Flugsafn Íslands - sýningarbás

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Flugsafn Íslands - sýningarbás

Póstur eftir Árni H »

Þannig er að Flugsafn Íslands hefur hug á því að setja upp fastan bás með svolítilli sýningu þar sem saga flugmódelsmíða á Íslandi verður þemað. Stefnt er að því að mynd verði komin á sýningarbásinn þann 18. júní n.k., en þá er einmitt árlegur flugdagur safnsins.

Nú er spurningin sú hvort flugmódelmenn landsins lumi á góðum gripum, sem gætu sómt sér vel í ofangreindum bás. Það gæti verið fjarstýringar, verkfæri, flugmódel, teikningar, mótorar, myndir eða hvað það nú gæti verið sem leyndist í geymslum, skúmaskotum eða vinnuaðstöðum og gæti átt erindi í sýningarbásinn.

Veltið þessu fyrir ykkur, góðir hálsar, og hafið samband við Flugsafnið (flugsafn.is) nú eða mig ef því er að skipta.

Með kveðju,
Árni Hrólfur
FMFA
Passamynd
maggikri
Póstar: 5626
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Flugsafn Íslands - sýningarbás

Póstur eftir maggikri »

Góðan dag.
Gott mál. Er þetta varanlegt ? eða bara fyrir flugdaginn. Veistu það? Er með fullt af dóti sem gæti vel átt heima þarna varanlega!

kv
MK
Passamynd
stebbisam
Póstar: 179
Skráður: 24. Feb. 2018 18:55:20

Re: Flugsafn Íslands - sýningarbás

Póstur eftir stebbisam »

Gaman að þessu Árni, ég trúi ekki öðru en einhverjir góðir smiðir eigi gripi sem mundu sóma sér vel þarna.
Ég er því miður bara með þumalputta, en Þytur og félagsmenn eiga ýmislegt úr sögunni sem ætti heima á svona sýningu.
Sólarkveðjur norður í snjóinn
Barasta
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Flugsafn Íslands - sýningarbás

Póstur eftir Árni H »

Já, það er stefnt að því að þetta verði varanlegur bás á safninu - sem er hið besta mál. Svona básar og jafnvel stærri eru víða á flugsöfnum erlendis :)
Svara