Scheibe SF-28 Tandem Falke

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Gaui »

Smáatriði við skrokkinn taka langan tíma, en það sést lítið eftir mann. Laugardagseftirmiðdagur í Slippnum er samt með því skemmtilegra sem hægt er að gera í öllum fötunum.

Hér sést hvernig stélkamburinn er festur á. Tunga niður úr kambinum fer á milli tveggja krossviðarplatna sem límdar eru í skrokkinn. Svo er gert gat í gegn og pinni settur í. Hunum megin á pinnanum er R-splitti. Þá er hægt að taka stélkambinn og hliðarstýrið af með því að losa einn pinna og tvær klemmur.
20210128_203520.jpg
20210128_203520.jpg (99.46 KiB) Skoðað 1609 sinnum
Hjólið er skorðað á sinn stað með því að setja 6mm balsa í kringum það. Þetta átti, samkvæmt teikningunni að vera 5mm, en ég átti ekki svoleiðis. Mig grunar að hjólið fari ekkert, og ef það gerist, þá er eitthvað annað farið fyrst.
20210130_133905.jpg
20210130_133905.jpg (134.78 KiB) Skoðað 1609 sinnum
Svo kemur balsa gólf ofaná. Þessi gráu stykki eru stálklumpar sem halda gólfinu niðri á meðan límið harðnar.
20210130_144420.jpg
20210130_144420.jpg (148.18 KiB) Skoðað 1609 sinnum
Hér er búið að pússa fylliefnið við plöturnar á bakinu.
20210130_144425.jpg
20210130_144425.jpg (139.05 KiB) Skoðað 1609 sinnum
Og til að stélflöturinn sitji vel, þá byggði ég upp í sætið með balsa og notaði svo epoxý lím og MicroBalloons til að forma sætið eftir stélinu. Eins gott að muna eftir að setja pakkalímband þarna undir, því annars kemur það aldrei af aftur.
20210130_151531.jpg
20210130_151531.jpg (110.45 KiB) Skoðað 1609 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Gaui »

Það er kominn nokkuð góður tími síðan ég ritaði hér inn síðast, en ég hef verið að skrappa í Slippinn nokkuð reglulega síðan, svo það er ýmislegt sem hefur unnist í millitíðinni.

Þegar skrokkurinn var orðinn nokkuð stífur að ofan var kominn tími til að bæta við langböndum og fyllingum að neðan. Hér á bara eftir að ganga frá því sem lokar skrokknum fyrir framan dekkið, en ég held í raun að það sé dúkur sem hafi verið strengdur þar á.
20210213_125350.jpg
20210213_125350.jpg (139.52 KiB) Skoðað 1506 sinnum
Þetta lítur fallega út séð aftanfrá og kemur líklega til með að vera nokkuð öflugt í að halda dekkinu á sínum stað í lendingum.
20210213_125406.jpg
20210213_125406.jpg (117.75 KiB) Skoðað 1506 sinnum
Næst kemur kúpan yfir flugmannsklefann. Til að byrja með bjó ég til bogana sem eru fremst og aftast, setti límband undir þá og hélt þeim á sínum stað með límbandi. Svo gat ég límt langböndin í kúpunni á bogana.
20210218_203333.jpg
20210218_203333.jpg (145.97 KiB) Skoðað 1506 sinnum
Þegar ramminn var orðinn vel harður gat ég notað Canopy Glue til að líma hann innan í plastkúpuna. Þarna er eins gott að hafa nóg af klemmum og góðan tíma.
20210225_194232.jpg
20210225_194232.jpg (153.86 KiB) Skoðað 1506 sinnum
Eftir að límið harðnaði skar ég plastið í burtu með handfræsara og fittaði kúpuna í. Hún virðist passa nokkuð vel og nú þarf ég bara að búa til þrjú sett af lömum sem gera það mögulegt að opna flugmannsklefann upp á gátt og jafnvel taka kúpuna af ef maður vill, en meira um það seinna.
20210227_125329.jpg
20210227_125329.jpg (141.99 KiB) Skoðað 1506 sinnum
Næst: vængur
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Gaui »

Þá er komið að vængnum. Samsetning á þessum væng er ekkert svakalega frábrugðin smíði á öðrum vængjum sem ég hef sett saman, nema að hvor vænghelmingur fyrir sig er tveir metrar. Sem betur fer átti ég smíðabretti sem er nógu langt.

Til að byrja með þurfti ég að tálga rifin aðeins til svo þau pössuðu upp á vængbitana. Og það eru 29 rif í hvorum vænghelming!
20210227_141439.jpg
20210227_141439.jpg (124.65 KiB) Skoðað 1458 sinnum
Ég setti 20mm undirlag undir vængbitana, því það er undirsveigja undir rifin, þannig að það er ekki hægt að láta þau liggja á brettinu. Svo þurfti 6mm undir vængendann til að fá hæfilega snúning upp á vænginn.
20210313_140250.jpg
20210313_140250.jpg (142.36 KiB) Skoðað 1458 sinnum
Nú get ég raðað rifjunum upp á bitana þegar ég var búinn að tálga raufarnar réttar.
20210313_145621.jpg
20210313_145621.jpg (147.32 KiB) Skoðað 1458 sinnum
Það er ótrúlegt hvað þetta eru mörg rif!
20210318_211532.jpg
20210318_211532.jpg (144.99 KiB) Skoðað 1458 sinnum
Og hér eru þau komin á neðri bitann. Nú má fara að líma.
20210320_141045.jpg
20210320_141045.jpg (143.83 KiB) Skoðað 1458 sinnum
Hér eru rifin föst við fremri bitana, bæði ofan og neðan og frambrúnarlistinn kominn á. Það eru líka nokkur styrktarhorn sem þarf að líma.
20210327_143845.jpg
20210327_143845.jpg (136.91 KiB) Skoðað 1458 sinnum
Hér er aftari bitinn kominn á og vængurinn farinn að fá á sig mynd.
20210401_190915.jpg
20210401_190915.jpg (137.39 KiB) Skoðað 1458 sinnum
Þessi skábiti styrkir rótina og það kemur líka klæðning ofan á hann.
20210401_192022.jpg
20210401_192022.jpg (146.17 KiB) Skoðað 1458 sinnum
Og hér er komið pláss fyrir loftbremsuna. Af einhverjum orsökum er þessi mynd á hvolfi, en það ætti ekki að gera neitt til.
20210401_210823.jpg
20210401_210823.jpg (149.98 KiB) Skoðað 1458 sinnum
Meira seinna
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara