Nýjar reglur um flugmódel á Íslandi

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
JohannThor
Póstar: 4
Skráður: 14. Des. 2018 00:03:08

Nýjar reglur um flugmódel á Íslandi

Póstur eftir JohannThor »

Góðan daginn

Ég flýg töluvert úti á landi og var að rekast á nýju próftökusíðuna hjá Samgöngustofu, https://flydrone.is/.
Nú virðist hugtakið "dróni" vera skilgreint þannig að það innifeli flugmódel, auk þess virðast öll módel yfir 250gr þurfa að bera "fjarauðkennis- og rýmisvitundarkerfi".

Hvernig er fólk að túlka þessar reglur, hefur eitthvað fengist beint frá Samgöngustofu, og eru einhverjir búnir að taka prófið?
Síðan hjá þeim er í einhverjum byrjunarerfiðleikum svo ég náði ekki að reyna við það sjálfur.
Passamynd
gunnarh
Póstar: 366
Skráður: 30. Des. 2015 00:18:15

Re: Nýjar reglur um flugmódel á Íslandi

Póstur eftir gunnarh »

Var að lesa aðeins

dróni no kk = fjarstýrt, ómannað tæki sem flýgur um, flygildi https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/61385



Hverjir þurfa að skrá dróna?
Einungis þeir sem hyggjast nota dróna í atvinnuskyni þurfa að skrá dróna.
Þetta á við um svo sem atvinnuljósmyndara, fréttamenn, vísindamenn í rannsóknarvinnu, verkfræðistofur, fasteignasölur o.s.frv..
Skráningin fer fram á síðu Samgöngustofu og er ókeypis. Hægt er að skrá drónann hér.

Er skylda að skrá dróna?
- Tómstundaflug: Ekki þarf að skrá dróna
- Atvinnuflug: Dróni er skráningarskyldur, þ.m.t. drónar sem notaðir eru í rannsóknaskyni.
- Hægt er að skrá dróna sem notaðir eru í atvinnuskyni hér.

https://www.samgongustofa.is/flug/fjars ... -um-drona/
Gunnar H.
Atvinnu fiktari
Passamynd
JohannThor
Póstar: 4
Skráður: 14. Des. 2018 00:03:08

Re: Nýjar reglur um flugmódel á Íslandi

Póstur eftir JohannThor »

Ok, svo að allar þessar reglugerðabreytingar og takmarkanir eiga eingöngu við loftför sem notuð eru í atvinnuskyni?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11440
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nýjar reglur um flugmódel á Íslandi

Póstur eftir Sverrir »

Sjá reglugerð 990/2017 en þar kemur þetta vel fram.

3. gr.
Orðskýringar.
Fjarstýrt loftfar (dróni eða flugmódel): Ómannað loftfar sem er fjarstýrt þ.e. flogið með notkun fjarstýribúnaðar.

Svo í SoS hjá SGS segja þeir
Hvað er dróni?
Dróni er ómannað loftfar sem er fjarstýrt, því er flogið með notkun fjarstýribúnaðar.
Hvar ertu að sjá talað um „fjarauðkennis- og rýmisvitundarkerfi“ ?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
JohannThor
Póstar: 4
Skráður: 14. Des. 2018 00:03:08

Re: Nýjar reglur um flugmódel á Íslandi

Póstur eftir JohannThor »

Þetta er að finna í námsefni til þessara A1/A3 réttinda.
Nýjar tæknilegar kröfur eiga nú við dróna ­­– það verður að smíða þá eftir ákveðnum reglum. Dróni sem uppfyllir þessar kröfur er CE vottaður, sem þýðir að framleiðandi eða innflytjandi staðfesta að dróninn uppfylli og samræmist kröfum Evrópusambandsins, ESB, um heilbrigði, umhverfi og öryggi. Drónar verða að hafa flokkunarauðkenni í samræmi við tæknilýsingar þeirra. Þessar tækniforskriftir skiptast í svokallaða C flokka, C0, C1, C2, C3, C4, C5 og C6. Dæmi um kröfu er að það verður að vera hægt að bera kennsl á dróna úr fjarlægð með fjarauðkenningarbúnaði og ákvarða staðsetningu þeirra, hæð, hraða og flugferil.
Passamynd
JohannThor
Póstar: 4
Skráður: 14. Des. 2018 00:03:08

Re: Nýjar reglur um flugmódel á Íslandi

Póstur eftir JohannThor »

Um rýmisvitund. Ástæðan fyrir því að ég er að hnýta í þetta er einmitt að ég hef hvergi séð minnst á þetta áður í reglugerðum, og þetta hljómar eins og "Remote ID" sem er að fara illa með áhugamenn í Bandaríkjunum t.d.
Með nýju reglunum verða allir drónar í opna flokknum í flokkum C1, C2 og C3 að vera útbúin rýmisvitundarkerfi (geo-awareness system). Þessi búnaður á að gera fjarflugmanni kleift að fá stöðugar upplýsingar um takmarkanir í loftrýminu miðað við staðsetningu og hæð drónans. Að auki getur búnaðurinn gefið til kynna ef reglur um loftrými eru brotnar. Eftir sem áður ber fjarflugmaðurinn alltaf fulla ábyrgð á að flugið sé framkvæmt á öruggan hátt og í samræmi við reglur.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11440
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nýjar reglur um flugmódel á Íslandi

Póstur eftir Sverrir »

Ok, svona að því gefnu að ekkert hafi breyst frá því að ég skoðaði þetta síðast þá mun þetta eiga við um fjöldaframleidd loftför, alla vega til að byrja með og það er gefinn frestur til 1. janúar 2024 til að fara eftir þessu fyrir framleiðendur. Fjarstýrð loftför undir 25 kg sem eru ekki með neina sjálfvirka stjórn, fyrir utan stöðugleikabúnað, eru undanþeginn þessari kröfu.

Frakkarnir eru, eða á leiðinni, með þessa skyldu hjá sér og þar hafa framtakssamir flugmódelmenn græjað þetta fyrir örfáar Evrur finn þann tengil ekki í augnablikinu en og hérna er önnur ódýr útfærsla.

Já, þeir voru að missa sig dálítið í þessum pælingum vestanhafs, gott ef það átti ekki að vera krafist stöðugs internetsambands og flugmaður ábyrgur fyrir því að svo væri en AMA var að reyna að toga í bremsuna og hefur orðið eitthvað ágengt skilst mér.

Annars er áhugavert skráningargjaldið hér heima, ég hef tekið þessi/svipuð réttindi í Danmörku*, Frakklandi*, Bretlandi og svo frá Lúxemborg og þar hefur ekki verið rukkað fyrir þau.
* Eldri skráning fyrir gildistöku nýju reglugerðarinnar
Icelandic Volcano Yeti
Svara