Truflanir

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Truflanir

Póstur eftir ErlingJ »

[quote=pallibjoss]By the way, ég á 35mhz þyrlustýringu 4ra rása, get ég ekki notað hana í relluna mína?

Kveðja.[/quote]
jú þú ættir að geta notað þessa stíringu
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Truflanir

Póstur eftir Ingþór »

ég velti fyrir mér hvernig 4ra rása sýring getur verið fyrir þyrlu? er það eitthvað sem kom með smáþyrlu (humingbird)?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Truflanir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Þórir T]Talandi um truflanir, þá lentum við í því í dag að móttakari virtist bilaður, því eftir 40 skref komu truflanir og eftir ca 50 skref þá steinhætti hann að virka, það á að vísu eftir að sannreyna hvort þetta sé móttakiari, eða kristall, en prófuðum annað sett af dóti, þá fór maður alveg hiklaust ca 100 skref og alltaf virkaði dótið þó það væru truflanir...
Hafa menn einhvað pælt þessi mál, þá á ég við hver er ásættanlega fjarlægð osfrv...

pæling.....


kveðja

Tóti[/quote]
Ég set tíkall á að það sé brot í loftnetinu eða festu þess við mótakarann. Ef kristallinn bilar þá er ekkert samband yfir höfuð.

Munið að setja límband yfir kristalinn i´mottakaranum. ef hann hristist laus þá fer allt af stað, alveg stjórnlaust.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Truflanir

Póstur eftir Þórir T »

Þakka ábendinguna Björn, en varðandi kristalla bilun, þá hef ég upplifað sjálfur að kristall virkaði alltaf heima hjá mér, þegar allt dótið var við stofuhita, síðan þegar á völlin var komið og búið að tanka og gera og græja, þá virkaði ekkert. Þetta reyndist vera bilaður kristall sem lét svona.
Þá náði hann að kólna meðan dótið var græjað til, og bilunin kom fram, þetta var að hausti til minnir mig, þannig að lofthiti var frekar í lægri kantinum..
Það er bara að sýna sig annað slagið að það þarf að vera doldið hugsandi í þessu, að lenda í bilerí á flugi er það sem ég amk óttast mest af öllu...

mbk
Tóti
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Truflanir

Póstur eftir Gaui K »

Já við veigar fórum á Eyrabakkavöll í dag og gerðum smá tilraun.
Við vorum með tvær vélar á sömu tíðni.í annari var nýr JR.móttakari og kristall.En í hinni var eldgamall Futaba móttakari og gamall kristall.
Nú þegar ég var kominn ca.40-50 skref frá (með loftnet niðri) var Futaba dottin úr sambandi og kom ekki inn aftur fyrr en ég átti 20-25 skref eftir að vélinni.Ég fór ca.100 skref lengst en JR móttakarinn var altaf með samband.Getur verið að þetta hafi eitthvað með aldurin að gera?
'Eg krassaði nefnilega þessari vél með Futaba móttakaranum fyrr í mánuðinum og fynst það vera einfaldlega út af því að vélin missti samband.

kv Gaui K.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Truflanir

Póstur eftir Agust »

Varðandi bilanir í kristöllum:

Fyrir nokkrum árum var mót á Hamranesflugvelli og skanninn í notkun. Ég stóð vaktina ásamt Kristjáni A. Með skannanum er hægt að skoða hvort sendirinn sé a senda út á miðri rásinni, en stundum kemur fyrir að kristallar vinna ekki nákvæmlega á ástimplaðri tíðni. Hjá einum módelmanna kom í ljós að sendirinn var að senda út næstum 4 kHz frá réttri tíðni, eða nánast mitt á milli rása. Reyndar var hann greinilega að trufla á næstu rás við hliðina. Svona ónákvæmni í kristaltíðni kemur auðvitað fram sem minni drægni, því viðtæki og sendir eru þá ekki á sömu tíðni.

