23.03.2007 - Tveggja hreyfla fjör

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 23.03.2007 - Tveggja hreyfla fjör

Póstur eftir Sverrir »

Þessi stórglæsilegi Þristur sem sést hérna á myndinni er í vinnslu þessa daganna og eins og glöggir lesendur hafa kannski séð þá er hann í litum Páls Sveinssonar. Hver veit nema við sjáum meira af honum á næstunni?

Fyrir áhugamenn um tveggja hreyfla vélar og þá sérstaklega af Strandargerðinni þá er hægt að finna ýmsar myndir og fróðleik á síðunni twinbeech.com.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 23.03.2007 - Tveggja hreyfla fjör

Póstur eftir Gaui »

Árni tók helling af flottum myndum af honum. Árni! sendu Sverri myndir!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 23.03.2007 - Tveggja hreyfla fjör

Póstur eftir Sverrir »

Það er ekki myndaskorturinn sem háir mér, ég á bara eftir að heyra í eigandanum :)

Áhugasamir geta séð myndirnar frá Árna Hrólfi á vefsíðu FMFA, svo er bara að smella á Next til að flakka á næstu mynd.

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: 23.03.2007 - Tveggja hreyfla fjör

Póstur eftir kip »

Svo set ég landgræðslumerkin á vélina í næstu viku, en næst þarf ég að fara huga að cowlingunum sem þarf að breyta, mótorarnir snúa á hlið en götin í cowlingunum niður.

http://new.flugmodel.is/wp-content/plug ... 0017667115
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Birgir
Póstar: 74
Skráður: 4. Apr. 2005 20:52:21

Re: 23.03.2007 - Tveggja hreyfla fjör

Póstur eftir Birgir »

Vá ! Flott smíði hjá þér Kristinn ! Og frábærar myndir...

Er þetta ARF-i eða er þetta skógar-höggs smíði ?

Annars, ferlega flott, og endilega haltu áfram með myndirnar..

Takk fyrir mig.... Biggi
"If a Swiss banker jumps off a cliff, follow him....there's likely money in it."
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: 23.03.2007 - Tveggja hreyfla fjör

Póstur eftir kip »

Því miður þá er þetta bara lélegur arfi frá Kyosho, keypt notað af Þóri á Selfossi, og fleiri áttu hana á undan. En það breytir ekki því að það er hægt að gera hana fallega. Ég er búinn að liggja á RCuniverse og lesa umræður um vélina og það sem menn eru sammála þar um að hún fljúgi illa og hvað sem maður geri endi það alltaf í spinni. Hún á að tipstalla í gríð og erg og fleira skemmtilegt. Það eru tveir OS 40FS mótorar á vængnum. Hún fer í loftið í sumar en miðað við lýsingarnar á RCU þá gæti það orðið hennar eina flug.

Sjá eldri umræður um vélina hér: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=682
Sjá vídjó þar sem fyrrv. eigandi Þórir flýgur henni: http://video.frettavefur.net/dc3_toti.wmv
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: 23.03.2007 - Tveggja hreyfla fjör

Póstur eftir Þórir T »

Ég flaug henni nokkur flug, og ég er sammála því að hún er stall gjörn, en ef mikill munur á, ef maður veit af því! þá flýgur maður henni í samræmi við það.
Þetta er eins og kyosho var með á þessum tíma mikið gel glassaður glerfíber, má ekki mikið við koma til að fá ekki sprungur í yfirborðið.
Átti einu sinni Cessnu frá þeim, (maggi í kef eignaðist hana og aðra til) hún kom meira að segja sprungin úr kassanum..
Sem betur fer hafa kyosho menn hysjað upp um sig í gæðamálum. En þessi vél var í eigu Magga í Kef á undan mér, og ég held ég fari með
rétt mál að Dagbjartur á Akranesi hafi átt hana á undan. ( maggi leiðréttu mig ef þarf). En þegar ég eignaðist hana, var hún enn óflogin!
En breytir því ekki að hún "lúkkar" mjög vel hjá þér Kip og er gaman að sjá hvað hægt er að bralla með svona hluti.

mbk
Tóti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 23.03.2007 - Tveggja hreyfla fjör

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Birgir]Vá ! Flott smíði hjá þér Kristinn ! Og frábærar myndir...

Er þetta ARF-i eða er þetta skógar-höggs smíði ?

Annars, ferlega flott, og endilega haltu áfram með myndirnar..

Takk fyrir mig.... Biggi[/quote]
"Skógar-höggs-smíði"

hehe... þú átt vinningin með þessu hugtaki Biggi!!! Er þetta nýtt? Einmitt líkt þér, sem ekki er gefinn fyrir langar smíðalotur.


Hvenær á að byrja á skógarhöggsþristinum KIP???? :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 23.03.2007 - Tveggja hreyfla fjör

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ertu með landgræðslumerkin á límmiðum eða hvaða aðferð ætlarðu að nota???
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 23.03.2007 - Tveggja hreyfla fjör

Póstur eftir Sverrir »

Sterkar vísbendingar hafa komið fram um að brúka eigi límmiða til þessa verks.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara