Helgafell - 28.apríl 2023

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11440
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Helgafell - 28.apríl 2023

Póstur eftir Sverrir »

Frábær dagur að baki í Helgafellinu en þar voru 15 flugmódelmenn að fljúga hang megnið af deginum í fínustu aðstæðum til að æfa sig fyrir Iceland Open F3F 2023 sem hefst á morgun og stendur yfir fram á mánudag. 18 flugmenn eru skráðir til leiks og þeir sem koma allra lengst að koma alla leið frá Japan og Taívan, ekkert smávegis ferðalag til að heimsækja okkur og taka þátt í mótinu með okkur. Aðrir flugmenn koma frá Bretlandi, Danmörku, Sviss, Þýskalandi og að sjálfsögðu frá Ísland!

Veðrið í dag voru 8 til 6 m/s og á köflum niður í 4 m/s en það kom ekki að sök þar sem það er öflugt uppstreymi í hlíðunum, hálfskýjað í byrjun dags en létti svo til þegar leið á og blár himinn blasti við megnið af deginum. Þó nokkuð mikið magn mynda var tekið og verður það að bíða betri tíma að fara almennilega í gegnum þær og velja úr til birtingar en þangað til er hér smá vídeó af deginum sem sýnir hluta af flugmönnunum skemmta sér í hlíðum Helgafells.



Merki mótsins
Merki mótsins
IO23.png (260.74 KiB) Skoðað 103 sinnum

Verðlaunagripurinn fyrir fyrsta sætið er ansi eigulegur! :-)
Verðlaunagripurinn fyrir fyrsta sætið er ansi eigulegur! :-)
IO23_verdlaun.jpg (89.44 KiB) Skoðað 103 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Svara