Framlenging á pústi?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Framlenging á pústi?

Póstur eftir Siggi Dags »

Var að hugsa um að framlengja pústið með slaungu um 20 - 25 cm,
til að sleppa við sem mest af sulli.

Spurningin er, hefur þetta mikil áhrif á gang eða kraft mótorsins sem er .46 ?

Ættla að setja S.M.S on board glo controller í vélina.

Hvernig hafa menn verið að tengja við kertið, er ekki hægt að kaupa hettu?

Sjáumst Þytsmenn á fundi annað kvöld þ.e. 5 marz.

:)
Kveðja
Siggi
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Framlenging á pústi?

Póstur eftir Gaui »

Ef þú færð hitaþolna slöngu (silikon), þá skaltu nota hana, það er ferlega gott að þurfa ekki að þrífa marga lítra af jukki af vélinni. Slangan ætti að hafa lítil ef nokkur áhrif á kraftinn í mótornum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara