Cessna 177 Cardinal ARF

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir Agust »

[quote=Agust]eiginlega flapsa með þeim eiginleikum sem maður sækist ekki. .[/quote]
Eftir átti það að vera. Ekki ekki, eða þannig. :)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Guðni
Póstar: 380
Skráður: 17. Jan. 2006 18:09:00

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir Guðni »

Ég fékk þessa vél að láni hjá honum Þorbergi..(Begga), mig minnir fyrir
Fjölþrautarmótið..hér um árið.þá vorum við búnir að setja í hana 91 OS four stroke.
Ég hef alltaf verið á leiðinni að verða mér út um svona grip síðan.
Það var svolítið pot að koma honum fyrir..en það er allt hægt þegar viljinn er annars vegar.
Mér fannst þetta bara þægilegur kraftur..og hljómaði svakalega vel.
Mynd
Mynd
Guðni Sig.
If it's working...don't fix it...
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir Þórir T »

gaman að sjá hvað það er mikið í umferð af þessari vél, þetta er nánast eins og íslenska sauðkindin..... (útumallt)

Hef verið að velta ýmsum möguleikum fyrir mér varðandi mótorstærð og slíkt. Er með bilaðan 60 two stroke í henni sem ég hef áhuga á að skipta út. Á einnig til flot á hana, hefur einhver reynslu af svona vél á flotum (ég hef aldrei flogið á vatni, amk ekki viljandi :) )


mbk
Tóti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir Sverrir »

Ready 2 er fín á vatni, geri ekki ráð fyrir að þessi sé öðruvísi. :)
Er ekki bara málið að græja þetta fyrir næsta mánuð?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Svo niðurstaðan er: Allir flugmódelfíklar ættu að eiga módel frá ARC, Ready-2 eða Cardinal :)

Sunnlendingarnir sprautuðu með háprófessíonal efnum og aðferðum eins og þeir sýndu í þræðinum sem Sverrir minnti á hér að framan. Íðilflott útkoma.
Þröstur sagði mér að Gaui hefði notað Vitretexið án íblöndunar eða yfirglæru.
Gerðirðu eitthvað Gaui, til að fá betri festu, annað en að þrífa plastið vel?? Hvernig stendur Vitretexið gegn eldsneytinu og olíusullinu? Væri hægt að nota Vitretexið og svo glæru yfir til að fá glans + styrk?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir Sverrir »

Gaui sagði mér að Vitretexið þyldi hvort tveggja, glóðar- og bensínútblástur.

Ekki má gleyma Ready 2 sem Gunnar á og var sprautuð með þessum fína lit beint úr brúsanum, engin grunnur :)
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Cessna 177 Cardinal ARF

Póstur eftir Gaui »

Björn
Ég skolaði af plastinu með gluggaúða, mattaði aðeins með 400 pappír og skóf og pússaði niður alla kanta. Síðan grunnaði ég með Felgulakki (nema hvað) til að fá bindingu við plastið.

Ég vildi fá matta áferð á kamóflassið, en það má setja glært yfir ef menn vilja. Ég ætla að setja glært á Super Cub, en ég sprauta liti með Vitretex vegna þess hversu auðvelt það er.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara