Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
User avatar
Gaui
Posts: 3669
Joined: 28. Nov. 2004 18:30:14
Location: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Post by Gaui »

TF-FRU -- dagur 73

Nýji flugmaðurinn kom og fékk að prófa að sitja í flugklefanum. Hann virðist passa bara ágætlega.
20240508_102122.jpg
20240508_102122.jpg (144.93 KiB) Viewed 396 times
Svo þurfti hann endilega að setja út á hvernig ég tálgaði vængrótina.
20240508_102246.jpg
20240508_102246.jpg (125.01 KiB) Viewed 396 times
Ofan á flugklefanum er fering sem bognar nærri í hálfhring. Ég gerði þetta með því að vefja tvö lög af 0,6 mm krossviði utan um stál stöng og líma þau þannig saman. Þegar límið var orðið hart gat ég skorið feringuna til og límt hana ofan á vængrótina og skrokkinn.
20240509_093019.jpg
20240509_093019.jpg (141.02 KiB) Viewed 396 times
Ég fékk loksins nýtt epoxý frá FighterAces í Englandi og gat klárað að setja glerfíber á. Það voru hallastýrin sem voru eftir.
20240509_101017.jpg
20240509_101017.jpg (137.77 KiB) Viewed 396 times
Og innan í plássið sem hallastýrin koma í. Það fer að líða að því að ég geti grunnað og pússað vængina.
20240509_111732.jpg
20240509_111732.jpg (133.16 KiB) Viewed 396 times
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
User avatar
Gaui
Posts: 3669
Joined: 28. Nov. 2004 18:30:14
Location: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Post by Gaui »

TF-FRU -- dagur 74

Glerfíber kominn á feringuna frá væng á skrokk.
20240510_113304.jpg
20240510_113304.jpg (142.96 KiB) Viewed 375 times
Glerfíber kominn á neðra borð hallastýranna. Næst er að pússa smá og setja báruplastið á.
20240510_113316.jpg
20240510_113316.jpg (134.11 KiB) Viewed 375 times
Búinn að grunna vængina. Nú fær þetta að harðna almennilega áður en ég byrja að pússa.
20240510_113321.jpg
20240510_113321.jpg (221.57 KiB) Viewed 375 times
Og fyrst ég var með grunnbrúsana í höndunum, þá ákvað ég að grunna hæðarstýrin. Þau eru þá tilbúin undir málningu.
20240510_113731.jpg
20240510_113731.jpg (234.6 KiB) Viewed 375 times
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
User avatar
Gaui
Posts: 3669
Joined: 28. Nov. 2004 18:30:14
Location: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Post by Gaui »

TF-FRU -- dagur 75

Þá var komið að því að líma stélflötinn á skrokkinn. Hér sjást þau þrjú verkfæri sem ég notaði við undirbúninginn: hallamál, band og laser. Ég stillti skrokkinn af með hallamálinu, mældi frá miðjupunkti aftur á stélið með bandinu til að fá það þvert miðað við lang-ás skrokksins og notaði svo laserinn til að fá stélið lárétt.
20240511_094208.jpg
20240511_094208.jpg (134.37 KiB) Viewed 363 times
Til að líma stélið notaði ég epoxý lím blandað með örkúlum (microballoons) svo það leki ekki í burtu. Blönduna setti ég svo í sprautu og smá skreppihólk á stútinn svo ég gæti troðið líminu inn á stélið og fyllt í rifurnar sitt hvoru megin.
20240511_101322.jpg
20240511_101322.jpg (136.55 KiB) Viewed 363 times
Svo strauk ég allt auka lím í burtu með klút vættum í rauðspritti. Þetta verður sérlega snyrtilegt og lítið sem þarf að pússa.
20240511_101513.jpg
20240511_101513.jpg (127.26 KiB) Viewed 363 times
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
User avatar
Gaui
Posts: 3669
Joined: 28. Nov. 2004 18:30:14
Location: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Post by Gaui »

TF-FRU -- dagur 76

Þegar stélflöturinn var orðinn vel fastur var hægt að setja kambinn á. Laser hallamálið var ómetanlegt við þetta verk. Það sýnir bæði lárétt og lóðrétt og ég gat stillt stötðu kambsins eftir línunni sem laserinn sýndi.
20240513_093514.jpg
20240513_093514.jpg (142.69 KiB) Viewed 328 times
Framan við stélkambinn er hryggur sem límist á mitt bakið. Þetta setur gríðarlega svip á FRÚna og er ómissandi á svona Cessnum.
20240513_111713.jpg
20240513_111713.jpg (129.98 KiB) Viewed 328 times
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
User avatar
Gaui
Posts: 3669
Joined: 28. Nov. 2004 18:30:14
Location: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Post by Gaui »

TF-FRU -- dagur 77

Það þarf að jafna út og búa til feringu frá hryggnum yfir á kambinn og, vegna þess að þetta er nokkuð djúpt, þá er best að nota Isopon P-38, sérstaklega vegna þess að það harðnar mjög fljótt.
20240514_093833.jpg
20240514_093833.jpg (129.63 KiB) Viewed 309 times
Það er ekki nauðsynlegt að pússa P-38 alveg slétt. Ég smyr fylliefni á það til að fá slétt fyrirborð. Gallinn við það er að ég þarf að bíða til morguns með að pússa það niður.
20240514_101550.jpg
20240514_101550.jpg (139.26 KiB) Viewed 309 times
Húsið yfir vírana í hliðarstýrið er búið til úr 1,5 mm krossviði.
20240514_111957.jpg
20240514_111957.jpg (141.35 KiB) Viewed 309 times
Það er límt á skrokkinn og ég setti rautt fylliefni á það til að fá það slétt. Ég er ekki viss um að ég nenni að húða það í glerfíber, enda er þetta afar smátt.
20240514_112630.jpg
20240514_112630.jpg (141.62 KiB) Viewed 309 times
Á meðan ég límdi húsið á stalst Stefán (listamaður sem hefur aðstöðu hér á verkstæðinu) til að taka af mér mynd. Mér sýnist að ég þurfi að fá mér nýjan slopp hvað úr hverju.
441122432_1172096217131847_870772822958605885_n.jpg
441122432_1172096217131847_870772822958605885_n.jpg (143.39 KiB) Viewed 309 times
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
User avatar
Gaui
Posts: 3669
Joined: 28. Nov. 2004 18:30:14
Location: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Post by Gaui »

TF-FRU -- dagur 78

Fleiri plötuskil. Hér koma hryggurinn og stélkamburinn saman. Það eru frekar flókin samskeyti hérna, sérstaklega vegna þess að það er mótað form í kverkinni. Þetta þarf að sýna með fylliefni. Fyrir framan stélflötinn er skoðunarlúga sem ég bjó til úr ál límbandi
20240515_103407.jpg
20240515_103407.jpg (130.43 KiB) Viewed 289 times
Á stélfletinum er heilmikil brún.
20240516_093910.jpg
20240516_093910.jpg (237.8 KiB) Viewed 289 times
Og hún sést hér eftir að límbandið er farið.
20240517_090204.jpg
20240517_090204.jpg (136.17 KiB) Viewed 289 times
Ég notaði meira ál límband til að búa til handföngin á hurðunum.
20240517_095038.jpg
20240517_095038.jpg (137.33 KiB) Viewed 289 times
Fremst á hryggnum er nef formað úr áli og hnoðað niður á bakið. Ég bjó það til úr límbandi og fylliefni
20240517_113305.jpg
20240517_113305.jpg (160.04 KiB) Viewed 289 times
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
User avatar
Gaui
Posts: 3669
Joined: 28. Nov. 2004 18:30:14
Location: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Post by Gaui »

TF-FRU -- dagur 79

Bárurnar fyrir hallastýrin. Búið að setja þær á stýrið neðst og allt tilbúið að setja á hitt stýrið. Bárurnar liggja ekki þvert á hallastýrin, heldur eftir vindstefnunni.
20240518_103233.jpg
20240518_103233.jpg (142.58 KiB) Viewed 272 times
Ég er önnum kafinn að pússa niður vængina, setja fylliefni og pússa það. Þetta á eftir að taka nokkra daga.
20240518_114808.jpg
20240518_114808.jpg (142.03 KiB) Viewed 272 times
Flugmaðurinn frá Premier Pilots setti sig í stellingar eins og Ómar.
20240518_120904.jpg
20240518_120904.jpg (127.83 KiB) Viewed 272 times
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
User avatar
Gaui
Posts: 3669
Joined: 28. Nov. 2004 18:30:14
Location: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Post by Gaui »

TF-FRU -- dagur 80

Pússivinnan er við það að verða búin. Hér er ég byrjaður að setja plötuskil á neðra borð vængjanna.
20240521_100306.jpg
20240521_100306.jpg (140.73 KiB) Viewed 239 times
Og hér eru fyllingar í misfellur á efra borðinu.
20240521_110702.jpg
20240521_110702.jpg (139.71 KiB) Viewed 239 times
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
User avatar
Gaui
Posts: 3669
Joined: 28. Nov. 2004 18:30:14
Location: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Post by Gaui »

TF-FRU -- dagur 81

Plötuskilin eru næstum tilbúin. Hér er seinni vængurinn að klárast. Límbandið komið á. Ég set gult undir því það rífur ekki eins upp grunninn og svo nota ég blátt bílalímband ofan á (3 lög) vegna þess að það er þykkara.
20240527_094240.jpg
20240527_094240.jpg (139.12 KiB) Viewed 182 times
Svo maka ég fylliefninu á. Þegar þetta er þurrt, þá pússa ég það slétt og þá eru plötuskilin komin. Þá þarf ég bara að finna út hvar ég þarf að setja hnoðin.
20240527_095737.jpg
20240527_095737.jpg (135.04 KiB) Viewed 182 times
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
User avatar
Gaui
Posts: 3669
Joined: 28. Nov. 2004 18:30:14
Location: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Post by Gaui »

TF-FRU -- dagur 82

Það er lengi von á einum og ég uppgötvaði að það vantaði að gera eina panel línu á hæðarstýrin.
20240528_112818.jpg
20240528_112818.jpg (142.88 KiB) Viewed 138 times
Svo notaði ég morguninn til að skrúfa nokkrar örskrúfur hér og þar í skrokkinn. Þessar skrúfur fékk ég, annars vegar, frá Mikka Ref, sjá síðu 8, og, hinsvegar, frá ModelFixings.co.uk.

Hér eru skoðunarlok hvort sínu megin á skrokknum.
20240528_103452.jpg
20240528_103452.jpg (131.45 KiB) Viewed 138 times
Festingar á gluggapóstinum að aftan.
20240528_105623.jpg
20240528_105623.jpg (129.42 KiB) Viewed 138 times
Stélkambur og hliðarstýrið.
20240528_115127.jpg
20240528_115127.jpg (137.45 KiB) Viewed 138 times
Kverkin á stélkambinum.
20240528_115823.jpg
20240528_115823.jpg (132.08 KiB) Viewed 138 times
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Post Reply