Stærsta smíðaverkefni ársins!

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Stærsta smíðaverkefni ársins!

Póstur eftir Sverrir »

Eftir að Gunni eignaðist 3D prentara ákvað hann að næla sér í 3D skanna til að nota með honum. Fljótlega eftir það var ákveðið að það þyrfti nú að nota hann í eitthvað gagnlegt tengd flugmódelsportinu og þar sem „alvöru“ flugmódel þurfa „alvöru“ flugmenn þá var auðvitað ekkert annað í boði en að græja einn svoleiðis.

Eftir langa bið þá skilaði skanninn sér til landsins með haustskipinu og eftir nokkrar prufur á líflausum hlutum var ekkert að vanbúnaði að prófa skannann á lifandi viðfangsefni. Ákveðið var að Steini yrði fyrsta fórnarlambið viðfangsefnið og var hann meira en tilbúinn í það og sá fyrir sér að nú færi Orlik að fljúga sjálf um loftin blá! ;)

Nei, Gunni er ekki að raka hausinn á Steina, þetta er þrívíddarskanninn, tvær myndavélar á sitt hvorum enda sem bera þarf upp að viðfangsefninu í ákveðinni fjarlægð sem gefur bestu niðurstöðuna. Forritið sem fylgir með lætur þig vita með hljóðmerki og merkingum á skjá hversu langt frá ákjósanlegri fjarlægð þú ert hverju sinni.
mynd1.jpg
mynd1.jpg (120.44 KiB) Skoðað 4466 sinnum


Hérna sést þetta betur á tölvuskjánum.
mynd2.jpg
mynd2.jpg (142.84 KiB) Skoðað 4466 sinnum


Og svo að sjálfsögðu á hreyfimynd.



Allt að gerast.
mynd3.jpg
mynd3.jpg (119.16 KiB) Skoðað 4466 sinnum


Næstu þrjár myndir eru nokkuð nálægt endanlegri útkomu á þrívíddarmódelinu eftir nokkrar tilraunir til skönnunar.
mynd4.jpg
mynd4.jpg (138.97 KiB) Skoðað 4466 sinnum

mynd5.jpg
mynd5.jpg (104.74 KiB) Skoðað 4466 sinnum

mynd6.jpg
mynd6.jpg (93.08 KiB) Skoðað 4466 sinnum


Eins og með öll stærri verkefni var byrjað á lítilli frumgerð áður en ráðist var í réttu stærðina.
mynd7.jpg
mynd7.jpg (38.35 KiB) Skoðað 4466 sinnum


Fer ekkert á milli mála hver þetta er!
mynd8.jpg
mynd8.jpg (39.97 KiB) Skoðað 4466 sinnum


Hér sést svo beta útgáfan ásamt 40% útgáfunni af Steina útprentaðar og komnar í þennan líka fína flugfrakka.
mynd9.jpg
mynd9.jpg (51.07 KiB) Skoðað 4466 sinnum


Eins og sjá má á myndinni að ofan var litli Steini svolítið fölur eftir langan og strangan vetur svo það var búið að undirstinga Mumma á Akureyri í að taka hann litla Steina í smá förðun fyrir okkur og eins og sjá má á næstu myndum heppnaðist það líka svona ljómandi vel.
mynd10.jpg
mynd10.jpg (38.75 KiB) Skoðað 4466 sinnum

mynd11.jpg
mynd11.jpg (74.53 KiB) Skoðað 4466 sinnum

mynd12.jpg
mynd12.jpg (81.95 KiB) Skoðað 4466 sinnum

mynd13.jpg
mynd13.jpg (92.31 KiB) Skoðað 4466 sinnum

mynd14.jpg
mynd14.jpg (96.1 KiB) Skoðað 4466 sinnum


Og hér sést endanlega útkoman, fullskala Steini litli er hægra megin á myndinni ef menn skyldu ekki vera alveg vissir! :lol:
mynd15.jpg
mynd15.jpg (65.49 KiB) Skoðað 4466 sinnum


Ég held að það sé óhætt að segja að þetta hafi tekist vonum framar og Steini var mjög sáttur við útkomuna!

Í svona stóru verkefni þá eru ótalmargir sem koma að þessu og fá kærar þakkir fyrir veitta aðstoð; Tommi sem græjaði flutninginn á milli landsfjórðunga, Árni „okkar“ fyrir andlegan, og veraldlegan, stuðning, Jón V. Pé sem sá um hótelmál og akstur innanbæjar fyrir litla Steina, Mummi fyrir förðunina, Árni Hrólfur fyrir jólasveinahlutverkið og síðast en ekki síst Gunni fyrir 3D skönnun og prentunina.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
arni
Póstar: 279
Skráður: 3. Okt. 2012 18:55:55

Re: Stærsta smíðaverkefni ársins!

Póstur eftir arni »

Frábært hjá þér Gunni!
Passamynd
maggikri
Póstar: 5841
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Stærsta smíðaverkefni ársins!

Póstur eftir maggikri »

Þetta er alger snilld!. Rosalega flott! Eitt orð yfir þetta er VÁ.

kv
MK
Passamynd
gunnarh
Póstar: 369
Skráður: 30. Des. 2015 00:18:15

Re: Stærsta smíðaverkefni ársins!

Póstur eftir gunnarh »

Takk fyrir þessa samantekt Sverrir, það er alltaf gaman að fara í svona verkefni þegar útkoman er miklu betri en maður hefði grunað.
Þessi málingarvinna er ótrúleg og er mjög spenntur að sjá Steina 3D fljúga í sumar.

Þakka öllu fyrir að taka þátt í þessu og held að þetta verði ekki seinasti flugmaðurinn sem verður skannaður og prentaður.
Gunnar H.
Atvinnu fiktari
Passamynd
gudjonh
Póstar: 867
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Stærsta smíðaverkefni ársins!

Póstur eftir gudjonh »

Gaman! Til lukku međ árangurinn!
Passamynd
Árni H
Póstar: 1591
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Stærsta smíðaverkefni ársins!

Póstur eftir Árni H »

Þetta er geggjað! :D
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Stærsta smíðaverkefni ársins!

Póstur eftir einarak »

Okey þetta er alveg sturlað hjá ykkur!
Svara