Um tilurð Hamranesflugvallar fyrir okkur sem ekki vorum með þá

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Um tilurð Hamranesflugvallar fyrir okkur sem ekki vorum með þá

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Liggjandi heima í þursabiti og sörfandi stefnulaust um mitt nánasta umhverfi á veraldarvefnum, rakst ég á síðu sem reyndar er um 14 ára gömul held ég.
Ég las þetta fyrst fyrir nokkrum árum og áttaði mig þá á því hversu mikið við sem nýlega höfum komið inn í Þyt, eigum að þakka okkar forverum sem lögðu fram gríðarlega vinnu og eigin fjárhag að veði og lyftu þannig grettistaki til þess að útbúa flottasta módelflugvöll "norðan alpafjalla".
Flugvöllurinn verður tvítugur á næsta ári svo þá verða örugglega vöfflur með sultu og rjóma... og vonandi margt fleira skemmtilegt...

Þytur byggir á göfugum, traustum og góðum grunni og þó félagsstarfið liggi þessa stundina í einhverri "umgangspest" þá er engin ástæða til að kalla á prestinn því félag með svona flotta fortíð ætti að vera ódauðlegt.

Ég vil sérstaklega hvetja yngra liðið til að lesa þennan gamla pistil hans Ágústar og vera stoltir af því að tilheyra félagi sem á svona flotta fortíð.
Það verða allir sem mögulega geta að mæta á aðalfundinn, hvenær sem hann nú verður, og taka þátt í að halda starfinu áfram. (Vonandi verð ég sjálfur á landinu þá og ekki upptekinn við að plokka líffæri úr módelmönnum ;-) )


Hamranes-sagan

Já og svo....
Mundi ekki einhver nenna að taka saman sögu flugstöðvarinnar á svipaðan hátt?? Það væri gaman að setja þetta allt saman í heildræna sögu í tilefni komandi afmælis.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Um tilurð Hamranesflugvallar fyrir okkur sem ekki vorum með þá

Póstur eftir Agust »

Ég opnaði gamla skjalið og rakst strax á meinlega prentvillu. Í textanum miðjum stendur að 50 moldarhlössum hafi verið ekið á svæðið. Það er kolrangt. Í samantektinni neðar standa réttar tölur.

Grús: 1.890 m ³
Malbik: 1.130 m²
Mold: 310 bílar
Stofnkostnaður brauta (framreiknað til 1993): um 2,5 Mkr.


Margir þessara 310 bíla voru af stærstu gerð, þannig að þetta var ekkert smámagn af jarðvegi. Menn hafa verið stórhuga, bjartsýnir, óeigingjarnir og duglegir :)

Hver skyldi framreiknaður stofnkostnaður vera í dag?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Um tilurð Hamranesflugvallar fyrir okkur sem ekki vorum með þá

Póstur eftir Ingþór »

rúmar þrjár
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Um tilurð Hamranesflugvallar fyrir okkur sem ekki vorum með þá

Póstur eftir Agust »

Skv. fasteignamati ríkisins http://www.fmr.is/?PageID=374


Byggingavísitala í febrúar 2007 364,5

Byggingavísitala í febrúar 1993 189,8

2,5 Mkr x 364,5 / 189,8 = 4,8 Mkr.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Um tilurð Hamranesflugvallar fyrir okkur sem ekki vorum með þá

Póstur eftir Ingþór »

Skv Lánskjaravísitölu (sem var notuð til að framreikna þriðja lið vallarreglna) http://www.glitnir.is/Markadir/visitolu ... ?index=LKJ

Lánskjaravísitala í Janúar 1988 - 1.913 (1.150.000 kr.-)

Lánskjaravísitala í Apríl 1993 - 3.278 (1.970.569 kr.-)

Lánskjaravísitala í Febrúar 2006 - 5270 (3.168.061 kr.-)


1,15 Mkr. x 1913 / 5270 = 3,17 Mkr.
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Um tilurð Hamranesflugvallar fyrir okkur sem ekki vorum með þá

Póstur eftir Sverrir »

Annars má líka benda á það að frá apríl 1995 var hætt að nota lánskjaravísitölu til að verðtryggja nýjar fjárskuldbindingar en vísitala neysluverðs til verðtryggingar notuð í staðinn en það er ekki mikill munur á tölunum :)

jan 88 = 1.913 1.150.000
mar95 = 3.402 2.045.112
eftir það var farið að nota vísitölu neysluverðs
mar95 = 172.0 2.045.112
feb 07 = 268.0 3.186.569

Því mætti til gamans beita byggingarvísitölu á stofnupphæðina
jan 88 107,9 1.150.000
feb 07 364,5 3.884.847


En svona fyrir utan þessa reiknileikfimi, myndu 46 manns í dag vera tilbúnir að leggja fram á bilinu 85-105 þús. kr til að byggja upp nýjan flugvöll?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 6045
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Um tilurð Hamranesflugvallar fyrir okkur sem ekki vorum með þá

Póstur eftir maggikri »

Ágúst og Ingþór, þið eruð bara í smápeningunum, varðandi verðmat á vellinum. Svona völlur eins og Hamranes væri alveg örugglega ekki undir 10-15 milljónum. Þá er ég að tala um flugvöllinn og flugvallarsvæðið sjálft sem er ekki ódýrara, allt grassvæðið er gríðarlega verðmætt
kv
MK
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Um tilurð Hamranesflugvallar fyrir okkur sem ekki vorum með þá

Póstur eftir Agust »

Í textanum stendur:

"Brautryðjendurnir voru alls 46 og lögðu þeir fram kr. 1.150.000,-, sem jafngildir í dag (1993) um kr. 2.000.000,-."

og síðar:

"Stofnkostnaður brauta (framreiknað til 1993): um 2,5 Mkr". Þess vegna notaði ég hærri töluna.

Væntanlega hefur stofnkostnaður verið hærri en framlag félaga. Við vorum duglegir að afla fjár með því að hafa mjög myndarlegar flugsýningar sem við seldum inn á. Þetta voru ekki bara módelflugsýningar, heldur "alvöru" flugsýningar með fjölmörgum 1:1 flugvélum, allt upp í farþegaþotur. Einnig lagði Þytur fram kr. 95.385.

Við flugvallargerðina kom vel í ljós að maður þekkti mann sem þekkti mann sem var tilbúinn að gera hlutina ódýrt. Þannig varð kostnaðurinn miklu lægri en ella hefði verið.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara