Ég maskaði og sprautaði stafina neðan á vinstri vænginn. Það er hægt að flýta þornun á milli umferða með hitablásara, ef maður er að flýta sér. Athugaðu samt að nota ekki of mikinn hita.
20250701_105214.jpg (138.91 KiB) Skoðað 161 sinni
Ég skar út króka fyrir sætisólar úr 0,8mm (?) áli, sagaði niður í bakið á stólnum og límdi þá á sinn stað.
20250701_110536.jpg (137.69 KiB) Skoðað 161 sinni
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég tók maskann af skrokknum og penslaði svartri og grænni málningu þar sem vantaði.
20250708_095344.jpg (142.78 KiB) Skoðað 40 sinnum
Svo maskaði ég flúrið á vélarhlífinni og 10mm breitt grænt strik aftur eftir skrokknum með bil fyrir skráningarstafina. Það er ótrulegt hvað það tekur langan tíma að maska og svo er maður bara sekúndur að sprauta litinn.
20250708_104221.jpg (144.37 KiB) Skoðað 40 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég maskaði línuna á vinstri hliðina og sprautaði með grænum. Nú þurfa þessar línur að þorna almenninega og svo maska ég og sprauta með svörtum á morgun. Það næsta eru skráningarstafirnir, en þeir verða heilmikið vesen.
20250709_110809.jpg (142.25 KiB) Skoðað 14 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.