Ég er með nokkrar 3mm balsaplötur sem eru 9140mm langar (36 tommur) og ég næ þrem rifjum út úr hverri. Ég merkti á plöturnar, skar út blanka sem eru aðeins stærri um sig en rifin, stafla þeim saman með teppalímbandi og merki á þá útlínur rifjann. Þetta er svo sagað út, pússað rétt og svo tekið í sundur.
20250805_101755.jpg (133.9 KiB) Skoðað 265 sinnum
Það tók mig allan morguninn að búa til um 20 rif. Á morgun bý ég til hin sextán sem mig vantar. Svo þegar SLEC sendir mér grenilista í vængbitana, þá máta ég hvert rif fyrir sig uppá þá.
20250805_113357.jpg (141.44 KiB) Skoðað 265 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég notaði morguninn til að búa til festingar fyrir vængina úr 5mm áli (Volvo stuðara) og 0,8mm koparþynnu. Það gekk mjög vel að klippa út koparþynnurnar, forma þær til og bora göt, en þegar ég reyndi að skera út álið með Proxxon fræsaranum mínum, þá sprakk hann í höndunum á mér, rafmagnið fór af verkstæðinu og dularfulli blái reykurinn slapp út. Ég þarf að fá mér nýjan fræsara.
20250807_112705.jpg (143.55 KiB) Skoðað 224 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
I dag snittaði ég í álfestingarnar með M4 snitti og setti M4 bolta sem koma til með að halda efri hluta vængstífanna í skrokknum. Svo lóðaði ég M4 rær á koparfestingarnar. Það verður aðgangur innan í flugklefanum til að festa vængina á með M4 boltum í gegnum skrokkrif F2 og F3.
20250808_110116.jpg (142.22 KiB) Skoðað 205 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Það er einn hvimleiður galli á þessari teikningu: hliðarstýrið er bara sýnt í hliðarmynd og rifin sjálf vantar. Ég er því að giska á hvernig þau eiga að vera og nota til þess þverskurðinn af hæðarstýrinu. Hérna eru rifin sem ég bjó til.
20250813_111803.jpg (137.95 KiB) Skoðað 62 sinnum
Húnn ákvað að nota ekki hliðarstýrið sem VP-1 er með heldur festa hluta þess sem stélkamb og hafa restina venjulegt hliðarstýri. Hér er ég að prófa mig áfram með þetta.
20250813_120922.jpg (136.2 KiB) Skoðað 62 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Stélkamburinn að skríða saman. Ég geri líklega ekki meira við hann fyrr en skrokurinn er kominn.
20250820_112127.jpg (140.27 KiB) Skoðað 27 sinnum
Ég bjó til hjólastell úr gömly Volvo stelli. Ég þurfti að saga það í tvennt vegna þess að það var of breitt. Þetta lag virkar ágætlega. Ég veit það vegna þess að ég hef gert þetta áður.
20250820_111333.jpg (98.84 KiB) Skoðað 27 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.