Ég maskaði og sprautaði stafina neðan á vinstri vænginn. Það er hægt að flýta þornun á milli umferða með hitablásara, ef maður er að flýta sér. Athugaðu samt að nota ekki of mikinn hita.
20250701_105214.jpg (138.91 KiB) Skoðað 269 sinnum
Ég skar út króka fyrir sætisólar úr 0,8mm (?) áli, sagaði niður í bakið á stólnum og límdi þá á sinn stað.
20250701_110536.jpg (137.69 KiB) Skoðað 269 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég tók maskann af skrokknum og penslaði svartri og grænni málningu þar sem vantaði.
20250708_095344.jpg (142.78 KiB) Skoðað 148 sinnum
Svo maskaði ég flúrið á vélarhlífinni og 10mm breitt grænt strik aftur eftir skrokknum með bil fyrir skráningarstafina. Það er ótrulegt hvað það tekur langan tíma að maska og svo er maður bara sekúndur að sprauta litinn.
20250708_104221.jpg (144.37 KiB) Skoðað 148 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég maskaði línuna á vinstri hliðina og sprautaði með grænum. Nú þurfa þessar línur að þorna almenninega og svo maska ég og sprauta með svörtum á morgun. Það næsta eru skráningarstafirnir, en þeir verða heilmikið vesen.
20250709_110809.jpg (142.25 KiB) Skoðað 122 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Morguninn fór allur í að skera út stafi og merki -- og það bara fyrir vinstri hliðina. Sú hægri er enn eftir.
Ég prentaði út skráningar stafina TF-LBP í réttri stærð og lagði svo glerplötu ofan á þá. Ég setti svo breitt límband á glerið og dró upp og skar út stafina. Svo lifti ég límbandinu og lagði það á skrokkin samkvæmt línum sem ég var búinn að draga.
20250711_102902.jpg (142.39 KiB) Skoðað 91 sinni
Svo sprautaði ég græna litnum. Nú má þetta þorna þar til á morgun. Þá maska ég allt sem á að haldast grænt og sprauta með svörtu.
20250711_104507.jpg (144.11 KiB) Skoðað 91 sinni
Ég prentaði slysavarnamerkið á vatnspappír (whater slide transfer paper). Ég notaði pappír með hvítan bakgrunn, vegna þess að merkið er að mestu hvítt. Ég sprautaði yfir með glæru lakki, eins og maður gerir til að verja prentblekið. Svo þurfti ég að skera í burt það sem ekki má vera hvítt.
20250711_111944.jpg (143.9 KiB) Skoðað 91 sinni
Ég úðaði vatni aftan á pappírinn (ég er ekki með neina skál á verkstæðinu) og svo renndi ég merkinu á sinn stað. Þetta tókst bara með mestu ágætum.
20250711_112308.jpg (143.48 KiB) Skoðað 91 sinni
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég tók maskann af stöfunum á vinstri hlið og þá kom þetta í ljós. Málningin hafði blætt ótæpilega undir límbandið og ég varð að handmála þetta til að fá það nokkurn vegin ásættanlegt.
20250714_091417.jpg (140.36 KiB) Skoðað 42 sinnum
Ég maskaði stafina á hægri hliðinni og í þetta sinn byrjaði ég á því að sprauta silfur litnum yfir allt. Vonandi blæðir hann yfir það sem er silfur og lokar blæðingunm.
20250714_110555.jpg (141.62 KiB) Skoðað 42 sinnum
Svo sprautaði ég græna litnum.
20250714_115037.jpg (141.71 KiB) Skoðað 42 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Stærsti hluti morgunsins fór í að maska það sem á að vera grænt á stöfunum og svo sprauta með svörtu til að fá útlínurnar. Ég er búinn að ákveða að næsta módel verður með skráningarstafi sem eru bara bein strik: engir bogar!
20250716_104300.jpg (134.33 KiB) Skoðað 7 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.