SKYLARK

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 11

Þegar kemur að frágangi og fjarstýringu, þá er maður að hamast við alls konar verk í langan tíma og það sérst í rauninni ekkert eftir mann. Þetta er afar pirrandi tími, en maður verður bara að halda sér við efnið.

Hér eru fjarstýrigræjurnar sem þurfa að fara inn í módelið. Í raun vantar eitt servó á þessa mynd.
IMG_8284.JPG
IMG_8284.JPG (141.87 KiB) Skoðað 617 sinnum
Servóin í vængnum rétt passa í og ég bara límdi þau á sinn stað. Í raun held ég að þau muni skaga smávegis upp í dúkinn, en það gerir svosem ekkert til.
IMG_8285.JPG
IMG_8285.JPG (162.75 KiB) Skoðað 617 sinnum
Það var höfuðverkur að þræða leiðslurnar inn í vængrótina, en það tókst og nú er þetta tilbúið. Leiðbeiningarnar tala ekkert um að setja glerfíber á samskeytin, en ég held ég geri það samt, bara svona upp á öryggið.
IMG_8287.JPG
IMG_8287.JPG (156.55 KiB) Skoðað 617 sinnum
Þessi þrjú servó koma ofan í skrokkinn, en ég gleymdi að hafa með skrúfur til að festa þau, svo það verður að bíða þar til síðar.
IMG_8288.JPG
IMG_8288.JPG (158.03 KiB) Skoðað 617 sinnum
Ég pinnaði stélið á og festi vænginn með teygjum til að sjá hvernig þetta kemur til með að líta út. Stikan við hliðina á skrokknum er einn metri.
IMG_8291.JPG
IMG_8291.JPG (147.02 KiB) Skoðað 617 sinnum
Og hér er gat fyrir toglínu. Innan í þessu gati verður pinni sem hægt er að draga út með þriðja servóinu. Það verður að byrja flugtog a einhverju auðveldu!
IMG_8292.JPG
IMG_8292.JPG (134.92 KiB) Skoðað 617 sinnum
Meira seinna.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 12

Ýmis smáverk, sem eru samt svo tímafrek.

Hér er servóið fyrir togkrókinn komið á sinn stað og vírinn í rörið.
IMG_8293.JPG
IMG_8293.JPG (139.88 KiB) Skoðað 596 sinnum
Ég setti rofann á góðan stað, en uppgötvaði svo að hann var næstum því fyrir vírnum í togkrókinn. En það slapp.
IMG_8295.JPG
IMG_8295.JPG (141.36 KiB) Skoðað 596 sinnum
Hér sést svo hvar vírinn er rétt innan við gatið. Ég prófaði að setja bandlykkju undir hann og hann virkaði eins og píanó.
IMG_8297.JPG
IMG_8297.JPG (141.48 KiB) Skoðað 596 sinnum
Leiðbeiningarnar nefna ekki glerfíber á vængrótina, en þar sem ég átti fíberband og epoxy ákvað ég að setja hann samt. Lítur út fyrir að virka vel.
IMG_8301.JPG
IMG_8301.JPG (164.55 KiB) Skoðað 596 sinnum
Ég klippti til flugmannsglerið þar til það passaði og fann til gamlan flugmann sem ég er búinn að eiga í fjölda ára. Hann passar í klefann þó fluggallinn sé kannski ekki alveg réttur miðað við svifflugu. Nú þarf ég bara að sletta á hann smá málningu.
IMG_8307.JPG
IMG_8307.JPG (128.89 KiB) Skoðað 596 sinnum
Stýrisstangir tengdar á hliðarstýri og hæðarstýri. Þetta hefði ekki passað svona flott ef ég hefði mælt það með nákvæmu mælitæki. Armarnir snertast ekki, en það er bara brot úr millimetra á milli þeirra.
IMG_8310.JPG
IMG_8310.JPG (141.12 KiB) Skoðað 596 sinnum
Meira síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 13

Meira núna.

Sullaði slatta af léttsparsli í misfellur á skrokknum.
IMG_8312.JPG
IMG_8312.JPG (163.75 KiB) Skoðað 585 sinnum
Hástartkrókurinn kominn á sinn stað. Ég ákvap að setja hann til hliðar við skíðið sem kemur undir miðjan skrokkinn. Þetta ætti að vera alveg í fullkomnu lagi.
IMG_8315.JPG
IMG_8315.JPG (142.48 KiB) Skoðað 585 sinnum
Ég var ekki alveg fullkomlega ánægður með festingarnar fyrir vængteygjurnar, svo ég skellti trekanntlistum í hornin til að styrkja þetta betur og tengja festingarnar við krossviðar rifin í skrokknum.
IMG_8317.JPG
IMG_8317.JPG (147.24 KiB) Skoðað 585 sinnum
Og hérna er ég búinn að skera ofan af þeim og flútta við vængsætið.
IMG_8320.JPG
IMG_8320.JPG (116.28 KiB) Skoðað 585 sinnum
Seinni umferð af epoxý kvoðu komin á glerfíber borðann. Þegar þetta er orðið hart ætla ég að smyrja léttsparsli á það og pússa svo niður til að fá alveg slétt yfirborð.
IMG_8322.JPG
IMG_8322.JPG (164.46 KiB) Skoðað 585 sinnum
Meira síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 14

Byrjað að klæða.

Fyrst þarf að sulla léttsparslinu yfir epoxýdúkinn. Eina leiðin til að gera þetta almennilega var að setja smá vatn í sparslið til að fá það nógu mjúkt. Svo hrærði ég smá í því og gat svo nuddað því á dúkinn.
IMG_8325.JPG
IMG_8325.JPG (144.13 KiB) Skoðað 570 sinnum
Leiðbeiningarnar segja að besta klæðningarefnið á skrokkinn sé Oratex. Ég byrjaði á því að setja smávegis hvítt undir skrokkinn.
IMG_8326.JPG
IMG_8326.JPG (136.41 KiB) Skoðað 570 sinnum
Svo klippti ég til glóaldingulan bút sem passar á aðra skrokkhliðina.
IMG_8327.JPG
IMG_8327.JPG (153.21 KiB) Skoðað 570 sinnum
Og hér er vinstri hliðin klædd og komin á ról. Oratex er uppáhalds klæðningarefnið mitt. Aðal trixið er að hafa straujárnið nógu heitt (160 á járninu mínu -- veit ekki hvort þetta er gráður eða hvað) og láta það aldrei stoppa mjög lengi á sama stað.
IMG_8328.JPG
IMG_8328.JPG (165.45 KiB) Skoðað 570 sinnum
Meira seinna.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 15

Meiri klæðning á skrokkinn.

Skrokkurinn klæddur.
IMG_8332.JPG
IMG_8332.JPG (168.95 KiB) Skoðað 540 sinnum
Og flugmannsklefinn.
IMG_8333.JPG
IMG_8333.JPG (118.45 KiB) Skoðað 540 sinnum
Sparslið á vængmiðjunni pússað.
IMG_8335.JPG
IMG_8335.JPG (167.97 KiB) Skoðað 540 sinnum
Og hér sést glefíber styrkingin pússuð og fín.
IMG_8336.JPG
IMG_8336.JPG (141.7 KiB) Skoðað 540 sinnum
Hér er ég að byrja að klæða vænginn. Ég ætlaði að hafa hann hvítan að neðan, en ég átti ekki nóg, svo hann verður hvítur þar sem hallastýrið er en annars glóaldingulur.
IMG_8338.JPG
IMG_8338.JPG (162.99 KiB) Skoðað 540 sinnum
Meira síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 16

Stél og vængur

Nú er komið að því að klæða stélið og svo (líklega á morgun) setja það á skrokkinn. æEg ætla ekki að setja neinar tilbúnar lamir á stýrin, heldur verða þau skáskorin að framan og svo nota ég ræmur af Oratex til að setja þau á. Hér sést hvernig stýrin eru skáskorin.
IMG_8342.JPG
IMG_8342.JPG (162.94 KiB) Skoðað 526 sinnum
Stélkambur og hliðarstýri klædd:
IMG_8343.JPG
IMG_8343.JPG (155.46 KiB) Skoðað 526 sinnum
Báðir vængendar eru nú hvítir og ég klippti niður glóaldingult Oratex sem passar á milli.
IMG_8345.JPG
IMG_8345.JPG (162.06 KiB) Skoðað 526 sinnum
Hér er ég svo búinn að klæða vænginn að neðan.
IMG_8346.JPG
IMG_8346.JPG (168.88 KiB) Skoðað 526 sinnum
Meira næst.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 17

Vængurinn nánast kláraður.

Áður en vængurinn er klæddur að ofan þarf ég að setja servóhorn á servóin, vegna þess að ég hef ekki aðgang að þeim eftir að dúkurinn er kominn á. Hér er servóið miðjað og hornið komið á.
IMG_8347.JPG
IMG_8347.JPG (133.57 KiB) Skoðað 504 sinnum
Og þá get ég klárað að klæða vænginn. Nú á ég bara eftir að ganga frá hallastýrunum, en við komum að því síðar.
IMG_8350.JPG
IMG_8350.JPG (154.66 KiB) Skoðað 504 sinnum
Hér er ég að undirbúa að setja sýrin á stélið. Ég nota ekki lamir, heldur ræmur af Oratex. Það er mjög auðvelt að rífa Oratex í ræmur. Maður bara mælir hvað maður vill breiða ræmu (10mm í þetta sinn), klippir smá upp í efnið og rífur svo restina. Ræman kemur jafn breið alla leiðina.
IMG_8352.JPG
IMG_8352.JPG (149.45 KiB) Skoðað 504 sinnum
Ég byrja á því að leggja stýrið upp á stélflötinn og festi svo ræmu af Oratex á bæði stýri og flöt.
IMG_8353.JPG
IMG_8353.JPG (133.62 KiB) Skoðað 504 sinnum
Svo sný ég stélfeltinum við, hengi stýrið fram af (frauðplast boxi hér) og set ræmu á flöt og stýri. Ég byrjaði á því að finna miðjuna með því að leggja ræmuna saman. Strauboltinn festir svo ræmuna fyrst á flötinn og svo á stýrið.
IMG_8355.JPG
IMG_8355.JPG (136.54 KiB) Skoðað 504 sinnum
Hér sést svo hvernig þetta lítur út séð frá hlið.
IMG_8357.JPG
IMG_8357.JPG (139.62 KiB) Skoðað 504 sinnum
Flugmaðurinn er mættur, þakinn málningu og búinn að koma sér fyrir í flugklefanum. Ekkert endilega rétta stærði og gerð, en hverjum er ekki sama?
IMG_8359.JPG
IMG_8359.JPG (133.64 KiB) Skoðað 504 sinnum
Meira síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 18

Ýmislegt smálegt.

Þegar göt eru gerð í svona dúk, eða bara venjulega fimu, þá er best að nota heitan lóðbolta. Hann bræðir dúkinn í burtu og festir hann niður um leið.
IMG_8361.JPG
IMG_8361.JPG (135 KiB) Skoðað 484 sinnum
Hér er komið gat fyrir toglínuna, vængfestingarnar og rofann, og togkrókurinn kominn undir botninn.
IMG_8363.JPG
IMG_8363.JPG (166.54 KiB) Skoðað 484 sinnum
Þessi kjölur fylgir með formaður fyrir botninn. Ég límdi hann fastan með epoxý lími og ætla að mála hann svartan eftir helgi.
IMG_8364.JPG
IMG_8364.JPG (164.5 KiB) Skoðað 484 sinnum
Hér eru hallastýrin klædd, hvít að neðan og glóaldingul að ofan. Ótrúlegt að það virðist taka svipaðan tíma að klæða svon smá spýtu, eins og heilan væng.
IMG_8365.JPG
IMG_8365.JPG (151.81 KiB) Skoðað 484 sinnum
Vinstra hallastýri fast á vængnum með neðri ræmunni.
IMG_8366.JPG
IMG_8366.JPG (163.7 KiB) Skoðað 484 sinnum
Og hér er sú efri komin á.
IMG_8367.JPG
IMG_8367.JPG (164.13 KiB) Skoðað 484 sinnum
Eftir helgi set ég hornin á stýrin, lími stélið á og athuga með ballansinn. Það er farið að sjá fyrir endann á þessu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 19

Stél og hallastýri.

Nú límdi ég stélflötinn á skrokkinn, enda kominn tími til.
IMG_8369.JPG
IMG_8369.JPG (138.78 KiB) Skoðað 419 sinnum
Á meðan límið harðnar er lítið annað hægt að gera við skrokkinn, nema kannski mála skíðið og fá sér kaffi.
IMG_8370.JPG
IMG_8370.JPG (165.46 KiB) Skoðað 419 sinnum
Nú er skíðið svart, maður.
IMG_8371.JPG
IMG_8371.JPG (147.18 KiB) Skoðað 419 sinnum
Með í kittinu fylgdu krossviðar horn sem áttu að fara á stýrin. Hins vegar voru tvö týnd (eitt á hallastýri og eitt á stélið) og mér fannst ekki taka því að skera út ný. Ég tók frekar þessi litlu plasthorn sem ég átti frá SLEC og ákvað að nota.
IMG_8372.JPG
IMG_8372.JPG (150.38 KiB) Skoðað 419 sinnum
Og svona lítur þetta út komið á stýrið.
IMG_8373.JPG
IMG_8373.JPG (161.9 KiB) Skoðað 419 sinnum
Ég setti hálfa Z-beygju á teininn sem fylgdi og tróð honum á hornið.
IMG_8377.JPG
IMG_8377.JPG (145.41 KiB) Skoðað 419 sinnum
Og svo setti ég 90°beygju á teininn hins vegar og notaði haldara sem ég keypti líka frá SLEC.
IMG_8380.JPG
IMG_8380.JPG (143.8 KiB) Skoðað 419 sinnum
Meira síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 20

Síðustu handtökin.

Stélkamburinn er nú kominn á Skylark og er haldið með límböndum á meðal límið þornar. Þetta er heimatilbúinn vinkill sem sér til þess að kamburinn sé réttur.
IMG_8381.JPG
IMG_8381.JPG (139.34 KiB) Skoðað 403 sinnum
Rafhlaðan er komin á sinn stað. Ég skorðaði hana með svampi og setti svo balsa stöng fyrir aftan hana til að hún fari ekki neitt.
IMG_8384.JPG
IMG_8384.JPG (134.26 KiB) Skoðað 403 sinnum
Klemmur komnar á hæðar- og hliðarstýrisservó.
IMG_8386.JPG
IMG_8386.JPG (149.01 KiB) Skoðað 403 sinnum
Horn komið á hæðarstýrið og búið að tengja það við servóið.
IMG_8387.JPG
IMG_8387.JPG (149.42 KiB) Skoðað 403 sinnum
Hliðarstýrið komið á og búið að tengja það.
IMG_8388.JPG
IMG_8388.JPG (129.41 KiB) Skoðað 403 sinnum
Og þá er SKYLARK tilbúinn. Jafnvægispunkturinn er nokkurn vegin á réttum stað (má hugsanlega setja nokkur grömm við hliðna á rafhlöðunni) og næsta skref er að prófa að fljúga þessari elsku.
IMG_8391.JPG
IMG_8391.JPG (161.87 KiB) Skoðað 403 sinnum
Og þá má fara að reikna. Smíðin hefur tekið 20 daga, þar sem að meðaltali var staðið í um tvo tíma við smíðarnar í hvert sinn. Þetta gerir í allt um 40 klukkustundir, eða eina gamaldags vinnuviku. Þetta þykir ekkert sérlega langur tími.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara