TF-LBP -- dagur 129
Morguninn fór allur í að skera út stafi og merki -- og það bara fyrir vinstri hliðina. Sú hægri er enn eftir.
Ég prentaði út skráningar stafina TF-LBP í réttri stærð og lagði svo glerplötu ofan á þá. Ég setti svo breitt límband á glerið og dró upp og skar út stafina. Svo lifti ég límbandinu og lagði það á skrokkin samkvæmt línum sem ég var búinn að draga.

- 20250711_102902.jpg (142.39 KiB) Skoðað 15 sinnum
Svo sprautaði ég græna litnum. Nú má þetta þorna þar til á morgun. Þá maska ég allt sem á að haldast grænt og sprauta með svörtu.

- 20250711_104507.jpg (144.11 KiB) Skoðað 15 sinnum
Ég prentaði slysavarnamerkið á vatnspappír (whater slide transfer paper). Ég notaði pappír með hvítan bakgrunn, vegna þess að merkið er að mestu hvítt. Ég sprautaði yfir með glæru lakki, eins og maður gerir til að verja prentblekið. Svo þurfti ég að skera í burt það sem ekki má vera hvítt.

- 20250711_111944.jpg (143.9 KiB) Skoðað 15 sinnum
Ég úðaði vatni aftan á pappírinn (ég er ekki með neina skál á verkstæðinu) og svo renndi ég merkinu á sinn stað. Þetta tókst bara með mestu ágætum.

- 20250711_112308.jpg (143.48 KiB) Skoðað 15 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði