A L G R S

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: A L G R S

Póstur eftir Agust »

(Þetta er afrit af póstlistanum frá 23/10/04. Ég set þetta hér, því fréttavefurinn er svo fjári góður miðill :-)

Sælir félagar.


Vandamálin eru auðvitað til þess að þau séu leyst. Aldrei að gefast upp!
Vitið þið hvað ALGRS er? Ef ekki, lesið þá áfram!



Vandamál 1:

Eftir að undirritaður byrjaði að eyða flestum helgum ársins í
sumarbústað kom upp vandamál. Auðvitað snertir vandamálið módelflug, og
er í stuttu máli að Hamranesflugvöllur er í rúmlega hundrað kílómetra
fjarlægð, þannig að varla skreppur maður þangað á sunnudagsmorgni.
Síðan leiðir eitt vandamálið af öðru...

Hvað var til ráða?

Auðvitað að útbúa einka módelflugvöll! Ég dreif í að fá lánaðan traktor
með tætara og valtara og sléttaði 2000 fermetra (0,2ha) svæði. Völlurinn
er nánast þríhyrningslaga, með tveim 60-70m brautum eftir skammhliðum
rétthyrnds þríhyrnings. Svo má auðvitað lenda á ská, ef vindurinn er
þannig. Nánast þrjár brautir. Það tók aðeins nokkrar klukkustundir að
slétta móann, en þar var mikið þýfi. Ég notaði dagsstund til að hamast
með hrífu og slétta úr helstu misfellunum áður en ég handsáði 30 kg. af
grasfræi. Síðan bar ég á tvisvar í sumar með 160 kg af áburði, auðvitað
einnig með berum höndum, ein og ein handfylli í senn. Nú er kominn
sæmilega sléttur völlur, sem auðvitað má líka nota sem fótboltavöll (þá
þarf ekki að gera sérstakan fótboltavöll eins og á Hamranesi) og
golfvöll!

Auðvitað var þetta alger óþarfi, því 800 metra löng flugbraut er rétt
við landamörkin, í 400m fjarlægð frá kofanum. Þetta er malarvöllur, sem
ég hef stundum notað, en leiðinlegt er að magalenda svifflugum þar á
mölinni. Einkavöllurinn er í um 200 metra fjarlægð frá kofanum. Svo er
þetta bara ein braut NS-SV, og vindurinn stundum þvert á braut. Ég er
sem sagt nú með eina 800m malarbraut og þrjár 60m grasbrautir.


Vandamál 2:

Ég komst auðvitað fljótt að því að það er ekkert grín að ná ekki inn á
flugbraut á grasvellinum. Allt um kring er mjög þýft mólendi. Milli
þúfna eru allt að 30cm djúpar skorur. Hjólastelið hlaut að brotna af.
Eftir að hafa brotið stellið oftar en einu sinni og notað slatta af
epoxy sá ég að eitthvað þyrfti að gera í málinu. Nú, ég velti
vandamálinu fyrir mér í dágóða stund og loks kom mér í hug að setja á
CAP232 / OS70FS hjólastell sem þyldi þúfnalendingu. ´

Þessi prótótýpa var smíðuð af fingrum fram, þannig að kannski virkar
þetta hálf groddalegt, en það gerir ekkert til. Þetta er bara til að
prófa hugmyndina. Ég byrjaði á að saga út tvær krossviðsplötur af sömu
stærð og notuð var á módelinu til að skrúfa hjólastellið í. (Til
styrktar límdi ég saman tvær og tvær plötur). Þessum plötum er fest
saman með lömum að aftanverðu. Blindrær eru í annarri plötunni fyrir
hjólastellið. og í hinni ræmur úr trefjaplasti (prentrásarplötur) til að
bregða teygjum yfir. Ljósmyndirnar sýna þetta betur er orð. Nú, sjálft
hjólastellið er úr koltrefjum, en það er önnur saga.

Þessi samloka var síðan límd með Sikaflex #11 lími sem fæst í stórum
kíttistúbum í Byko. (Gætið að númerinu, það verður að vera 11).
Sikaflexið er mjög sterkt gúmmíkennt lím sem dempar aðeins höggið. Það
tekur nokkra sólarhringa að harðna. Lamirnar voru losaðar upp á meðan
límt var. Ég setti reyndar einnig blindrær í föstu krossviðsplötuna,
svona rétt til að eiga þær til þar ef þetta virkaði illa.

Nú er hjólastellið komið á lamir og getur lagst aftur. Ég bregð 2+ 2
teygjum um hjólastellið og yfir fíberplöturnar sem ég skrúfaði og límdi
í fasta krossviðinn. Hjólastellið leggst aftur ef ég lendi í þýfi eða
öðrum ójöfnum. Það er að minnsta kosti teorían.

Ég er búinn að prófa nokkur flug á nýja vellinum með nýja
hjólastellsbúnaðinum. Ég finn ekki mikinn mun á flughæfni CAPsins, en
mér hefur ekki tekist að brjóta hjólastellið ennþá þrátt fyrir nokkrar
óviljandi tilraunir. Ef ég lendi í þýfinu, þá leggst hjólastellið
einfaldlega aftur og smellur síðan í réttar skorður þegar ég lyfti
módelinu upp! Sjálfviðgerandi. (Automatic Landing Gear Repair System
(ALGRS), patent pending). (Svei mér þá, er ekki óþarfi að vera að hafa
fyrir því að slá á Hamranesflugvelli. Nota bara ALGRS!).

Það virðist sem vængurinn þoli vel að fleyta kellingar á þúfnakollunum.
Er þetta eitthvað sem kæmi öðrum leggjabrjótum að gagni?

Bestu kveðjur

Ágúst





P.S. Ég sendi ekki myndirnar með þessum pósti, en þær hlaðast inn frá
annarri tölvu þegar vefsíðan er er opnuð. Auðvitað getur verið að slökkt
sé á tölvunni minni þar sem myndirnar eru geymdar, þannig að þær hlaðist ekki inn!
Þá sést auðvitað ekki neitt af myndum.




Mynd
Hér sést yfir hluta brautarsvæðins. Þetta er A-V brautin. Í fjarska sést
í S enda S-N brautar.
Takið eftir þýfinu umhverfis. Kofinn í fjarska vinstra megin. Módelið á
næstu mynd stendur í horninu framan við kofann.



Mynd
Séð yfir hluta 2000 fermetra sléttunnar. Hér er grasið farið að spretta
og kominn tími til að slá, sem var gert nokkru eftir að myndin var tekin.
Skotbakkinn (katapúlt) vinstra meginn er fyrir svifflugur.


Mynd
Hér sérst frágangurinn greinilega. Takið eftir Sikaflex-11 kíttinu.


Mynd
Svona leggst hjólastellið aftur.


Mynd
Teygjurnar halda hjólastellinu í skorðum. Ég notaði tvær teygjur hvorum
megin.


Mynd
Tilbúin til flugs með nýja ALGRS
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11465
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: A L G R S

Póstur eftir Sverrir »

Stórsniðugt :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: A L G R S

Póstur eftir Agust »

Ég var að fljúga í dag og missti mótor, en þetta var í fyrsta sinn sem vélinni var flogið frá því í fyrrasumar, þannig að eitthvað var hann vangæfur.

Ég lenti utan vallar í þýfinu, en það gerði ekkert til. Ekkert brotnaði og ekkert bognaði... Búnaðurinn reddaði deginum.

Veðrið var einstaklega gott hér í uppsveitum, hlýtt og nánast logn.

Ritstjóri: Ætti þetta ekki að vera undir kaflaheitinu "Heilræði". Getur þú fært það?

Bestu kveðjur

Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11465
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: A L G R S

Póstur eftir Sverrir »

Allt fyrir þig Ágúst minn ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: A L G R S

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Er a' spá í að útbúa ALGRS á Edge-inn blessaðann, sem hefur misst undan sér allt of oft.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: A L G R S

Póstur eftir Agust »

Ég lenti í því að brjóta undan Big Lift þegar mótorinn stöðvaðist í aðflugi og flugvélin lenti í þúfunum.

Ég smíðaði því ALGRS (Automatic Landing Gear Repair System [Patent-Pending]) undir vélini en ákvað að gera það aðeins öðruvísi, negnilega hafa það þannig að hægt væri að taka það af á einfaldan hátt.

Ég smíðaði búnaðinn sem þunnan kassa sem kemur á milli skrokks vélarinnar og hjólastellsins. ALGRS búnaðurinn er einfaldlega skrúfaður undir vélina á sama stað og hjólastellið er venjulega skrúfað.

Myndirnar hér fyrir neðan lýsa þessu betur en þúsund orð...

Mynd
Hér er verið að prófa mótorinn og stilla. Ekki ber mikið á ALGRS.


Mynd
Götin fyrir skrúfurnar sem skrúfast í botn módelsins eru á nákvæmlega sama stað og götin í hjólastellinu. Þannig er hægt að krúfa stellið beint á módelið án ALGRS á einfaldan hátt, t.d. þegar sveitavargurinn fer með módelið á fínu flugvellina í þéttbýlinu.

Takið eftir að á efri hlutanum er mjór rammi úr krossvið til að gefa pláss fyrir lamirnar og ekki síður pláss fyrir hausinn á skrúfunum sem festa búnaðinn undir flugvélina.



Mynd
Pinnarnir (2ja mm messing) eru fyrir teygjurnar. Borað er fyrir þeim um 15 mm inn í brún krossviðarplatanna og þeir límdir með epoxy.

Pinnaröðin sem rétt glittir í neðst og gengur ínn í botninn á ALGRS nærri frambrún er ekki notuð.




Mynd


Mynd
Hér sést betur pinnaröðin sem kemur miður úr botninum og á ekki að vera. Þetta eru leyfar af gamalli hönnun. Þessir pinnar verða fjarlægðir seinna.



Mynd


Mynd
Hér sést hvernig teygjurnar fara fram og aftur milli pinnanna. Hér eru tvær "vængteygjur".

Þetta fyrirkomulag á teygjum virðist gefa nokkuð góða raun. Áður var ég með miklu styttri teygjur og notaði þá pinnaröðina sem sést ónotuð á myndinni rétt fyrir framan hjólastellið. Það reyndist ekki nógu vel, og er mun betra að hafa lengri teygjur eins og á myndinni.


Mynd

Kosturinn við þessa útfærslu er að ekki tekur nema fáeinar mínútur að setja búnaðinn undir. Það ber heldur ekki mikið á honum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara