Módelflug og amatörradíó . . .

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Módelflug og amatörradíó . . .

Póstur eftir Agust »

Sælir félagar.

Ég hef verið félagi í Þyt síðan 1985 eða svo og notið þess vel. Síðustu ár hef ég þó ekki flogið mikið, en stundum þó og þá við sumarbústaðinn.

Við notum auðvitað radíó til að fjarstýra flugmódelum okkar og margir hafa haldgóða þekkingu á ýmsu sem viðkemur radíótækni. Um tuttugu árum áður en ég gerðist félagi í Þyt gerðist ég félagi í öðru félagi sem nefnist "Félag Íslenskra Radíóamatöra", eða IRA. Það er ekki tilviljun að lengi hafa allnokkrir módelflugmenn verið í báðum þessara félaga, enda smíðuðu menn sjálfir radíófjarstýringar sínar á árdögum módelflugsins eins og margir vita.

Ef einhver skyldi vera forvitinn um IRA, þá eru hér nokkrar upplýsingar:

Vefsíða: http://www.ira.is/
Þar er hægt að finna ýmsan fróðleik um radíótækni. Félagið gefur út um 4 vegleg tíamrit á ári og má finna krækjur að þeim sem pdf á vefsíðunni. Þar er heilmikið annað sem gaman og fróðlegt er að gramsa í.

Félagsheimilið er í húsi við sjóinn á Skeljanesi og er auðþekkt á stórum og miklum loftnetum. Þar er opið hús á fimmtudagskvöldum klukkan 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið. Kallmerki félagsins TF3IRA er við innganginn í húsið. Þeir sem eru forvitnir og vilja kynnast félaginu betur eru velkomnir í heimsókn. Bara kynna sig og skýra frá erindinu. Fá einhvern til að sýna sér fjarskiptaherbergið þar sem er búnaður til að hafa fjarskipti um allan heim, meðal annars um gervihnöttinn OSCAR-100 sem er í um 20.000 kílómetra hæð. Ágætt er að vera búinn að undirbúa sig aðeins með því að skoða vefsíðuna, þá veit maður betur hvað mann langar að spyrja um!

Einhverjir muna kannski eftir því að fyrir allnokkrum árum heimsótti hópur radíóamatöra okkur eitt góðviðriskvöld á Hamranesi.

Vissuð þið að radíóamatörar hafa átt um 100 gervihnetti á braut umhverfis jörðu? Sá fyrsti þegar árið 1961. Nokkuð ótrúlegt, en satt!
https://www.amsat.org/orbiting-satellit ... eur-radio/

Með kveðju, eða 73 eins og radíóamatörar segja.
Ágúst, TF3OM
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
stebbisam
Póstar: 178
Skráður: 24. Feb. 2018 18:55:20

Re: Módelflug og amatörradíó . . .

Póstur eftir stebbisam »

Fróðlegur póstur hjá þér Ágúst. Við erum nokkrir dellukallar sem höfum verið virkir í báðum þessum félögum.
Þess má geta að margir radíóamatörar sáu um fjarskipti fyrir Almannavarnir á árum áður sem oft tengdist flugi.
Set hérna til gamans mynd frá Ísafirði þegar ég fór með Axel og Kristni á TF-ESS til að setja upp endurvarpa fyrir Almannavarnir.
Axel Sölvason TF3AX heitinn var mjög virkur módelmaður.

Kveðjur, 73, TF3SE
EssIfj.jpg
EssIfj.jpg (46.66 KiB) Skoðað 165 sinnum
Barasta
Svara