Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Árni H
Póstar: 1587
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Árni H »

Verðum við ekki að þvívíddarprenta nokkrar hænur í skala? :)
Passamynd
Gaui
Póstar: 3693
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

Það væri ekki verra, Árni. Skalinn er 1:4.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3693
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 102

Það er ótrúkegt að maður hamast í marga klukkutíma að reikna út hvað á að mála og hvað ekki og maska allt aftur á bak og áfram. Svo tekur það bara 10 mínútur að sprauta málningunni á og rífa allt límbandið af aftur. Annars er þetta bara flottur blár litur.
20240706_110331.jpg
20240706_110331.jpg (136.16 KiB) Skoðað 773 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3693
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 103

Ein umferð af hvítu á skrokkinn.
20240708_100328.jpg
20240708_100328.jpg (133.77 KiB) Skoðað 753 sinnum
Textinn á vængendanum. Ég skoðaði myndir af FRUnni vandlega og komst að því að Arial er líkast þessum stöfum, svo ég prentaði þetta á sérstakan pappír sem ég get losað með vatni og límt á vængendann. Það er allt hægt nú til dags.
20240708_102216.jpg
20240708_102216.jpg (136.39 KiB) Skoðað 753 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3693
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 104

Ég lagði FRÚna á hægri hliðina og festi vinstri vænginn á hana. Svo merkti ég staðsetningu og lag feringanna við stífurnar.
20240709_102050.jpg
20240709_102050.jpg (133.91 KiB) Skoðað 726 sinnum
Ég setti rör yfir hausinn á skrúfunni og límdi það fast.
20240709_102058.jpg
20240709_102058.jpg (136.49 KiB) Skoðað 726 sinnum
Bláa límbandið á að gefa lag feringarinnar þegar ég steypi það upp. Ég setti líka límband á festinguna sjálfa til að hún festist ekki innan í feringunni. Svo makaði ég Isopon P-38 á stífuna og skrokkinn þar sem feringin er. Ég gerði þetta í nokkrum atrennum.
20240709_104031.jpg
20240709_104031.jpg (138.58 KiB) Skoðað 726 sinnum
Þegar fyllirinn var orðinn harður gat ég losað stífuna af og pússað hann til þar til réttu lagi var náð. Nú er bara að setja rauðan fylli á þetta og svo fínpússa og grunna.
20240709_120204.jpg
20240709_120204.jpg (133.7 KiB) Skoðað 726 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3693
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 105

Nú þarf að ganga frá stífufestingunum undir vængina. En til þess þarf ég að leggja FRÚna á bakið. :lol:
20240712_100641.jpg
20240712_100641.jpg (137.3 KiB) Skoðað 628 sinnum
Hér er ég búinn að merkja feringuna og setja rör fyrir skrúfjárnið. Ég átti ekki nægilegt af kopar rörum, svo ég setti plaströr í staðinn. Ég uppgötvaði núna að feringin er ekki nógu stór, svo ég bætti við hana út-megin við stífuna.
20240712_100654.jpg
20240712_100654.jpg (141.29 KiB) Skoðað 628 sinnum
Svo sullaði ég P-38 á stífuna í nokkrum atrennum. Ég ætla að leyfa þessu að harðna til morguns áður en ég byrja að pússa það til.
20240712_110301.jpg
20240712_110301.jpg (144.16 KiB) Skoðað 628 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3693
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 106

Það er fering utan um hjólastellið upp við skrokkinn og ég byrjaði á því að merkja hvar hún ætti að vera.
20240715_092153.jpg
20240715_092153.jpg (125.37 KiB) Skoðað 254 sinnum
Svo setti ég límband (P-38 festist eiginlega ekki við þetta gula límband) og sullaði svo P-38 á staðinn. Spjöldin tvö eru þarna til að viðhalda samskeytunum á lokinu yfir stellið.
20240715_094702.jpg
20240715_094702.jpg (136.7 KiB) Skoðað 254 sinnum
Og svo er hellingur af pússeríi. Sem betur fer á ég pússitromlu á Proxxon handfræsarann og hún kom sér vel þarna.
20240715_105010.jpg
20240715_105010.jpg (140.25 KiB) Skoðað 254 sinnum
Hér er feringin neðan frá.
20240715_105016.jpg
20240715_105016.jpg (142.86 KiB) Skoðað 254 sinnum
Þegar allt var orðið sæmilega hart og ég búinn að pússa það mesta, þá gat ég losað feringarnar frá. Annar hluti þeirra límist svo við hjólastellið og litli parturinn festist á lokið. Þannig getur hjólastellið gengið til í harkalegum lendingum án þess að brjóta feringuna.
20240715_115159.jpg
20240715_115159.jpg (139.73 KiB) Skoðað 254 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3693
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 107

Hér er ég búinn að líma feringarnar á stellið og svo taka stellið af. Hér vantar smá fylliefni og grunn og svo má mála.
20240717_094017.jpg
20240717_094017.jpg (134.31 KiB) Skoðað 170 sinnum
Búinn að sprauta með hvítu.
20240718_110645.jpg
20240718_110645.jpg (133.42 KiB) Skoðað 170 sinnum
Þetta er lokið yfir (undir) hjólastellið þar sem það festist á skrokkinn. Feringarnar eru komnar á endana og búið að sprauta smá.
20240718_110702.jpg
20240718_110702.jpg (146.19 KiB) Skoðað 170 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara