Góðan dag kæru félagar.
Flugmódelfélagið Þytur boðar hér með til aðalfundar miðvikudaginn 5. mars nk.
Fundurinn verður haldin í aðstöðu Flugklúbbs Mosfellsbæjar að Tungubökkum og hefs stundvíslega klukkan 20:00
Allir áhugamenn um flugmódel eru velkomnir ,en skv. lögum félagsins hafa aðeins greiddir og gildir félagar atkvæðisrétt.
Efni fundarins er á hefðbundnum nótum skv.5. grein
DAGSKRÁ AÐALFUNDAR
5.1 Formaður setur aðalfund Þyts.
5.2 Kosning fundarstjóra og ritara aðalfundarins.
5.3 Skýrsla formanns um störf félagsins á liðnu starfsári.
5.4 Reikningar lagðir fram til samþykktar.
5.5 Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
5.6 Skýrslur nefnda.
5.7 (á ekki við á oddatölu skv. 8gr.)
5.8 Kosning gjaldkera og meðstjórnenda samkvæmt ákvæðum 8.gr.
5.9 Kosning endurskoðenda.
5.10 Kosning í nefndir.
5.11 Tillögur um lagabreytingar.
5.12 Önnur mál.
Engar tillögur að lagabreytingum hafa borist stjórn á árinu.
Kosningar skulu vera skriflegar nema fundurinn samþykki annað.
Kveðja stjórnin
Aðalfundur Þyts 2025
Aðalfundur Þyts 2025
- Viðhengi
-
- 607.jpg (5.54 KiB) Skoðað 1253 sinnum
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Flugmódelfélag Suðurnesja
Re: Aðalfundur Þyts 2025
Ég má til með að bústa þessum viðburði upp svo enginn þytsari missi nú af neinu......
Undir liðnum ,,önnur mál" má koma með hugmyndir og vangaveltur.
Það liggur til að mynda fyrir að laga þarf sprungu sem myndast hefur í einni af brautum Hamranes.
Við viljum einnig halda áfram að skoða leiðir er varða öryggis-girðingu/net.
Bráðabirgða lekaviðgerð á gámnum virðist hafa tekist.
Undir liðnum ,,önnur mál" má koma með hugmyndir og vangaveltur.
Það liggur til að mynda fyrir að laga þarf sprungu sem myndast hefur í einni af brautum Hamranes.
Við viljum einnig halda áfram að skoða leiðir er varða öryggis-girðingu/net.
Bráðabirgða lekaviðgerð á gámnum virðist hafa tekist.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Flugmódelfélag Suðurnesja