tíðnir

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: tíðnir

Póstur eftir einarak »

smá pæling varðandi cristala... ég er með multiplex 35mhz stýringu, og mótakara, á kristalnum í stýringunni stendur So75 öðru megin, en mpx-fm 17.575 hinu megin... er ekki rétt hjá mér að þá er ég á 35.75mhz??

betra að hafa þetta á hreinu :D
Passamynd
Gaui
Póstar: 3853
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: tíðnir

Póstur eftir Gaui »

Einar

Ef þú ert á rás 75, þá ertu með tíðnina 35,150. Þú verður að komast í tæri við einhvern með tíðnivaka til að sjá nákvæmlega á hvaða rás þú ert. Við eigum svoleiðis hér fyrir norðan og það eru vafalaust einhverjir sem eiga þá fyrir sunnan. Þeir fást t.d. hjá Sussex Model Centre í englandi og kosta um 50 pund:

http://www.sussex-model-centre.co.uk/sh ... sp?id=5393

Eins og þú sérð á myndinni af tíðnispjaldinu góða, þá er ekkert til sem heitir 35,75. Tíðnirnar sem við höfum heimild til að nota eru frá 34,950 til 35,300.

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: tíðnir

Póstur eftir Agust »

Sendikristallar fyrir 35MHz sveifla yfirleitt á hálfri senditíðninni. Í sendinum er tíðni-tvöfaldari. 17,575 x 2 = 35,150 MHz

Mig minnir að ég hafi séð svona tíðnivaka í Tómó s.l. haust. (Í háa glerskápnum þar sem t.d. hleðslutækin eru).
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: tíðnir

Póstur eftir einarak »

Þetta breytir svsem ekki máli í bili...


p.s. 35.150 er laus :D
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: tíðnir

Póstur eftir benedikt »

Svo er bara að hætta þessu tíðniveseni og fá sér bara svona:

http://www.spektrumrc.com/

þetta er allavega að verða ansi vinsælt úti, þar sem er aðeins meira um að menn séu á sömu tíðnum.
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Gaui
Póstar: 3853
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: tíðnir

Póstur eftir Gaui »

Það vantar bara að einhver innflytjandi nái sér í eina græju og sendi hana til radíóeftirlitsins og þeir þurfa að gefa vottun á hana og þá má flytja inn. Þannig var það alla vega fyrir nokkrum árum og ég geri ráð fyrir að þannig sé þetta ennþá (leiðréttið mig ef ég fer með dellu).

EKKI PANTA SVONA GRÆJU OG HALDA AÐ ÞIÐ NÁIÐ AÐ KOMA HENNI Í GEGNUM TOLLINN (ég nota hástafi til áhersluauka). Þessir sendar hafa ekki verið prófaðir af einhverri ríkisstofnun og fá því ekki fluttir inn. Þið endið bara með móttakara og fjögur (mjög dýr) servó og tollurinn setur sendinn í kremjarann.

Breska radíóeftirlitið samþykkti þessa senda í desember síðastliðnum, en þeir eru menn með vit sem taka ábendingum og rökum. Íslenskir embættismenn hafa ekki gert það hingað til.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: tíðnir

Póstur eftir Agust »

Það er kanski ekki erfitt að fá leyfi fyrir svona búnaði. Tækin nota tíðnisvið sem er samnýtt af ýmisskonar þjónustu, m.a þráðlausum tölvunetum og Internetdreifingaraðilum (t.d. Emax). Sjá http://www.pta.is/upload/files/MHZ270606.pdf (Bls. 14).

Sjá einnig http://www.spektrumrc.com/Content/PDF/S ... ctions.pdf
Tíðnisviðið er 2,400 2,4835 GHz og sendiaflið aðeins 10 mW. (Eru ekki þráðlaus tölvunet WLAN ekki allt að 100mW?)



Sjá http://www.spektrumrc.com/Content/PDF/d ... nglish.pdf bls. 2. Þar stendur
Parkflyers Only
The DX6 system is designed for parkflyer type aircraft only. This includes all forms of compact electric and
non-powered airplanes as well as micro electric helicopters. While the system has more than adequate range for
these types of aircraft, it is imperative that the system not be used in larger aircraft that could exceed the range".

Ég hef einna mestar áhyggjur af drægni fjarstýringarinnar. "Free space" deyfing á 2,4GHz er töluvert meiri en á 35MHz.

Gaui, hefur LMA samþykkt þessar græjur fyrir sitt leyti?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: tíðnir

Póstur eftir benedikt »

samt skrítið...í FAQ hjá þeim

DX7
What is the range of the DX7 and can I fly large-scale airplanes and large gas or glow-powered helicopters with the system?
The DX7's range is beyond visual limits allowing even giant scale airplanes and unlimited class sailplanes to be flown to the limits of sight. The AR7000 receiver incorporates a second remotely mounted receiver that sees a slightly different RF environment. This remote receiver is the key that allows sophisticated aircraft of all sizes and types to maintain a solid RF link out to the limits of sight.
...

En .. .ef maður skoðar Runryder.com - og leitar að spectrum - þá eru nokkrar sögur af skrítnum hlutum sem menn hafa lent í
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Gaui
Póstar: 3853
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: tíðnir

Póstur eftir Gaui »

LMA fjallaði um þessa nýju gerð af tækjum á fundi í janúar og þar var samþykkt að heimila ekki not á þessari nýju bylgjulengd fyrir módel sem eru yfir 20 kg. Slík módel þurfa að uppfyllla ýmis skilyrði um tvöfaldan búnað og öryggisstaðla sem LMA og CAA (flugmálastjórn í Englandi) hafa sett. Tekið er fram að eftir frekari rannsóknir og reynslu verði hugsanlega hægt að breyta þessum reglum í samráði við CAA, enda eru flugmódel sem eru yfir 20kg skilgreind sem flugför og þurfa heimildir flugmálastjórnar til að fljúga.

Það má lesa nánar um þetta hér:
http://www.largemodelassociation.com/2.4GHz-report.htm
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: tíðnir

Póstur eftir Agust »

2,4 GHz: Festina lente bene est
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara