Notaðir dagar, uppboð, grill

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Notaðir dagar, uppboð, grill

Póstur eftir Sverrir »

Til stendur að smala saman öllu notuðu sem er til sölu, halda uppboð út á Hamranesi, grilla pylsur og fleira skemmtilegt. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru vinsamlegast beðnir um að skoða hvað þeir eiga til og hvað þeir gætu hugsað sér að selja af því.

Þá væri fínt að skrifa þær upplýsingar niður á blað hvað er í vélunum, mótor, aldur, servo, mikið/lítið flogin og fleira sem skiptir máli. Að sjálfsögðu þarf ekki bara að selja flugvélar heldur er einnig opið fyrir sölu á mótorum, fjarstýringum og öðru sem tilheyrir sportinu.

Þessum upplýsingum er menn svo beðnir um að koma til Þrastar, annað hvort með því að senda honum tölvupóst, howdy@itn.is, eða koma listanum til hans með öðru móti. Reynt verður að halda uppboðið í maí og verður það auglýst nánar þegar nær dregur, fylgist því vel með á Netinu á næstunni.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5883
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Notaðir dagar, uppboð, grill

Póstur eftir maggikri »

Góð hugmynd. Hvenær á svo að starta þessu heldurðuuuuuuuuuuu?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Notaðir dagar, uppboð, grill

Póstur eftir Sverrir »

Þú ættir að ræða það við Þröst.
Icelandic Volcano Yeti
Svara