Edge 540T frá Will Hobby
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Í staðinn fyrir svamp (foam), þá skaltu gubba Fix-All á krossviðinn og síðan troða tankinum niður. Fix-All-ið dregur úr víbringi eins vel og hvaða svampur sem er og það heldur líka tankinum á sínum stað
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Ég hef undanfarið notað venjulegt baðherbergissílíkon til að leggja tankinn í . Það límir ekki eins fast eins og Fix-All en býr til mýkri "púða" og auðveldara að slíta tankinn lausan ef þarf (held ég ).
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Jæja... ég er hvorki með Fix-All né sílikon, svo ég sló tankmálum á frest. Ég er með allar hillur fullar af servóum og framlengingum og það þarf að komast á sinn stað. Ég ákvað að byrja á vængnum. Servó snúran var auðvitað allt of mjúk til að renna í gegnum rifin og að réttum stað. Þar sem það er bannað að deyja ráðalaus þá tók ég innbindivír sem ég rétti upp í snarhasti. Hann var bara alveg fullkominn í verkefnið, rann á áfangastað og þar með gat ég dregið í vænginn öðru megin. Meira náðist ekki, þar sem það tók lungann úr tímanum að búa til verkfærið.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Ég kláraði að draga í vænginn... en áttaði mig á að ég átti ekkert teip til að tryggja að snúrurnar hristist ekki í sundur, svo ég sneri mér aftur að tanknum. Ég hafði fundið þetta forláta frauð utan af einhverju tölvudótinu hérna og það setti ég undir tankinn og hækkaði hann aðeins upp. Svo tók ég bút af frauðinu og tróð niður með tanknum og voilá... þegar stúturinn er kominn í gegn um eldvegginn þá þarf kjarnorkustríð til að þessi tankur losni! Ef einhver ykkar á von á slíku, þá skal ég bæta við annað hvort Fix-All eða sílikoni.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Offi
Það er eitt alveg öruggt í þessu lífi fyrir utan dauðann og skattana, það er að ef tankurinn getur hreyfts, upp eða afturábak, þá mun hann gera það um leið og þú ert búinn að fylla hann af eldsneyti og þá rofna slöngurnar rétt fyrir innan eldvegginn, allar nema sú sem liggur í hljóðkútinn. Hún heldur áfram að blása inn í tankinn þar til allt eldsneytið er komið í balsann í framenda vélarinnar. Ef þú getur skorðað tankinn betur, t.d. með teygjum ofan á hann og aftur fyrir hann, þá ertu orðinn nokkuð öruggur.
Það er eitt alveg öruggt í þessu lífi fyrir utan dauðann og skattana, það er að ef tankurinn getur hreyfts, upp eða afturábak, þá mun hann gera það um leið og þú ert búinn að fylla hann af eldsneyti og þá rofna slöngurnar rétt fyrir innan eldvegginn, allar nema sú sem liggur í hljóðkútinn. Hún heldur áfram að blása inn í tankinn þar til allt eldsneytið er komið í balsann í framenda vélarinnar. Ef þú getur skorðað tankinn betur, t.d. með teygjum ofan á hann og aftur fyrir hann, þá ertu orðinn nokkuð öruggur.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Edge 540T frá Will Hobby
[quote=Offi]en áttaði mig á að ég átti ekkert teip til að tryggja að snúrurnar hristist ekki í sundur[/quote]
Ég nota venjulega bara sláturgarn til að binda tengin saman. Þræddu það á milli víranna og bittu það saman með venjulegum klaufahnút. Tannþráður gerir sama gagn.
Ég nota venjulega bara sláturgarn til að binda tengin saman. Þræddu það á milli víranna og bittu það saman með venjulegum klaufahnút. Tannþráður gerir sama gagn.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Ja, magnað. Það vill svo til að ég á hér 30 m rúllu af Jordan EasySlide Whitening tannþræði með Spearmint bragði. Sýnist hann verða sjálfkjörinn í þetta verk á morgun.
Ég er annars búinn að sjá út lausn með tankinn, svo hann verði nú kjarnorkuheldur að auki. Hrindi henni í framkvæmd þegar ég er búinn að gera gatið í eldvegginn.
Ég er annars búinn að sjá út lausn með tankinn, svo hann verði nú kjarnorkuheldur að auki. Hrindi henni í framkvæmd þegar ég er búinn að gera gatið í eldvegginn.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Svo má líka skella herpihólk yfir tengin ef menn eiga von á kjarnorkustríði
Nú eða versla servótengja klemmur af Ashtek.
Nú eða versla servótengja klemmur af Ashtek.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Ja... það var smá stríð um hana á heimilinu í fyrstu, en hún var tekin í sátt að lokum!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.