Ég fékk tilboð um kaup á AirCore og ég tók því. Flugflutningar Sverris komu með gripinn til mín í dag. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa viðbrögðunum þegar ég sá þetta. Ég sá grófan, hvítan bylgjupappa mótaðan í form flugvélar. Þetta var eiginlega skelfileg sjón. Matarlystin var ekkert spes á eftir!
Ég dró kvikindið heim og á stofuborðið góða. (Engir gestir að vanda) Ég verð að segja það að eftir að hafa stúderað þessa vél á borðinu, tengt og stillt, þá er þetta ein almesta snilld sem ég hef orðið vitni að í hönnun notagildis og einfaldleika! IKEA what? Ég reyndar púslaði þessu ekki saman og mér skilst að það taki smá stund. En þvílík snilld sem þessi græja er fyrir það. Say no more! Takk fyrir þetta, Maggi!






