TF-LBP -- dagur 70
Ég ætlaði að grunna skrokkinn og byrjaði á því að sprauta innan í flugklefann. Svo kom í ljós að ég átti ekki mikið af þeim grunni sem ég vil helst nota. Ég vil helst nota ACE Premier Primer (sem er frekar dökkur) eða ColorMatic Ik Grunder, sem er meðalgrár. Þessar dósir kláruðust, svo ég prófaði Belton Basic Universal Grund sem ég keypti fyrir nokkrum vikum.

- 20250401_113502.jpg (145.61 KiB) Skoðað 608 sinnum
Í stuttu máli, þá er þetta hræðilegur grunnur, sem lekur við minnsta tilefni. Ég nota hann ekki meira. Eins og hinir tveir eru góðir, þá er þessi alveg hræðilegur. Getur einhver sagt mér hvers vegna verslanir hætta að selja dót sem manni líkar vel og pranga í staðinn algerlega ónothæfu rusli sem maður getur engan veginn notað?

- 20250401_113712.jpg (138.74 KiB) Skoðað 608 sinnum
Þá er komið að bekknum sem flugmaðurinn situr á. Ég prentaði hann út í réttri stærð og sagaði út úr 1,5 mm krossviði.

- 20250401_093300.jpg (132.42 KiB) Skoðað 608 sinnum
Svo notaði ég grillpinna úr bambus til að búa til stólgrindina og setti sæti fyrir flugmanninn. Það er ekkert sæti hægra megin, því þetta var sjúkraflugvél og þarna var pláss fyrir börur eða legpláss fyrir sjúklingana. Það var sæti fyrir aftan flugmanninn fyrir lækni eða sjúkraliða, sem sá um að sjúklingurinn lifði flugferðina af.

- 20250401_113831.jpg (137.67 KiB) Skoðað 608 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði