TF-LBP -- dagur 16
Dagurinn byrjaði á tiltekt á verkstæðinu: dót sem ég átti þarna niðurfrá og hafði lítið hlutverk þar, var tekið, sett í bílinn og flutt heim í kjallarann, þar sem því ferður komið fyrir eða fyrirkomið eftir atvikum.
Ég ákvað að reyna að byrja á vængjunum og til þess þurfti ég að búa til 11 framrif á hvorn væng, sem ekki fylgja með í kittinu og eru ekki sýnd á teikningunni. Það er ljóst af myndum og teikningum og slíku að það eru framrif á milli vængrifjanna á Taylorcraft Auster, svo ég verð að búa þau til og líma þau á sína staði.
Næst þurfti ég að framlengja vængbitana. Þeir eru fjórir. Efnið sem ég fékk er 914mm eða þar um bil en þeir þurfa að vera rúmlega 1200mm.
Ég skar efri afturbrún og flapsa úr 1,5mm krossviði. Ég hugsa að ég geri neðri afturbrúnina úr balsa, en ég á nægan krossvið sem ég get notað í hana. Neðri afturbrúnin verður ekki nema 10mm eða svo fyrst ég ætla að setja flapsa.
Ég skar neðan úr fimm rifjum no. 2 fyrir flapsanum. Rifin eru gerð úr léttkrossviði og auðvelt að skera þau með beittum hníf.
Nú get ég byrjað að máta rifin á rétta staði.
Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
TF-LBP -- dagur 17
Þá er ég byrjaður að raða vængnum saman og allt virðist ætla að ganga upp.
En, þegar kom að hallastýrinu var ekki allt eins og það átti að vera. Hallastýrisbitinn (3mm léttkrossviður) og rifin fyrir framan hann pössuðu engan veginn saman. Ég lagðist í hux og spögguleringar og var jafnvel kominn á þá skoðun að ég þyrfti að búa til ný rif, þegar ég uppgötvaði að það var bitinn sem var ekki réttur. Raufar fyrir rifin eru skornar í ranga átt. Í staðinn fyrir að vera neðan á bitanum, þá eiga þær að vera ofan á honum, og það sem eru raufar er það sem á að vera eftir þegar búið er að gera raufarnar.
Ég sagaði út nýja bita og þá ganga rifin og bitinn svona saman:
Þá gat ég lagt niður restina af rifjunum með nýja hallastýrisbitann eins og hann á að vera..
Þá er ég byrjaður að raða vængnum saman og allt virðist ætla að ganga upp.
En, þegar kom að hallastýrinu var ekki allt eins og það átti að vera. Hallastýrisbitinn (3mm léttkrossviður) og rifin fyrir framan hann pössuðu engan veginn saman. Ég lagðist í hux og spögguleringar og var jafnvel kominn á þá skoðun að ég þyrfti að búa til ný rif, þegar ég uppgötvaði að það var bitinn sem var ekki réttur. Raufar fyrir rifin eru skornar í ranga átt. Í staðinn fyrir að vera neðan á bitanum, þá eiga þær að vera ofan á honum, og það sem eru raufar er það sem á að vera eftir þegar búið er að gera raufarnar.
Ég sagaði út nýja bita og þá ganga rifin og bitinn svona saman:
Þá gat ég lagt niður restina af rifjunum með nýja hallastýrisbitann eins og hann á að vera..
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
TF-LBP -- dagur 18
Ýmis smáverk við vænginn í dag: Ég lokaði vængnum og styrkti hann fyrir framan flapsann með 5mm balsa.
Ég setti smárif frá frambrún að vængbita og límdi svo balsa framan á frambrúnina. Teikningin segir mér að setja 2,5mm balsaplötu á frambrúnina, en frumgerðin er ekki þannig lokuð. Það sést, hins vegar, mjög greinillega að það eru stutt rif á milli heilrifjanna og ég ætla að gera það þannig. Hugsanlega þarf ég að styrkja vænginn á einhvern máta, en við komum að því síðar.
Ég setti hallastýrið saman. Nú þarf bara að pússa það til og forma frambrúnina á því.
