Fyrsta 1/1 módelið mitt

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Fyrsta 1/1 módelið mitt

Póstur eftir Þórir T »

Flott servo Björn! en einn galli á gjöf njarðar, trúlega full þungt...

Í sambandi við fyrsta flug, þá verður það eftir kaffi.... hvað svo sem það þýðir þá skilst mér að það sé frasi úr þessum flugsmíða heimi, engin önnur tímasetning gefin, en í alvöru talað, þá var stefnt að vera komin af stað með vorinu, maí júni, en miðað við hvernig þetta fer af stað, þá er held ég að það sé engin bjartsýni að það verði fyrr....
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Fyrsta 1/1 módelið mitt

Póstur eftir Sverrir »

Líst ekkert á þennan rauða lit, hvað með að hafa hana svona? ;)

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5883
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Fyrsta 1/1 módelið mitt

Póstur eftir maggikri »

Flottur. Til hamingju með gripinn
kv
MK
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Fyrsta 1/1 módelið mitt

Póstur eftir Þórir T »

Jæja, má til með að láta aðeins á mér kræla í þessum smíðaþræði, eins og menn kannski hafa tekið eftir þá er ég að setja saman fisflugvél sem heitir Skyranger V-max. Bjartsýnin var að vera kominn af stað í maí eða júní, en mér sýnist á öllu að ef veður hamlar ekki, þá verði hún floginn innan 2 vikna!! þeas í byrjun maí. Allt gengur mjög vel núna, og ég er búinn að setja tæpar 400 myndir á smíðasíðuna, endilega kíkið og kommentið, amk í gestabókina... góðar stundir. www.123.is/skyranger

mbk
Tóti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Fyrsta 1/1 módelið mitt

Póstur eftir Þórir T »

Jæja, breaking news, Skyranger flaug í kvöld, fullt af myndum komnar inn og meira á leiðinni...
www.123.is/skyranger
Passamynd
maggikri
Póstar: 5883
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Fyrsta 1/1 módelið mitt

Póstur eftir maggikri »

Flottur Tótinn, er þetta Saito 2500 mótor. Til hamingju með þetta skref. Tók enginn video af fyrsta fluginu.

kv
MK
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Fyrsta 1/1 módelið mitt

Póstur eftir Sverrir »

Til hamingju gamli minn, þú hefðir átt að renna við :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Fyrsta 1/1 módelið mitt

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Til hamingju með þetta.

Bara svona af fávískri forvitni... Hvernig ballaníserar maður svona stórt módel? Varla með vísifingrunum einum???
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Fyrsta 1/1 módelið mitt

Póstur eftir Sverrir »

Þú vigtar hvert hjól vélarinnar, mælir fjarlægðina frá föstum punkti að hjólinu(oft fremsti hluti nafarhlífarinnar).
Gæta þarf þess að vélin sé sem næst flugstefnu og að vélin sitji bein á vigtinni, þú þarft að setja undir hin hjólin til að passa það.

Nú ertu með þrjár þyngdir og tvær fjarlægðir, þessu er svo raðað inn í jöfnu og útkoman úr henni er fjarlægðin frá fasta punktinum að þyngdarmiðjunni.

Fín aðferð til að nota á stærri módel sem hefðbundnar aðferðir duga ekki á.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Fyrsta 1/1 módelið mitt

Póstur eftir Þórir T »

Sælir aftur
Þakka hamingjuóskirnar... :)

Jú Maggi minn þetta var filmað í bak og fyrir og myndað, ég er búinn að setja inn fyrsta skammt af myndum og á eftir að fá einn til tvo skammta í viðbót...
Þetta er ballenserað eins og Sverrir lýsir svo vel, hún er vigtuð og það eru til breytur fyrir "armana" á hverja vigt. Þessa vél er ekki hægt að hlaða útfyrir
þyngdarmiðju, á meðan hún er innan þyngdarmarka...
Algjör ljúflingur á flugi og ekki gerist þörf á neinum stillingum á td væng og slíku... bara gott...

mbk
Tóti
Svara