Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3739
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 124

Það var nokkuð ljóst að ég gæti ekki gert almennilega vélarhlíf fyrir FRÚna og því pantaði ég eina slíka frá Vic Catalasan hjá vicrc.com. Hún kom fljótt og örugglega og passar nokkuð flott framan á FRÚna.
20241023_103606.jpg
20241023_103606.jpg (141.3 KiB) Skoðað 365 sinnum
Hæðin á hlífinni er nokku rétt, en ég þurfti að skera af hiðunum og neðan til að hún passaði eins og hún á að gera samkvæmt teikningu.
20241023_112230.jpg
20241023_112230.jpg (144.71 KiB) Skoðað 365 sinnum
Ég skar og pússaði með Proxxon handfræsara.
20241023_113754.jpg
20241023_113754.jpg (137.18 KiB) Skoðað 365 sinnum
Og hér sést að hlifin er farin að passa nokkuð vel. Ég á bara eftir að pússa einhverja millimetra áður en ég set kubbana sem vantar framan á eldvegginn.
20241023_115924.jpg
20241023_115924.jpg (146.33 KiB) Skoðað 365 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3739
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 125

Ég staðsetti vélarhlífina á skrokkinn með því að nota hringinn af nefkeilunni (spinnernum) og festi hana svo með þrem skrúfum. Það er ekki víst að ég þurfi fleiri, en það gæti hugsast að ég setji tvær í viðbót. Ég þurfti, nefnilega, að kljúfa hlífina að neðan svo hún gæti setið rétt.
20241024_114000.jpg
20241024_114000.jpg (140.7 KiB) Skoðað 321 sinni
Hér sést neðan undir hlífina. Raufin sem ég þurfti að gera er um 5 mm breið aftast og ég er búinn að líma glerfíber plötu undir. Ég bjó líka til loftinntaki fyrir blöndunginn úr balsa og 0,3 mm glerfíberplötum og límdi það á sinn stað undir hlífina.
20241024_121308.jpg
20241024_121308.jpg (143.46 KiB) Skoðað 321 sinni
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3739
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 126

Lendingarljósin eru í vélarhlífinni á TF-FRU, svo ég þurfti að taka gat í hana (vélarhlífina) og búa til botn sem hallar í rétta átt fyrir ljósin. Epoxý lím með örkúlum (microballoons) notað til að festa þetta í og fylla upp í.
20241025_103027.jpg
20241025_103027.jpg (135.64 KiB) Skoðað 295 sinnum
Svo fór ég með hlífina út og sprautaði fyrstu umferð af grunni. Nú þarf ég að fylla í öll göt sem ég finn og svo pússa grunninn allan af áður en ég grunna aftur.
20241025_112423.jpg
20241025_112423.jpg (142.47 KiB) Skoðað 295 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3739
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 127

Allur morguninn fór í að pússa grunninn niður með P320 sandpappír. Svo grunnaði ég aftur. Vélarhlífin er nánast tilbúin undir málningu. Bara eftir að fylla í nokkrar misfellur og pússa smá í viðbót. Næst veður það P400 pappír. Svo bý ég til plötuskil, samskeyti, lúgur og lamir.
20241026_113959.jpg
20241026_113959.jpg (138.01 KiB) Skoðað 253 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3739
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 128

Ég notaði þríhliða teikningu (3-view) til að draga skil upp á vélarhlífina. Þar eru sýndar heilmiklar lúgur og áberandi lamir ofan á hlífinni. Ég bjó lúgurnar til úr ál-límbandi og setti lamirnar með fylliefni á milli límbanda. Þegar heim kom skoðaði ég myndir af FRÚnni og sá þá að horki lamirnar né þessar lúgur eru réttar. Ég laga það á morgun.
20241028_094317.jpg
20241028_094317.jpg (127.69 KiB) Skoðað 158 sinnum
Plötuskil eru búin til með því að leggja minnst þrjú lög af límböndum og smyrja svo fylliefni að þeim, þeim megin sem hryggurinn á að vera.
20241028_095421.jpg
20241028_095421.jpg (134.46 KiB) Skoðað 158 sinnum
Hér er ég búinn að smyrja að öllum skilum sem ég held að eigi að vera. Þetta þarf að fá að þorna til morguns svo ég geti pússað það niður að límbandinu.
20241028_113325.jpg
20241028_113325.jpg (139.93 KiB) Skoðað 158 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3739
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 129

Ég hreinsaði burt það sem ekki átti að vera ofan á vélarhlífinni, pússaði of límdi litla lúgu eins og ég sá á ljósmyndum. Ég pússaði líka niður fylliefnið við límböndin og sleit svo límböndin af.
20241029_094759.jpg
20241029_094759.jpg (138.17 KiB) Skoðað 93 sinnum
Hér er ég búinn að grunna vélarhlífina. plötuskilin eru sæmilega áberandi.
20241029_095412.jpg
20241029_095412.jpg (135.01 KiB) Skoðað 93 sinnum
Ég bjó til hnoð með því að setja litla límdropa þar sem þau eiga að vera.
20241029_103556.jpg
20241029_103556.jpg (132.84 KiB) Skoðað 93 sinnum
Og svo sprautaði ég með hvítum.
20241029_115943.jpg
20241029_115943.jpg (126.96 KiB) Skoðað 93 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3739
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 130

Ljósblái liturinn kominn á.
20241030_105433.jpg
20241030_105433.jpg (135.9 KiB) Skoðað 33 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara