08.03.2007 - Nýjar vefsíður flugmódelfélaganna

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 08.03.2007 - Nýjar vefsíður flugmódelfélaganna

Póstur eftir Sverrir »

Á aðalfundi Flugmódelfélags Akureyrar var tilkynnt að Kristinn Ingi Pétursson hefði tekið að sér að sjá um vefsíðumál félagsins og má nú þegar sjá afrakstur þeirrar vinnu með því að fara inn á flugmodel.is.

Smástund tók einnig nýja vefsíðu í notkun fyrr á árinu og má nálgast hana á slóðinni, 123.is/smastund.

Einnig hafa borist fregnir af því að nýr meðstjórnandi í Þyt, Ófeigur nokkur Ófeigsson, sé að vinna í nýrri vefsíðu, verður spennandi að fylgjast með því.

Óskum við flugmódelfélögunum hjartanlega til hamingju með nýju vefsíðurnar og megi þær verða skemmtilegur og lifandi spegill á starfssemina hjá klúbbunum.

Minnum í leiðinni á að tengla á vefsíður klúbbanna má nálgast vinstra megin á forsíðu Fréttavefsins.
Icelandic Volcano Yeti
Svara