Taktu prófið hjá Samgöngustofu til að vera löglegur í loftinu

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11440
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Taktu prófið hjá Samgöngustofu til að vera löglegur í loftinu

Póstur eftir Sverrir »

Vek athygli á því að Samgöngustofa hefur sett á þjálfunar- og skráningarkröfur í samræmi við gildistöku nýrrar Evrópureglugerðar um drónaflug.
Það sem skiptir máli er að þekkja hvað á við okkur og hvað við þurfum að gera til að uppfylla þær kröfur sem hafa tekið gildi. Kannski óþarfi að taka það fram en ef að óhapp verður þá munu tryggingarnar okkar ekki gilda ef menn fara ekki þeim reglum sem gilda um flug flugmódela, hvet því sem flesta til að fara í gegnum kennsluefnið, taka prófið og skrá sig.

Við tilheyrum svokölluðum "Opnum flokki" en hann inniheldur "áhættulitla starfsemi dróna sem vega minna en 25 kg."
Fyrir okkur eru nú komnar kröfur um skráningu flugmanns en til að geta það þarf að fara í gegnum kennsluefni og standast próf á skráningarsíðunni (og auðvitað að greiða 5.500 kr). Ef þú ert nú þegar skráður sem umráðandi dróna í öðru EASA ríki þarftu ekki að skrá þig á Íslandi.

Í opna flokknum gilda eftirfarandi reglur:
  • Dróninn verður að vega minna en 25 kg
  • Fjarflugmaðurinn verður að hafa drónann ávallt í augsýn (VLOS)
  • Dróninn má ekki fljúga hærra en 120 m frá jörðu
  • Það má ekki fljúga yfir mannfjölda
  • Það má ekki fljúga með hættulegan varning
  • Það má ekki sleppa hlutum af drónanum
  • Dróninn verður að vera merktur með skráningarnúmeri umráðandan
  • Opna flokknum er skipt í þrjá undirflokka: A1, A2 og A3. Munurinn á þeim er eftirfarandi:
A1 – Leyfilegt að fljúga léttum drónum með minni takmörkunum á fjarlægð frá óviðkomandi fólki.
A2 – Leyfilegt að fljúga drónum í þéttbýli með 50 m lágmarksfjarlægð frá óviðkomandi fólki (30 m með C2 merktum dróna, 5 m með hægflugsbúnaði).
A3 – Leyfilegt að fljúga drónum allt að 25 kg að þyngd, með 150 m lágmarksfjarlægð frá byggðum svæðum.

Eins og menn kannski sjá föllum við undir A3 flokkinn með okkar flugmódel.

Skráning og hæfniskröfur
Til að geta flogið í opna flokknum þurfa allir flugmenn að vera skráðir á skráningarsíðu Samgöngustofu (nema flugmenn C0 dróna án myndavélar). Til að geta flogið dróna sem vegur meira en 250 grömm þurfa flugmenn að lesa kennsluefni og standast A1/A3 hæfnipróf á skráningarsíðunni. Þeir sem standast prófið öðlast réttindi til að fljúga drónum allt að 900 grömm að þyngd í undirflokki A1 og allt að 25 kg að þyngd í undirflokki A3. Í undirflokki A2 er leyfilegt að fljúga mjög nálægt fólki og þar af leiðandi talinn áhættumesti undirflokkurinn í opna flokknum. Það eru gerðar meiri kröfur til hæfni flugmanna í undirflokki A2 og þarf að standast sérstakt A2 próf sem er aðeins haldið í húsakynnum Samgöngustofu eða hjá samþykktum aðila.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taktu prófið hjá Samgöngustofu til að vera löglegur í loftinu

Póstur eftir Gaui »

Jæja.

Gangi þeim vel.

ÉG MUN EKKI SKRÁ MIG OG EKKI BORGA 5500 KRÓNUR!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
maggikri
Póstar: 5627
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Taktu prófið hjá Samgöngustofu til að vera löglegur í loftinu

Póstur eftir maggikri »

Ertu þá hættur að fljúga Gaui!

kv
MK
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taktu prófið hjá Samgöngustofu til að vera löglegur í loftinu

Póstur eftir Gaui »

Nei, Maggi, ég er ekki hættur að fljúga. Ég sé bara ekki ástæðu til að skrá mig á einhvern lista og borga pening algerlega að tilgangslausu. Það er ekkert á bakvið þessar skráningar, ekki einu sinni öryggismál, eins og kemur fram í máli margra sem mótmæla þessu út um allan heim.

Næsta tilgangslausa skrefið verður síðan að setja box í módelin okkar (ég flýg ekki drónum og hef aldrei gert), sem senda upplýsingar um flugmann, módel og staðinn þar sem það fór á loft svo að lögreglan geti fylgst með öllu sem við gerum. Þetta eru óþolandi persónunjósnir og algerlega tilgangslaust.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Vignir
Póstar: 82
Skráður: 2. Sep. 2011 18:12:46

Re: Taktu prófið hjá Samgöngustofu til að vera löglegur í loftinu

Póstur eftir Vignir »

Jæja
Þà er bara að færa sig yfir í fisflugið.
Tók smá pásu frá flugmódelum og smíðaði TF-181 í fisinu. Aðeins dýrara módel en flýg eins og frjáls fuglinn...:)
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Taktu prófið hjá Samgöngustofu til að vera löglegur í loftinu

Póstur eftir Böðvar »

Takk Sverrir að minna á þetta og gagnlegu leiðbeiningarnar þínar, fór inn á Samgöngustofu og las allar reglugerðir varðandi flýgildi, flugmódel og dróna, borgaði kr. 5500 og tók prófið. Góð tilfynning að vera loksins orðin löglegur fjarflugmaður eftir öll þessi ár.

Kær kveðja Böðvar
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taktu prófið hjá Samgöngustofu til að vera löglegur í loftinu

Póstur eftir Gaui »

En vað ertu að fá fyrir 5500 krónur sem þú hafðir ekki áður? Þessi "skráning" er algjörlega tilgngslaus og gerir ekkert annað en að búa til lista með persónu upplýsingum og hirða af þér pening fyrir ekkert.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Taktu prófið hjá Samgöngustofu til að vera löglegur í loftinu

Póstur eftir Böðvar »

Með lögum skal land byggja.

Ég mundi frekar orða það þannig Guðjón að ég er að fá aftur það sem tekið var af mér með reglugerð 990/2017.

Það mikilvægasta er að allir próflausir módel flugmenn eru að fljúga algjörlega á sinni ábyrgð og ef óhapp verður þegar flugmódeli er flogið á flugmódelflugvelli flugmódelfélags, eða í F3F keppni á Draugahlíðum sem dæmi, eru engar slysa og tjóna tryggingar í gildi fyrir próflausa fjarflugmenn. Tryggingar flugmódelfélags verða og eru algjörlega falst öryggi fyrir próflausa félagsmenn.

Það er margt annað mikilvægt en ég nefni Joules hreyfi kraftana sem sem meiga ekki vera meiri en MAX 80s Joules fyrir fjarstýrð flýgildi, sem dæmi 598 gr. flýildi má MAX fljúga á 59 KM hraða eða 16 m/s til að fara ekki yfir 80 Joules höggi í árekstri, og 11 KM hraða eða 3 m/s, MÍN 5 metra fjarlægð frá fólki.

Hvaða Joules getur þungt flugmódel valdið sem lendir í árekstri ? Því eru undanþágur í lögunum fyrir flug á þungum flugmódelum eingöngu á afmörkuðum svæðum fjarri mannabyggð.

Nú er það ólöglegt að varpa einhverjum hlutum úr flugmódeli eins og karmelukast án þess að fá leyfi fyrir því fyrirfram
lulli
Póstar: 1244
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Taktu prófið hjá Samgöngustofu til að vera löglegur í loftinu

Póstur eftir lulli »

Takk Sverrir fyrir að vekja athygli á þessu.

Ef þetta hjálpar yfirvöldum í baráttunni við ,,hauslausa"drónaflugmenn sem fljúga ólöglega og kæruleyslega legg ég glaður mitt lóð á vogina.
Ég fagna því að opni flokkurinn A3 tekur til klassískra módelflugvéla upp í 25 kíló.
Þetta er alveg tveggja bolla lestur, sumt nýtt en annað kunnuglegt eins og gengur og prófið er sanngjarnt.
Nú er bara að merkja módelin og halda svo fulla ferð áfram ✈️
Viðhengi
Mynd fyrir athygli....
Mynd fyrir athygli....
Screenshot_2023-09-11-17-24-17-09_e2d5b3f32b79de1d45acd1fad96fbb0f.jpg (194.83 KiB) Skoðað 278 sinnum
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
gunnarh
Póstar: 366
Skráður: 30. Des. 2015 00:18:15

Re: Taktu prófið hjá Samgöngustofu til að vera löglegur í loftinu

Póstur eftir gunnarh »

Þetta var ekki mikið mál, borga, lesa og svara. Eingar áhyggjur í fimm ár ekki mikið ves
Gunnar H.
Atvinnu fiktari
Svara