Á staðnum verða léttar veitingar, kaffi og vöfflur. Sjóðandi heitt grill verður á staðnum ef einhver vill grilla sér snarl eftir flugkomuna en við munum ekki í þetta sinn verða með grillveislu á vegum FMFA þannig að matseðillinn verður í höndum hvers og eins. Einnig verður ölskápurinn opinn svo lítið beri á og hægt að nálgast eðalölið Kalda gegn vægu gjaldi.
Hafnar eru samningaumleitanir við veðurguðina, sem virðast vera eitthvað í nöp við norðanpilta þetta árið. Meira um það síðar

Svona var svo umhorfs í fyrra:
Með kveðju,
Árni Hrólfur