Á leið minni að Hamranesi í kvöld sá ég kunnuglegan aðila vera að gera sig kláran í uppgöngu á Bleikisteinsháls. Hann var með eitt stykki Tragi á leið í frumflug eftir langan tíma í kústaskápnum og með nýjar græjur um borð. Ég gat náttúrulega ekki látið þetta tækifæri renna úr greipum og tók að mér að skutla djásninu fram af hæðinni og í opin dauðann... of dramatískt?... skutla djásninu fram af hæðinni og út í óvissuna!
Skemmst er frá því að segja að allt gekk að óskum og hafði vélin engu gleymt... flugmaðurinn ekki heldur.
Til hamingju með „nýju“ vélina Guðjón.
IMG_6906.jpg (112.38 KiB) Skoðað 66 sinnum
IMG_6908.jpg (129.34 KiB) Skoðað 66 sinnum
Flugkvöld í fullum gangi á Hamranesi.
IMG_6910.jpg (293.96 KiB) Skoðað 66 sinnum
IMG_6914.jpg (21.3 KiB) Skoðað 66 sinnum
IMG_6916.jpg (20.16 KiB) Skoðað 66 sinnum
IMG_6920.jpg (277.5 KiB) Skoðað 66 sinnum
IMG_6922.jpg (140.87 KiB) Skoðað 66 sinnum
Viðhald kvöldsins.
879a37d80e9f80f824c831acbb110346.jpeg (354.84 KiB) Skoðað 64 sinnum
Takk fyrir hjálpina Sverrir!
Til gamans: Þetta var aðal vélin mín á WM í danmörku 2016 og trúlega ekkert flogið síðan. Þurfti að uppfæra móttakara, sá gamli er dsm 2, sem nýji sendirinn styður ekki. NMH rafhlöðu skipt út fyrir LiPo + Spennustilli (6V). Annað Hitech hæðarstýris servoið var bilað og var skipt út fyrir Rimax QZ501 Digital.
Í ljós kom eftir skoðun á borðinu í morgun að þyngdarpunkturinn er trúlega 10 til 11 mm of aftarlega, sem er trúlega orsök fyrir "skrítinni" virkni á hæðartýrinu, sem sést vel í lendingunni.
Viðhengi
Rúm 2300g
20250710_115047_compress63.jpg (463.98 KiB) Skoðað 40 sinnum