar flókið, en er í raun sára einfalt. Það er komið flugvélarlag á skrokkinn, en ég á eftir að losa hann af brettinu og setja alls konar dót neðan á hann.

Ég setti læsingarnar fyrir glerið á sína staði. Límið sem ég notaði var Loctite 9462 Hysol, enda límir það hvað sem er við hvað sem er án þess að leka til eða renna. Hérna er aftari læsingin. Límið þrýstist í gegnum götin eins og hnoð. Og fremri læsingin. Ég þurfti að skera smávegis frá til að geta staðsett læsinguna og líka skera smá af læsingunni sjálfri vegna þess að þilið þarna hallar svo mikið. Ég set svo meiri balsa og líklega smá krossvið til að fela þetta. Þessi plata, sem er tvöföld og nær niður fyrir langböndin, kemur til með að halda stélfletinum á. Það kemur gaddaró þarna undir og bolti í gegnum stélflötinn festir hann niður. Eftir heilmiklar mælingar er stélflöturinn kominn á sinn stað og stélkamburinn líka. Það er 3mm teinn sem gengur niður úr kambinum í kopar rör sem ég lími á aftasta rifið. Hér er rörið að límast á rifið. Ég notaði Hysol hérna líka, því að þetta má ekki losna. Seinna set ég krossvið sitt hvoru megin við tunguna sem kemur niður úr kambinum og þar verður pinni sem heldur kambinum á. Þetta hljómar flókið, en er í raun sára einfalt. Það er komið flugvélarlag á skrokkinn, en ég á eftir að losa hann af brettinu og setja alls konar dót neðan á hann.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Ágúst Borgþórsson
- Póstar: 929
- Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48
Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke
Takk, félagar. Það er allt hægt!


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði