Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

-- Úr grein eftir Kristján Má Unnarsson --

Flugvélar af gerðinni Cessna 172 Skyhawk skipa einstakan sess í flugsögunni. Tegundin er mest framleidda flugvél heims og því telja margir að hún geti með réttu borið titilinn vinsælasta flugvél sögunnar.

Allt frá því hún flaug fyrst árið 1955 hafa yfir 44 þúsund eintök verið smíðuð. 68 árum síðar er flugvélin enn í framleiðslu, en hlé var þó gert á smíði hennar um tíma.
fyrsta cessna 172.jpg
fyrsta cessna 172.jpg (135.69 KiB) Skoðað 5374 sinnum
Sú Cessna 172, sem telja má þekktasta hérlendis er án efa Frúin hans Ómars Ragnarssonar, TF-FRU. Ómar nýtti hana um áratugaskeið til að færa áhorfendum ógleymanlegt sjónvarpsefni heim í stofu.
791_2142.jpg
791_2142.jpg (131.81 KiB) Skoðað 5374 sinnum
Cessna 172 er einnig algengasta flugvél íslenska flugflotans og hefur svo verið í áratugi. Um fjörutíu eintök eru núna á íslensku loftfaraskránni.

Vinsældir hennar má einkum rekja til þess hversu einfalt er að fljúga henni og auðvelt að læra á hana. Hún þykir jafnframt áreiðanleg og traust og slysatíðni hennar er sú lægsta í einkaflugi.

„Það er svo auðvelt að fljúga henni. Svo er hún svo hrekklaus,“ segir Ómar. „Eftir að hafa flogið henni þúsundir tíma finnst þér að vængirnir á henni hafi vaxið út úr þér. Flugmaður og flugvél verða eitt.“
DF7D21B36CEF1D9515296858F1EDA3FDC57B58E5E89C8FD7E8EBF420FAAB4901_713x0.jpg
DF7D21B36CEF1D9515296858F1EDA3FDC57B58E5E89C8FD7E8EBF420FAAB4901_713x0.jpg (147.67 KiB) Skoðað 5374 sinnum
Ómar segir flugvélina þó ekki skara fram úr á neinu sviði. Hún klifri ekki mest og sé ekki hraðfleyg. En þegar allir eiginleikar hennar leggist saman verði útkoman ein besta einkaflugvél sögunnar.
533891BEDF393BA8EF30F697326DF4691DFA23157134B128C6EAD164A6E1968D.jpg
533891BEDF393BA8EF30F697326DF4691DFA23157134B128C6EAD164A6E1968D.jpg (131.98 KiB) Skoðað 5374 sinnum
(Kristján Már Unnarsson, visir.is 7. febrúar 2022)

Eins undarlegt og það virðist vera, þá eru ekki mörg módel til af þessari flugvél. Aðrar kennslu- og einkaflugvélar eru mun algengari, til að mynda Piper Cub, en Cessnan hefur fengið að sitja á hakanum.

Ég var að leita að módeli til að smíða og fann þá að Jerry Bates hafði nýlega hannað og teiknað Cessna 172 Skyhawk. Ég náði mér í eintak af þessari teikningu frá Fighteraces í Englandi og, eftir að hafa skoðað hana vandlega í nokkra daga, þá hafði ég samband við SLEC í Englandi (þeir höfðu nýlega eignast Belair Kits) og pantaði eitt short-kit og auka balsapakka.

Það tók um mánuð að skera út kittið og taka til auka balsann, og í dag fékk ég tilkynningu um að nú væri pakkinn kominn til Dalvíkur.
20231127_105730.jpg
20231127_105730.jpg (128.81 KiB) Skoðað 5374 sinnum
Ég losaði allt úr pakkningunni og sorteraði útskornu partana frá aukabalsanum.
20231127_110327.jpg
20231127_110327.jpg (143.14 KiB) Skoðað 5374 sinnum
Svo byrjaði ég að losa útskurðinn úr brettunum og safna saman þeim hlutum sem eiga saman. Þetta er sérlega vel út skorið, lítið sót á viðnum og allt skorið í gegn, meira að segja 6mm krossviðurinn.
20231127_122348.jpg
20231127_122348.jpg (142.76 KiB) Skoðað 5374 sinnum
Meira síðar

8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Sverrir »

Verður gaman að fylgjast með þessari hjá þér, á þó nokkuð marga tíma á full skala vélina og tók megnið af mínu flugnámi á hana.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- dagur 2

Það kom upp spurning hvort 84.25 tommur (214 sm), eins og sagt er á vef Jerry Bates væri virkilega 1/4 skali. Cessnan er með 11 metra vænghaf, svo 1/4 skali ætti að hafa 275 sm eða 108 tommur í vænghaf. Ég dró fram málbandið.

Á teikningunni mældust vænghelmingarnir 122 sm hvor og skrokkurinn er 29,2 sm. Samanlagt er þetta þá 273,2 sm. Sem sagt, eins nærri kvartskala og mögulegt er. Þá vaknar spurningin hvers vegna vantar tvo sentimetra upp á vænghafið? Við komum að því aftur síðar.

Ég lauk við að losa alla laserskornu hlutana úr brettunum og sortera þá saman eftir staðsetningu í módelinu. Þetta er sæmilega góð hrúga.
20231128_102903.jpg
20231128_102903.jpg (143.81 KiB) Skoðað 5345 sinnum
Svo fann ég til allt sem þarf til að setja stélflötinn og hæðarstýrin saman.
20231128_111754.jpg
20231128_111754.jpg (144.84 KiB) Skoðað 5345 sinnum
Þá uppgötvaði ég hvers vegna það vantaði tvo sentimetra upp á vænginn: teikningarnar eru ekki í alveg fullri stærð! Hér sést að ef annað endarifið á stélfletinum er á réttum stað, þá er hitt rúman sentimetra frá réttum stað. Þetta þýðir að ég get ekki notað teikningarnar til að smíða á, heldur bara sem viðmið.
20231128_111949.jpg
20231128_111949.jpg (129.37 KiB) Skoðað 5345 sinnum
Ég stillti upp afturbrún á stélfletinum og límdi rifin í raufarnar fyrir þau með CA lími. Svo setti ég krossviðar frambrúnina á. Þá kom í ljós að raufin fyrir S2 er ekki á ská, eins og hún þarf að vera, svo ég neyddist til að skera hana til.
20231128_112210.jpg
20231128_112210.jpg (139.2 KiB) Skoðað 5345 sinnum
Hér eru svo rifin að detta á. Það er gott að hafa rúðustrikunina undir. Hún hjálpar til að fá rétta afstöðu.
20231128_115218.jpg
20231128_115218.jpg (148.25 KiB) Skoðað 5345 sinnum
Þegar ég setti efri bitann í stélflötinn, þá kom í ljós að tvö rif voru ekki rétt skorin. Ég þurfti að stækka raufarnar á S1 og S2. Lítið mál og fljótgert.
20231128_121145.jpg
20231128_121145.jpg (135.83 KiB) Skoðað 5345 sinnum
Hér er svo grindin komin fyrir stélflötinn. Á morgun set ég 2,5 mm balsa klæðninguna á.
20231128_122054.jpg
20231128_122054.jpg (144.78 KiB) Skoðað 5345 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- dagur 3

Ég þurfti að búa til skinn á stélflötinn og notaði nokkrar mínútur til að vega balsann sem ég fékk með útskurðinum. Plöturnar voru allar frá 28 til 48 grömm, mjög vel valdar plötur og léttar.
20231129_092001.jpg
20231129_092001.jpg (121.9 KiB) Skoðað 5318 sinnum
Ég notaði svo tvær léttustu plöturnar til að búa til annað skinnið á stélflötinn.
20231129_093433.jpg
20231129_093433.jpg (140.44 KiB) Skoðað 5318 sinnum
Hér er skinnið að límast á stélflötinn. Ég notaði bæði stálkubba, sandpoka og klemmur til að fergja það niður. Stélflöturinn situr á fótum sem eru skornir með rifjunum, svo að hann ætti að vera nokkuð réttur.
20231129_100049.jpg
20231129_100049.jpg (130.43 KiB) Skoðað 5318 sinnum
Ég setti saman hæðarstýrin og passaði að láta alla kubba inn í það sem þarf fyrir lamir og stýrisarm.
20231129_113758.jpg
20231129_113758.jpg (144.96 KiB) Skoðað 5318 sinnum
Og hér er stélflöturinn og hæðarstýrin í límingu.
20231129_115923.jpg
20231129_115923.jpg (139.21 KiB) Skoðað 5318 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF FRU -- dagur 4

Neðra skinnið er nú komið á stélflötinn. Nú þarf bara frambrúnarlista og endana.
20231130_102409.jpg
20231130_102409.jpg (127.63 KiB) Skoðað 5299 sinnum
Þá er það stélkamburinn. Það fyrsta sem ég uppgötvaði við hann er að aftari hlutinn á rifi V6 er allt of stuttur. Það munar alveg 15 millimetrum, svo ég var að skera út nýtt rif.
20231130_111651.jpg
20231130_111651.jpg (135.96 KiB) Skoðað 5299 sinnum
Það næsta sem ég fann var að þessir hlutar eru að mestu á lofti og, vegna þess að teikningin er ekki í réttri stærð, lítið hægt að stífa af á réttum stöðum fyrr en límingin byrjar.
20231130_113704.jpg
20231130_113704.jpg (143.72 KiB) Skoðað 5299 sinnum
En þegar límingin er komin, þá er þessi grind nokkuð stíf og stirð og þver (Slappaðu af! ég er gamall). Það tók mig góðan klukkutíma að púsla þessu saman. Á morgun klæði ég þetta með balsa og bý til hliðarstýrið.
20231130_120026.jpg
20231130_120026.jpg (142.54 KiB) Skoðað 5299 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF FRU -- dagur 5

Hliðar- og hæðarstýrin í dag.

Ég límdi rif og frambrún á hægra skinnið á hliðarstýrinu ásamt kubbum fyrir lamirnar. Svo pússaði ég niður afturbrúnina þar til ég náði að ProSkin klæðningunni sem ég hafði límt utan á balsann. Þegar þetta var orðið þurrt setti ég vinstra skinnið á. Afturbrúnin á hliðarstýrinu er sú þynnsta sem ég hef búið ti (2 x 0,3 mm Proskin) og svo sterk að það má skera mann og annan með henni. (Mynd á morgun)
20231201_105529.jpg
20231201_105529.jpg (145.83 KiB) Skoðað 5278 sinnum
Hæðarstýrin eru nú þurr og ég byrjaði að forma til endana með hefli og sandpappír. Mér finnst verulega gaman að hefla og pússa svona hluti.
20231201_114133.jpg
20231201_114133.jpg (140.94 KiB) Skoðað 5278 sinnum
Og hér eru nokkrar lamir komnar í. Ég á enn eftir að skera út úr lamagötunum og forma frambrúnina á stýrinu, Það kemur seinna.
20231201_121211.jpg
20231201_121211.jpg (142.02 KiB) Skoðað 5278 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF FRU -- dagur 6

Síðasti dagur í stéli.
Lamafestingar komnar inn í stélkambinn. Nú má líma skinnið á og ganga frá.
20231202_091934.jpg
20231202_091934.jpg (126.3 KiB) Skoðað 5258 sinnum
Eitt sem kom á óvart: götin fyrir lamirnar á afturbrún stélflatar og frambrún hæðarstýra standast ekki á. Ég boraði nýtt gat á stélflötinn, dældi eins miklu og ég gat af freyðilími (PU lím) og stakk balsastöng í gatið. Þegar límið hefur freytt get ég borað aftur fyrir löminni og svo notað PU lím til að halda þeim í.
20231202_093143.jpg
20231202_093143.jpg (138.56 KiB) Skoðað 5258 sinnum
Hér er hæðarstýri heflað og pússað til. Ég setti smá fylliefni í misfellur og þegar ég hef pússað það til, þá eru hæðarstýri tilbúin.
20231202_110438.jpg
20231202_110438.jpg (139.7 KiB) Skoðað 5258 sinnum
Ég lofaði mynd af adturbrún hliðarstýris. Hér er hún. ProSkin frá Mikka Ref er alveg stórkostlegt þarna og myndar örþunna og hvassa afturbrún.
20231202_111619.jpg
20231202_111619.jpg (142.62 KiB) Skoðað 5258 sinnum
Stélflöturinn heflaður og pússaður til.
20231202_113311.jpg
20231202_113311.jpg (141.88 KiB) Skoðað 5258 sinnum
Hér eru allar stélfjaðrirnar nokkurn vegin tilbúnar. Smá pússivinna og þá má fara að leggja glerfíberinn á. Í næstu viku byrjum við á skrokknum.
20231202_122128.jpg
20231202_122128.jpg (132.51 KiB) Skoðað 5258 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF FRU -- Dagur 7