Ég var lengi að finna út hvar þessir sveigar eiga að koma. Ég meira að segja spurði hönnuðinn, Jerry Bates, en hann mundi ekkert hvar. Svo kom þetta í ljós. Þetta eru vængendarnir! sá þykkari ofan á hluta TC og sá þynnri undir.
Ýmis smáverk við vænginn í dag: Ég lokaði vængnum og styrkti hann fyrir framan flapsann með 5mm balsa.
Ég setti smárif frá frambrún að vængbita og límdi svo balsa framan á frambrúnina. Teikningin segir mér að setja 2,5mm balsaplötu á frambrúnina, en frumgerðin er ekki þannig lokuð. Það sést, hins vegar, mjög greinillega að það eru stutt rif á milli heilrifjanna og ég ætla að gera það þannig. Hugsanlega þarf ég að styrkja vænginn á einhvern máta, en við komum að því síðar.
Ég setti hallastýrið saman. Nú þarf bara að pússa það til og forma frambrúnina á því.
Ég var lengi að finna út hvar þessir sveigar eiga að koma. Ég meira að segja spurði hönnuðinn, Jerry Bates, en hann mundi ekkert hvar. Svo kom þetta í ljós. Þetta eru vængendarnir! sá þykkari ofan á hluta TC og sá þynnri undir.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
TF-LBP -- dagur 19
Morguninn fór í eitt verk: að setja vefi á milli vængbitanna. Þetta er frekar tímafrekt verk, en ágætlega gaman. Ég skar vefina í rétt hæð til að þeir pössuðu á milli bitanna. Svo mátaði ég þá og skar af þeim þar til þeir smullu á milli rifjanna.
Svo langaði mig að styrkja fremri bitann af því ég sleppi klæðningunni sem myndar D-boxið. Ég á kolfíberþræði, sem ég keypti fyrir fjölda ára (hef ekki hugmynd hvað ég ætlaði að gera við þetta) og lagði þá í epoxý kvoðu ofan á frambitann. Ég mun síðar setja svona neðan á hann líka. Mér skilst að þetta styrki bitann ógurlega.
Morguninn fór í eitt verk: að setja vefi á milli vængbitanna. Þetta er frekar tímafrekt verk, en ágætlega gaman. Ég skar vefina í rétt hæð til að þeir pössuðu á milli bitanna. Svo mátaði ég þá og skar af þeim þar til þeir smullu á milli rifjanna.
Svo langaði mig að styrkja fremri bitann af því ég sleppi klæðningunni sem myndar D-boxið. Ég á kolfíberþræði, sem ég keypti fyrir fjölda ára (hef ekki hugmynd hvað ég ætlaði að gera við þetta) og lagði þá í epoxý kvoðu ofan á frambitann. Ég mun síðar setja svona neðan á hann líka. Mér skilst að þetta styrki bitann ógurlega.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
TF-LBP -- dagur 20
Ég límdi ræmur af 2,5mm balsa ofan á öll rifin. Það viðurkennist að þetta tók meira en einn dag, en við sættum okkur við það.
Þegar ég gat loks snúið vængnum við þurfti ég að ganga frá ýmsu. Hér er t.d. festing og lok fyrir hallastýris servóið.
Og hér á flapsa servóið að sitja. Ég ætla að sjá til hvort ég set lok yfir það, en þá get ég ekki klætt með dúk fyrr en flapsinn er kominn á sinn stað. Stýrisstöngin kemur ekki niður úr vængnum.
Ég límdi ræmur af 2,5mm balsa ofan á öll rifin. Það viðurkennist að þetta tók meira en einn dag, en við sættum okkur við það.
Þegar ég gat loks snúið vængnum við þurfti ég að ganga frá ýmsu. Hér er t.d. festing og lok fyrir hallastýris servóið.
Og hér á flapsa servóið að sitja. Ég ætla að sjá til hvort ég set lok yfir það, en þá get ég ekki klætt með dúk fyrr en flapsinn er kominn á sinn stað. Stýrisstöngin kemur ekki niður úr vængnum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði