Hleðslutæki fyrir Lipo batterý

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Nonni
Póstar: 22
Skráður: 10. Apr. 2012 21:52:29

Hleðslutæki fyrir Lipo batterý

Póstur eftir Nonni »

Daginn.

Hvernig hleðslutæki mælið þið með til að hlaða Lipo batterý ?
Og einnig, eru þið með hleðslutæki á ykkur þegar þið eruð á vellinum, eða komið með tonn af hlöðnum batterýum ?

Kveðja, Jón
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hleðslutæki fyrir Lipo batterý

Póstur eftir Sverrir »

Bara þeim sem virka! ;)

Það er misjafnt hvað menn gera á vellinum, fyrir flest venjulega kvöld þá lætur maður kannski 3 pakka duga en ef það er lengra úthald þá er hleðslutækið með í för og skellt inn á rafhlöðurnar á milli fluga.

Heyrðu í Jóni V. Pé hann á örugglega til fínt tæki handa þér, sími 895 7380.
Icelandic Volcano Yeti
lulli
Póstar: 1235
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Hleðslutæki fyrir Lipo batterý

Póstur eftir lulli »

Sæll Jón.
Kannski ein gagnspurning fyrst, hvaða cellufjölda þú ert að vinna með og hvort það sé prop eða edf (edf eru straumfrek)

Jæja, gefum okkur að þú sért með 3-6 cellu prop .þá er 250w og yfir að gera góða hluti og ef þú mætir með 3 x lipo hlaðnar rafhlöður á völlinn geturðu haldið út allan daginn td ein sé í loftinu ein í kælingu og ein í hleðslu - að því gefnu að rafgeymirinn í bílnum þínum sé heilsuhraustur.

Fyrir smæri rafhlöður td 2-3 cellur og ekki mörg Amp þá eru til sniðug hleðslutæki sem taka nokkur batterí í einu.

Nafni þinn hérna á spjallinu átti til nokkur hleðslutæki ,ný í kassanum síðast þegar ég vissi @Jón V áttu ekki eitthvað sniðugt?...
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Nonni
Póstar: 22
Skráður: 10. Apr. 2012 21:52:29

Re: Hleðslutæki fyrir Lipo batterý

Póstur eftir Nonni »

Takk fyrir svörin.
Skrapp til Jóns og fékk tæki :)
Svara