Með skannanum er hægt að prófa senditíðnina, en svona tíðnifrávik getur einnig komið fram í móttakaranum.

Svona tíðnifrávik flokkast væntanlega undir framleiðslugalla, en geta má þess að kristallar eru oft seldir í pörum, væntanlega til að jafna út mismun í tíðni. Eiginlega ætti maður að nota svona pör saman, en það hef ég þó sjálfur aldrei gert.

Það er einnig mikilvægt að nota Futaba kristal fyrir Futaba viðtæki/sendi og JR kristal fyrir JR viðtæki sendi. Þannig er maður öruggari um að kristallinn vinni á réttri tíðni.

Sem dæmi um hve nákvæmir kristallar þurfa að vera getum við nefnt eftirfarandi:

Sendiíðni er 35 Mhz eða 35.000 kHz. Mesta leyfilega tíðnifrávik er aðeins um 1 kHz. Nákvæmni kristalsins þarf því að vera 1/35000 eða um 0,003%. Það má því ekki muna miklu. Hætt er við að fjöldaframleiddir kristallar standist ekki alltaf þessar kröfur.

Svo er það annað mál, að tíðni kristallanna breytist örlítið með umhverfishita. Það getur verið misjafnt milli kristalla hve mikil þessi breyting er, en þetta getur jafnvel skýrt hvers vegna langdrægni virðist vera háð hitastigi.


Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
HjorturG
Póstar: 188
Skráður: 15. Apr. 2005 17:01:03

Re: Truflanir

Póstur eftir HjorturG »

Nú er það þrisvar búið að koma fyrir hjá okkur feðgum að við höfum fengið truflun ("hit") þegar við fljúgum frauðplastflygildinu of nálægt stórri, hárri vírgirðingu sem umlykur fótboltavöllinn bakvið húsið okkar.
Hélt fyrst ég hefði misst vald á henni í gusti eða verið niðurstreymi frá húsunum sem standa fyrir ofan... en þegar þetta gerðist aftur hjá mér og svo í þriðja sinn hjá Hirti þá erum við vissir um að þetta er einhvers konar "interference frá vírnetsgirðingunni sem slekkur boðin þannig að hún verður sambandslaus.

Björn Geir

PS
Ég er greinilega með loggið hans Hjartar. Hann fór hérna inn í gærkveldi. Virðist muna síðasta logg. Hvað um það.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Truflanir

Póstur eftir Sverrir »

[quote=HjorturG]PS
Ég er greinilega með loggið hans Hjartar. Hann fór hérna inn í gærkveldi. Virðist muna síðasta logg. Hvað um það.[/quote]
Þetta er valmöguleiki á spjallinu. Ef þú ferð í Stillingar í valmyndinni hér að ofan og velur svo Gagnaaðgangur úr valmyndinni
vinstra megin þá birtist síða, á henni er valbox sem hakað er í og stendur Geyma notendanafn og lykilorð milli heimsókna.

Þið verðið báðir að taka hakið af sýnist mér :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Truflanir

Póstur eftir Agust »

Endurkast frá málmhlutum.

[quote=Björn Geir]Nú er það þrisvar búið að koma fyrir hjá okkur feðgum að við höfum fengið truflun ("hit") þegar við fljúgum frauðplastflygildinu of nálægt stórri, hárri vírgirðingu sem umlykur fótboltavöllinn bakvið húsið okkar.
Hélt fyrst ég hefði misst vald á henni í gusti eða verið niðurstreymi frá húsunum sem standa fyrir ofan... en þegar þetta gerðist aftur hjá mér og svo í þriðja sinn hjá Hirti þá erum við vissir um að þetta er einhvers konar "interference frá vírnetsgirðingunni sem slekkur boðin þannig að hún verður sambandslaus.[/quote]
Sæll Björn Geir.

Ég minntist á þetta fyrirbæri á fundinum fyrir nokkrum mánuðum þar sem ég fjallaði um fjarstýringar. Sjálfur þekki ég tvö dæmi af eigin reynslu.

