Ég las þetta fyrst fyrir nokkrum árum og áttaði mig þá á því hversu mikið við sem nýlega höfum komið inn í Þyt, eigum að þakka okkar forverum sem lögðu fram gríðarlega vinnu og eigin fjárhag að veði og lyftu þannig grettistaki til þess að útbúa flottasta módelflugvöll "norðan alpafjalla".
Flugvöllurinn verður tvítugur á næsta ári svo þá verða örugglega vöfflur með sultu og rjóma... og vonandi margt fleira skemmtilegt...
Þytur byggir á göfugum, traustum og góðum grunni og þó félagsstarfið liggi þessa stundina í einhverri "umgangspest" þá er engin ástæða til að kalla á prestinn því félag með svona flotta fortíð ætti að vera ódauðlegt.
Ég vil sérstaklega hvetja yngra liðið til að lesa þennan gamla pistil hans Ágústar og vera stoltir af því að tilheyra félagi sem á svona flotta fortíð.
Það verða allir sem mögulega geta að mæta á aðalfundinn, hvenær sem hann nú verður, og taka þátt í að halda starfinu áfram. (Vonandi verð ég sjálfur á landinu þá og ekki upptekinn við að plokka líffæri úr módelmönnum

Hamranes-sagan
Já og svo....
Mundi ekki einhver nenna að taka saman sögu flugstöðvarinnar á svipaðan hátt?? Það væri gaman að setja þetta allt saman í heildræna sögu í tilefni komandi afmælis.