Mors - 2.október 2022 - Forkeppni HM, seinni dagur

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Mors - 2.október 2022 - Forkeppni HM, seinni dagur

Póstur eftir Sverrir »

Dagurinn rann upp bjartur og fagur og fyrir lá að bruna niður á Mors að fljúga þar. Mæting var kl. 9 og þá þegar var komin góður og stöðugur vindur beint á brekku. Guðjón átti fyrsta flug annarrar umferðar og um miðbik þess þá söknuðum við Árna trjáfótungs Finnbogasonar þegar samband rofnaði við vélina hans Guðjóns og hún endaði í hæsta trénu á svæðinu.

Eftir smá leit fundum við vélina loksins en það sást rétt svo í bláendann á öðru hæðarstýrinu frá jörðinni. Eftir að hafa brotist í gegnum trjálínuna enduðum við inn í litlum trjálundi og ekki var uppgangan gæfulegu á fúnu trénu. Fyrir algjöra guðs lukku þá var stigi upp við annað tré í næsta nágrenni sem við gátum gripið til handargagns og eftir að hafa tekið liðsstjóraákvörðun þá var Elli kallaður inn úr bakvarðarsveitinni og sendur upp í tréð. :D

Eftir mikið brölt og alls konar tilfæringar tókst honum að brjóta sér leið upp úr trjákrónunni og koma höndum á vélina hans Guðjóns. Ekki náðist að slaka henni niður til Guðjóns svo hún varð að fá að gossa síðasta hálfa metrann og þegar Guðjón kemur höndum á vélina þá sker hann sig í lófanum á afturenda vængsins sem er ekki mikið þykkri en rakvélarblað. Eftir að hafa gert að sárum hans þá mætti úrkomubakki á svæðið og hlé var gert á keppni í 27 mínútur, þrem mínútum lengur og það hefði þurft að skipta umferðinni upp í hópa og byrja aftur á þriðju hópnum.

Þar sem heldur var farið að færast mikið fjör í leikinn hjá Kára þá gengu umferðirnar nokkuð hratt fyrir sig eða um einn klukkutíma og fjörutíu og fimm mínútur þannig að við náðum að fljúga þrjár umferðir í dag og þá fjórar umferðir í heildina. Loka niðurstaðan varð sú að Guðjón varð í 55. sæti þar sem hann náði ekki að fljúga í dag, Elli varð í 52. sæti og ég varð í 49. sæti.

Strákarnir hentu mér svo út á miðri leið heim, þar sem ég hitti Espen vin okkar frá Noregi og við urðum svo samferða á liðsstjórafund sem haldinn var í höfuðstöðvum mótshaldaranna ekki langt frá Thisted. Eftir fundinn þurftum við svo að taka strikið beint upp í Hanstholm svo við gætum náð í setningarathöfnina í tíma og þar hitt ég Guðjón og Ella en þeir höfuð fengið far með hinum hluta norska liðsins. Eftir setninguna skelltum við okkur svo í pizzu áður en haldið var heim á leið.
Viðhengi
IMG_1318.jpg
IMG_1318.jpg (213.47 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1320.jpg
IMG_1320.jpg (389.74 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1321.jpg
IMG_1321.jpg (365.84 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1325.jpg
IMG_1325.jpg (402.05 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1329.jpg
IMG_1329.jpg (338.72 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1329a_elli_IMG20221002093619.jpg
IMG_1329a_elli_IMG20221002093619.jpg (397.6 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1329b_elliIMG20221002093615.jpg
IMG_1329b_elliIMG20221002093615.jpg (218.28 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1330.jpg
IMG_1330.jpg (457.26 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1332.jpg
IMG_1332.jpg (184.03 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1332b.jpg
IMG_1332b.jpg (159.76 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1333_gudjon_20221002_135852.jpg
IMG_1333_gudjon_20221002_135852.jpg (321.67 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1336.jpg
IMG_1336.jpg (168.82 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1342.jpg
IMG_1342.jpg (125.82 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1345.jpg
IMG_1345.jpg (194.29 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1348.jpg
IMG_1348.jpg (150.72 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1354.jpg
IMG_1354.jpg (339.12 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1359.jpg
IMG_1359.jpg (180.86 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1362.jpg
IMG_1362.jpg (290.97 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1363_gudjon_20221002_125613.jpg
IMG_1363_gudjon_20221002_125613.jpg (361.93 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1368.jpg
IMG_1368.jpg (180.38 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1375.jpg
IMG_1375.jpg (232.9 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1379.jpg
IMG_1379.jpg (136.14 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1384.jpg
IMG_1384.jpg (329.01 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1386.jpg
IMG_1386.jpg (294.42 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1388.jpg
IMG_1388.jpg (134.18 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1391_elli_IMG20221002185732.jpg
IMG_1391_elli_IMG20221002185732.jpg (128.32 KiB) Skoðað 163 sinnum
IMG_1392.jpg
IMG_1392.jpg (220.89 KiB) Skoðað 163 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mors - 2.október 2022 - Forkeppni HM, seinni dagur

Póstur eftir Sverrir »

Blóðugasta vídeóið hingað til!!! :shock: :shock: :shock:

Icelandic Volcano Yeti
Svara