Þekktasta dæmið er hliðið við Hamranesflugvöll. Margir lentu í því að módelið kastaðist til þegar flogið var yfir það, nánast eins og einhver truflanavaldur væri þar grafinn í jörðu.

Annað dæmi er vindpokinn við Geysisflugvöll. Þar lenti ég ítrekað í því að módelið missti væng í aðflugi þegar flogið var fram hjá rörinu sem heldur uppi vindpokanum.

Í báðum tilvikum hefur ástæðan verið endurkast radíóbylgja frá rörunum. Ef lengdin á rörinu er margfeldi af hálfri bylgjulengd (hálf bylgjulengd á 35 Mhz er um 4,3m) virkar rörið sérstaklega vel sem loftnet. Í rörinu spanast upp sveiflur á 35 MHz og rörið sendir út radíóbylgjur á þeirri tíðni. Rörið vinnur nánast eins og tónhvísl sem fer að sveifla ef henni er haldið nærri píanói og slegið er á rétta nótu. Módelið fær þannig merki bæði beint frá sendinum og óbeint frá rörinu. Það fer síðan eftir innbyrðis fjarlægðarmismun hvort þessi merki leggjast saman í fasa eða dragast frá hvoru öðru. Ef öldudalur fellur saman við öldutopp "heyrir" viðtækið aðeins dauft merki. Það kemur fram sem truflun.

Stefán Sæm. prófaði að jarðbinda hliðið og hvarf þá truflunin. Vel getur verið að nægt hefði að lemgja aðeins rörið með því að tengja um meterslangan vír í annan endann, þannig að það verði ekki lengur í "resonance" á 35 MHz.

Á Geysisflugvelli prófaði ég að nota aðra senditíðni (72) og hvarf þá sömuleiðis truflunin.

Vírnetið í girðingunni hjá þér virkar sem góður spegill, þó hún sé ekki í resonance. Svipað og spegill í parabóluloftneti, sem oft er bara vírnet.

Vindpokarörinu eða hliðstönginni má aftur á móti líkja við tein í sjónvarpsgreiðu, en lengdin á honum er einmitt höfð hálf bylgjulengd. Í sjónvarpsgreiðunni er aðeins tengt inn á næstaftasta teininn, en hinir virka óbeint og geisla aftur út móttekna merkinu í réttum fasa til að magna upp merkið frá einni stefnu, þ.e. beint fram. (Parasitic reflector og directors, eins og það er kallað í loftnetsfræðunum).


Á myndinni hér fyrir neðan má sjá tvær öldur með sömu tíðni. Við getum hugsað okkur að efra merkið sé beint frá sendinum, en merkið í miðjunni það sem endurkastast frá rörinu eða girðingunni. Merkið neðst er það sem viðtækið sér. Það fer eftir svokölluðum fasamun á merkjunum hvort þau leggjast saman eða dragast frá. Ef merkin eru jafnstór, en út úr fasa, hverfur merkið sem viðtækið sér alveg. Á ákveðnum svæðum nærri speglandi hlut getur þetta gerst, og viðtækið missir samband við sendinn augnablik.

Merkið neðst gæti átt við það merki sem viðtækið heyrir þegar módelið flýgur nærri málmhlut sem endurkastar merkinu. Með nokkurra metra millibili fellur styrkurinn verulega, þannig að í reynd gæti maður orðið fyrir endurtekinni truflun á litlu svæði (einhverjir tugir metra).

(Þó öldurnar virðist á myndinni fara mishratt, þá er það ekki reyndin. Myndin er aðeins til að sýna hvernig merki af sömu tíðni (eða sömu öldulengd) geta magnað hvert annað upp, eða styrkurinn minnkað, eftir því hvernig þau lenda saman. Viðtækið er sífellt að sjá ýmist sterkt eða veikt merki).


Mynd

Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara