Gáta...

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Gáta...

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Jæja... hér má heyra saumnál detta.
Ekkert að gerast, fáir á ferli.
Kominn tími fyrir eina litla gátu... er það ekki?

Þessi hérna er svolítið öðruvísi. Hér er mynd af teikningu af flugvélarhluta sem, ef maður beitir smá hugmyndaflugi og rýnir í textann þá ætti að vera tiltölulega auðvelt að ráða í þetta. Ef það gengur illa þá bæti ég inn vísbendingum.

Ég hef sjálfur séð og dáðst að þessum "mekanisma" nýlega og ég veit að það eru menn í hópi flugmódelfíkla sem þekkja þetta og bið ég þá að halda kj. í bili að minnsta kosti :)

Fimm stig fást fyrir að geta sagt hvað þetta er, 3 stig fyrir að útskýra á skiljanlegan hátt hvernig það virkar og tvö stig fyrir að segja úr hvaða flugvélartegund(um) þetta er ættað. Samanlagt mest tíu stig.

Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Gáta...

Póstur eftir Þórir T »

ég fæ ekki betur séð en þetta sé trim á stélfleti, hallar öllum stélfletinum með því að hreyfa allan flötin að framanverðu.
Til að freista þess að ná í 10 stig, minnir mig að þetta sé í Piper cub amk og jafnvel supercub.. ?
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Gáta...

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Einmitt.
Þetta er hæðarstýristrimmið í Piper (Super) Cub. Það virkar á allan fasta flötinn með því að skrúfa frambrúnina upp eða niður og til þess þarf að vera rauf á hliðinni eins og hér sést:

Mynd

Þarna er sem sagt víravirki sem snýr skrúfu sem færir frambrúnina upp og niður. Svo er aukavír efst sem liggur fram í og tengist kvarða sem sýnir stöðuna.

Hægt er að skoða allt teikningasafnið hérThe Unofficial PA-18 Super Cub Drawing Viewer
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Gáta...

Póstur eftir Þórir T »

and the twelve points go to??? :D
Svara