Nú byrjar smíðin á skrokknum og þá er eins gott að hafa hjólastellið tilbúið. Ég fékk gamla Volvo stuðara hjá Birgi Sigurðssyni og niotaði einn þeirra til að skera út hjólastell. Ég dró upp útlínur þess af teikningunni og límdi það á álið. Svo sprautaði ég með fallegu lakki því að pappírinn bara brennur í burtu. Stellið er svo skorið út með slípirokki og skurðarskífu.
20231124_093023.jpg
20231124_093023.jpg (146.67 KiB) Skoðað 5228 sinnum
Hér er stellið út skorið og bara eftir að beygja það.
20231124_102729.jpg
20231124_102729.jpg (135.08 KiB) Skoðað 5228 sinnum
Sem betur fer er tæki á verkstæðinu til að beygja svona stykki og það var auðvelt að fá rétta formið á stellið.
20231124_105031.jpg
20231124_105031.jpg (137.69 KiB) Skoðað 5228 sinnum
Það fyrsta sem maður límir af skrokknum er kassinn í kringum bensíntankinn. Þetta er límt með epoxý lími og þarf þess vegna góðan tíma til að harðna. Þetta þarf líka að vera nákvæmlega hornrétt, því að skrokkurinn raðast saman á þetta seinna.
20231204_110236.jpg
20231204_110236.jpg (134.16 KiB) Skoðað 5228 sinnum
Hér eru M5 gaddarær komnar í skrokkgólfið. Hjólastellið skrúfast upp undir þetta.
20231204_121939.jpg
20231204_121939.jpg (136.47 KiB) Skoðað 5228 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF FRU dagur 8

Mótorkassinn var tilbúinn og ég pússaði létt yfir allar hliðar hans áður en ég raðaði rifjunum og gólfinu á hann. Til að byrja með, þá komst F1 ekki upp á kassann vegna þess hvernig hjólastellsfestingin situr. Eftir nokkrar tilraunir og miklar vangaveltur renndi ég F1 upp á kassann aftanfrá. Þá komst það á sinn stað. Svo stakk ég fremsta hluta gólfsins undir kassann, á milli hans og rifs F1. Þetta hljómar flókið og er það. Það tók mig langan tíma að finna aðferð til að gera þetta án þess að saga eitthvað í sundur.
20231205_100653.jpg
20231205_100653.jpg (116.46 KiB) Skoðað 5201 sinni
Svo gluðaði ég epoxý lími á öll samskeyti og renndi kassanum, F1 og gólfinu saman aftur. Það var reyndar auðveldara núna, vegna þess að límið virkaði sem smurning ("There's always time for lubrication"). Svo renndi ég F1a og F2 á sína staði. Nú þarf þetta bara að fá að harðna áður en ég reyni að stilla saman rifjum F3, F4 og vængsætunum.
20231205_102232.jpg
20231205_102232.jpg (139.92 KiB) Skoðað 5201 sinni
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF FRU -- dagur 9

Það vantaði raufar fyrir tvö langbönd á rif F-4, svo ég þurfti að finna út hvar þær áttu að vera og saga þær í rifið.
20231207_105825.jpg
20231207_105825.jpg (106.86 KiB) Skoðað 5184 sinnum
Eitt stykki, TS-2 var fallega laserskorið og kyrfilega merkt. Merkingin var svo djúpt í stykkið að hún náði nánast í gegn. Og auðvitað datt stykkið í sundur. Ég þurfti að búa til nýtt, því svona límingar virka yfirleitt ekki vel. Svo nuddaði ég trélími í merkingarnar á hinum stykkjunum sem voru svona vel merkt.
20231207_110934.jpg
20231207_110934.jpg (140.88 KiB) Skoðað 5184 sinnum
Svo notaði ég þessi TS stykki og RWF til að staðsetja afturgluggann. Nú lendi eg í vanda, því að hliðarteikningin af flugvélinni er bara 198 sm löng, en á að vera 208 sm. Teikningin er alls ekki rétt og í þetta sinn eru engar raufar og útskurðir sem staðsetja rifin. Ég þarf að áætla hvar skrokkrifin eiga að koma og ég byrjaði með F-5 og F-6.
20231207_112412.jpg
20231207_112412.jpg (143.26 KiB) Skoðað 5184 sinnum
Til að fá þetta allt rétt og beint, þá er ég byrjaður að búa til stóla eða undirstöður, sem skrokkurinn kemur til með að sitja á á meðan ég raða honum saman.
20231207_121243.jpg
20231207_121243.jpg (145.45 KiB) Skoðað 5184 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara