Edge 540T frá Will Hobby

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Offi »

Hmmm... man ekki neitt eftir plasttengjum í húsmæðrabók Helgu Sigurðar, en heilabúðingurinn var viðbjóður. Þó skal það tekið fram að rabbarbaravínið þar er SNILLD og ekkert annað! Veldur tímabundinni lömun í útlimum og hluta heilastarfseminnar, en ákaflega mikilli ánægju í þeim heilastöðvum sem enn virka. Ílát verða þó að vera lokuð, eða vínið verður á bragðið eins og Jötungrip og krefst viljastyrks að drekka! Been there, done that!

En ég skal hlíta þessum dómi yfir plastinu. Fæ mér nýja teina og full metal jacket í staðinn fyrir plastið!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Offi »

Þá kemur annað vers og það er alveg eins... nefnilega aileron með plasti á...! Vængurinn er þá að mestu klár, nema hvað að ég á eftir að mála þetta hvíta dót þarna.

Fyrst þetta var alveg eins og í gær, þá nota ég sömu myndina, bara speglaða! :D

Mynd
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Offi »

Jæja, ég held bara áfram í servóvinnunni. Núna er það annað servóið fyrir hæðarstýrin. Skar og merkti og boraði og skrúfaði og merkti svo lengdina á teininum með plasttenginu á og beygði hann og klippti. Náði hins vegar ekki að setja control hornið á hæðarstýrið. Það kemur í næsta korteri.

Í dag ætla ég að fara með cowlinguna um allar jarðir og vita hvort ég finni ekki lit sem er svipaður þeim bláa.

Mynd
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Offi »

Ég sveikst aðeins um í síðustu viku vegna anna og bætti mér það upp í dag. Þetta var hvort eð er verk sem ég get ekki gert í vinnunni. Ég tók korter á föstudag í að mæla út hvar mótorinn kemur út í gegnum cowlinguna. Svo merkti ég það sómasamlega og skar síðan úr cowlingunni með forláta hringskera. Virkaði fínt. Síðan opnaði ég cowlinguna að framan, svo ferskir vindar geti leikið um mótorinn. Afraksturinn er sýndur á meðfylgjandi mynd.

Mynd
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Sverrir »

Flott græja :cool:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Björn G Leifsson »

:( ég hef misst af þessari,,, fæst hún í VL-búðinni??
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Þórir T »

Segi það sama, hvar náðirðu í þennan hringskera??

mbk
Tóti
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Offi »

Ja... ég er búinn að dunda mér við að smíða kassagítar og ég fékk þennan skera með viðnum. Það var frá þessum ágæta aðila:
http://www.craft-supplies.co.uk/pdf/cra ... alogue.pdf
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég sé engan fljúgandi gítar þarna ????
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Þórir T »

Góður! Er ekki komið smá challenge þar??? fyrst sláttuvélar og pizzakassar fljúga, ásamt fleira dóti, þá sýnist mér nokkuð auðvelt að smíða "gítar" sem flýgur :D

mbk
Tóti
Svara