TF-FRU -- dagur 83
Ég bjó til hnoð í morgun. Ég nota litla plastflösku með afskorinni holnál til að setja niður pínulitla dropa þar sem hnoðin eiga að vera. Ég byrjaði á bakinu á skrokknum og hnoðaði svo í kringum gluggana. Flest hnoð á skrokknum eru flútthnoð og ég geri ekki ráð fyrir að reyna við þau.
Bárurnar á öllum stýrum eru festar niður með hnoðum. Það sést ekki sérlega vel, en það eru tvö hnoð á milli allra báranna, framan og aftan.
Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- dagur 84
Stefán félagi okkar hér á verkstæðinu smellti af mér mynd í gær þar sem ég var að setja hnoð á flapann á öðrum vængnum. Mér þótti eðlilegt að skella henni hér inn, enda er ég þekktur fyrir mikið sjálfsálit.
Það var komið að því að byrja að mála og vængirnir og stýrin voru tilbúin. Ég fékk málningu hjá versluninni Víkurkaup hér á Dalvík. Málningin er "hvít", kölluð Kidda hvítt. Hvít, en ekki alveg skær hvítt. Ég nota eldgamla Badger sprautu. Ég á stærri, en finnst þessi alveg nóg þegar ég vil hafa stjórn á málningunni. Það er líka minna ryk af þessu en stóru sprautunum.
Og hér eru stýrin orðin hvít og vængirnir aðeins farnir að hvítna.
Stefán félagi okkar hér á verkstæðinu smellti af mér mynd í gær þar sem ég var að setja hnoð á flapann á öðrum vængnum. Mér þótti eðlilegt að skella henni hér inn, enda er ég þekktur fyrir mikið sjálfsálit.
Það var komið að því að byrja að mála og vængirnir og stýrin voru tilbúin. Ég fékk málningu hjá versluninni Víkurkaup hér á Dalvík. Málningin er "hvít", kölluð Kidda hvítt. Hvít, en ekki alveg skær hvítt. Ég nota eldgamla Badger sprautu. Ég á stærri, en finnst þessi alveg nóg þegar ég vil hafa stjórn á málningunni. Það er líka minna ryk af þessu en stóru sprautunum.
Og hér eru stýrin orðin hvít og vængirnir aðeins farnir að hvítna.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- dagur 85
Smá dúll í dag: Ég sprautaði þriðju umferð með hvítu á vængina og stýrin. Nú þarf ég að líma hallastýrin á og svo "veðra" vængina, þ.e. gera þá drulluga áður en ég sprauta glæru.
Það er alltaf spennandi að horfa á málningu þorna, en á meðan er tími til að taka til á borðinu og athuga með glugga. Ég fékk magn af glæru plasti og byrjaði að klippa það til svo það passi í opin á skrokknum.
Það eru fjórir gluggar sem eru einfaldir og auðvelt að klippa. Afturglugginn er flóknari, svo ekki sé talað um framrúðuna.
Smá dúll í dag: Ég sprautaði þriðju umferð með hvítu á vængina og stýrin. Nú þarf ég að líma hallastýrin á og svo "veðra" vængina, þ.e. gera þá drulluga áður en ég sprauta glæru.
Það er alltaf spennandi að horfa á málningu þorna, en á meðan er tími til að taka til á borðinu og athuga með glugga. Ég fékk magn af glæru plasti og byrjaði að klippa það til svo það passi í opin á skrokknum.
Það eru fjórir gluggar sem eru einfaldir og auðvelt að klippa. Afturglugginn er flóknari, svo ekki sé talað um framrúðuna.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU dagur 86
Ég horfði á myndband eftir Danny Fenton á YouTube (The Devil is in the Detail) þar sem hann sýndi hvernig hægt er að gera framrúðu og reyndi að fylgja honum eins og mér sýndist best. Ég notaði gamalt dagatal (ekki plastvasa) og klippti það til þar til það passaði á skrokkinn.
Svo klippti ég plastið eftir pappamátinu (þurfti reyndar að gera það tvisvar) og mátaði það svo á skrokkinn. Þetta tók nánast allan morguninn, en ég er ánægður með árangurinn. Ég lími þetta á þegar ég er búinn að setja innvolsið í.
Ég horfði á myndband eftir Danny Fenton á YouTube (The Devil is in the Detail) þar sem hann sýndi hvernig hægt er að gera framrúðu og reyndi að fylgja honum eins og mér sýndist best. Ég notaði gamalt dagatal (ekki plastvasa) og klippti það til þar til það passaði á skrokkinn.
Svo klippti ég plastið eftir pappamátinu (þurfti reyndar að gera það tvisvar) og mátaði það svo á skrokkinn. Þetta tók nánast allan morguninn, en ég er ánægður með árangurinn. Ég lími þetta á þegar ég er búinn að setja innvolsið í.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU dagur 87
Ég fékk lánað leiser hallamálið hjá syni mínum og var svo í langan tíma að stilla aðhallann (íslenska fyrir e. dihedral) á vængjunum í um 38 mm undir hvorn vængenda. Leiser strikið sést ekki á þessari mynd, enda liggur það undir vænginn, en ég er ekki viss um að ég hefði getað gert þetta svona hratt og örugglega ef ég hefði ekki haft leiser hallamál.
Svo skar ég til kubba sem ég ætla að líma á stífurnar, ofan og neðan. Ég þarf ekki að gera ráð fyrir að geta stillt þetta, enda koma feringar á stífurnar, bæði við skrokkinn og undir vænginn, sem ekki verður hægt að snúa á neinn hátt.
Ég fékk lánað leiser hallamálið hjá syni mínum og var svo í langan tíma að stilla aðhallann (íslenska fyrir e. dihedral) á vængjunum í um 38 mm undir hvorn vængenda. Leiser strikið sést ekki á þessari mynd, enda liggur það undir vænginn, en ég er ekki viss um að ég hefði getað gert þetta svona hratt og örugglega ef ég hefði ekki haft leiser hallamál.
Svo skar ég til kubba sem ég ætla að líma á stífurnar, ofan og neðan. Ég þarf ekki að gera ráð fyrir að geta stillt þetta, enda koma feringar á stífurnar, bæði við skrokkinn og undir vænginn, sem ekki verður hægt að snúa á neinn hátt.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU dagur 88
Ég tálgaði til endana á stífunum. Seinna set ég vængina á og bý til feringarnar við skrokkinn og vænginn. Það verður smá púsl. Ég þarf að finna rör sem ég get sett yfir skrúfuhausana svo ég hafi aðgang að þeim.
Í millitíðinni fór ég að tálga til sætin í flugmannsklefanum. Ég skar til þétt frauðplast og tálgaði það til með nýju hnífsblaði.
Þegar ég var langt kominn mátaði flugmaðurinn sætið. Hann virðist passa ágætlega.
Nú þarf ég bara að klæða innan veggina á flumannsklefanum og svo setja lok yfir fjarstýritækin. Ég skoðaði myndir þar sem sést innan í TF-FRU, og sætin og innviðir aðrir en mælaborðið eru dökk blá, svipað og dökka strikið utan á vélinni. Nú þarf ég að ná mér í bláa málningu og skvetta á sætin.
Ég tálgaði til endana á stífunum. Seinna set ég vængina á og bý til feringarnar við skrokkinn og vænginn. Það verður smá púsl. Ég þarf að finna rör sem ég get sett yfir skrúfuhausana svo ég hafi aðgang að þeim.
Í millitíðinni fór ég að tálga til sætin í flugmannsklefanum. Ég skar til þétt frauðplast og tálgaði það til með nýju hnífsblaði.
Þegar ég var langt kominn mátaði flugmaðurinn sætið. Hann virðist passa ágætlega.
Nú þarf ég bara að klæða innan veggina á flumannsklefanum og svo setja lok yfir fjarstýritækin. Ég skoðaði myndir þar sem sést innan í TF-FRU, og sætin og innviðir aðrir en mælaborðið eru dökk blá, svipað og dökka strikið utan á vélinni. Nú þarf ég að ná mér í bláa málningu og skvetta á sætin.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU dagur 89
Þessi mynd er tvískip og sýnir bæði innan og utan. Ég setti vír í gegnum hnúðana á rofunum og hann nær út fyrir skrokkinn. Núna eru græjurnar virkar ef togað er í vírinn, en slökkt með því að ýta á hann.
Lamirnar komnar á hurðirnar. Þær eru auðvitað ekki virkar, en það væri asnalegt að hafa þær ekki þarna.
Ég límdi bökin á stólana og málaði þá með smá trélími. Ég er buinn að fá málningu sem ég ætla að sulla á þá á morgun.
Þessi mynd er tvískip og sýnir bæði innan og utan. Ég setti vír í gegnum hnúðana á rofunum og hann nær út fyrir skrokkinn. Núna eru græjurnar virkar ef togað er í vírinn, en slökkt með því að ýta á hann.
Lamirnar komnar á hurðirnar. Þær eru auðvitað ekki virkar, en það væri asnalegt að hafa þær ekki þarna.
Ég límdi bökin á stólana og málaði þá með smá trélími. Ég er buinn að fá málningu sem ég ætla að sulla á þá á morgun.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU dagur 90
Ég bjó til klæðningar innan í hliðarnar á skrokknum úr bárupappa utan af pottasetti úr Kostkó. Svo málaði ég klæðninguna og sætin blá.
Ég hætti við að hafa lok yfir fjarstýrigræjunum, en þá þurfti ég að mála servóbakkann bláan. Ég málaði gólfið svart. Ég veit ekki hvaða litur er á teppinu í Frúnni, en svart er frekar hlutlaust.
Ég bjó til klæðningar innan í hliðarnar á skrokknum úr bárupappa utan af pottasetti úr Kostkó. Svo málaði ég klæðninguna og sætin blá.
Ég hætti við að hafa lok yfir fjarstýrigræjunum, en þá þurfti ég að mála servóbakkann bláan. Ég málaði gólfið svart. Ég veit ekki hvaða litur er á teppinu í Frúnni, en svart er frekar hlutlaust.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- Dagur 91
Efsti hluti mælaborðsins: eldsneytisslanga og svört málning. Ég málaði líka mótorhúsið svart.
Innri klæðningin límd í.
Lokið ofan á eldsneytistankinn. Þetta er 0,3 mm prentplötu ál, sem ég límdi með snertilími á vænginn. Svo skrúfaði ég nokkrar áberandi skrúfur og setti að lokum nokkra límdropa til að líkja eftir festingum (af því ég átti akki nógu margar skrúfur). Nú vantar mig bara að búa til lokin fyrir áfyllinguna.
Efsti hluti mælaborðsins: eldsneytisslanga og svört málning. Ég málaði líka mótorhúsið svart.
Innri klæðningin límd í.
Lokið ofan á eldsneytistankinn. Þetta er 0,3 mm prentplötu ál, sem ég límdi með snertilími á vænginn. Svo skrúfaði ég nokkrar áberandi skrúfur og setti að lokum nokkra límdropa til að líkja eftir festingum (af því ég átti akki nógu margar skrúfur). Nú vantar mig bara að búa til lokin fyrir áfyllinguna.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- Dagur 92
Nú er ég búinn að líma hallastýrin á og þau hreyfast liðlega. Ég bjó til stangir úr servóunum í stýrishornin. Þetta er M3 snitt teinn og gafflar. Ég setti skreppihólk upp á snitt teininn svo hann líti betur út. Svo forritaði ég fjarsýringuna þannig að stýrin hreyfast helling upp og afar lítið niður.
Nú er ég búinn að líma hallastýrin á og þau hreyfast liðlega. Ég bjó til stangir úr servóunum í stýrishornin. Þetta er M3 snitt teinn og gafflar. Ég setti skreppihólk upp á snitt teininn svo hann líti betur út. Svo forritaði ég fjarsýringuna þannig að stýrin hreyfast helling upp og afar lítið niður.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði